Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 2018 45 Lausaganga búfjár og fjallskil Á umliðnum misserum hefur borið á því að misskilnings gæti hvað varðar skyldur opinberra aðila þegar búfé gengur laust utan girðinga. Því er fyllsta ástæða til að gera grein fyrir lögum og regl- um sem varða lausagöngu búfjár og aðkomu einstakra opinberra aðila í hverju tilfelli fyrir sig. Lög um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. Um rekstur að vori og smölun að hausti er fjallað í lögum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986. Fjallskil og afréttir eru á ábyrgð viðkomandi sveitarfélags. Hver sveitarstjórn getur ákveðið að skylda bændur til að smala heimalönd sín, samhliða leitum að hausti, slíkt á þá einnig við eigendur eyðibýla. Hlíti landeigandi ekki slíkum boðum sveitarstjórna, er viðkomandi heimaland smalað á kostnað landeiganda. Að réttum loknum skulu hreppsnefndir sjá til þess að öll heimalönd séu rækilega smöluð samtímis, svo oft sem þurfa þykir, og að afbæjarfé komist til réttra eiganda. Þá er hver landráðandi skyldugur að hirða um allt fé sem finnst í heimalandi viðkomandi, eftir lok fjallskila. Ef vart verður fjár í ógöngum er skylt að tilkynna það til oddvita viðkomandi sveitarfélags. Er það skylda sveitarfélagsins að reyna að ná til þess án þess að tjóni sé valdið. Sé slík björgun ekki möguleg, fram úr hófi kostnaðarsöm eða of hættuleg er skylda að aflífa dýrin sé þess kostur. Í IV. kafla er fjallað um ágang afréttarpenings. Lítið sem ekkert hefur reynt á ákvæði þessa kafla laganna í framkvæmd. Helst er til þess að líta að réttaróvissa ríkir um það hvenær umgangur búfjár sé í þeim mæli að hann teljist til ágangs. Þá verður einnig að horfa til þess að síðan lögin tóku gildi hafa ný lög sem varða búfjárhald, girðingar o.s.frv. verið sett. Í úrskurði sam- göngu- og sveitarstjórnarráðuneyt- isins í stjórnsýslumáli nr. 59/2009 er vitnað til svars sjávarútvegs- og landbúnaðráðuneytisins þar sem segir að lög um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. verði að bera saman við aðra og nýrri löggjöf. Í raun er leitt að því líkum í þessum úrskurði ráðuneytisins að 34. gr. laga um afréttarmálefni, fjallskil ofl., hafi litla þýðingu í framkvæmd. Þegar önnur ákvæði IV. kafla eru lesin til samræmis við áðurnefnd nýrri lög er þar komin slík réttaróvissa að það að líta verður svo á að ályktun þessa úrskurðar eigi við um IV. kafla í heild sinni. Vegalög Framkvæmd og stjórnsýsla vega- mála er á ábyrgð Vegagerðarinnar. Lausaganga er bönnuð á stofn- og tengivegum, sé girt báðum megin vegar. Þar sem vegur liggur í gegnum ræktarland, engjar eða girt beitar- land er veghaldara skylt að girða. Veghaldara er þess utan heimilt að reisa girðingar telji hann ástæðu til þess. Það er hlutverk sveitarfé- laga að hafa eftirlit með viðhaldi girðinga meðfram vegum. Heykist landeigandi á viðhaldsskyldu sinni, getur viðkomandi sveitarfélag sjálft sinnt viðhaldi girðingar, á kostnað landeiganda. Þá er ástæða til að geta þess að veghaldari getur ávallt látið fjarlægja búfé af vegum þar sem girt hefur verið til þess að loka fyrir lausagöngu. Lög um búfjárhald Að meginreglu er lausaganga bú- fjár heimil nema það sé sérstaklega bannað. Á grunni laga um búfjárhald nr. 38/2013 er hverju sveitarfélagi fyrir sig heimilt að setja reglur um lausagöngu. Þá er tekið fram í lög- unum að ef búfjáreigendur verða fyrir atvinnutjóni vegna banns eða takmarkana á búfjárhaldi, þannig að bótum varði, skuli þær bætur greið- ast úr sveitarsjóði. Umráðamaður lands getur ákveðið að land sitt sé friðað fyrir umgangi og beit búfjár. Ef viðkom- andi getur sýnt fram á að vörslulín- ur séu gripheldar og í samræmi við lög, ber viðkomandi sveitarfélagi að auglýsa friðunina. Komist búfé á hið friðaða svæði er það á ábyrgð umráðamanns friðsvæðis að koma höndum yfir það og kanna hver eig- andi þess er. Finnist enginn eigandi innan tveggja sólarhringa er heimilt að afhenda sveitarstjórn dýrin. Einhverjum gæti virst það sér- stakt að meginreglan skuli vera sú að landeigendur þurfi sjálfir að verja land sitt fyrir umgangi búfjár frekar en að búfjáreigendur skuli skyldaðir til að halda sínu búfé á sínu eigin landi. Kemur þetta til vegna þess að beitarréttindi teljast til nýtingar- réttinda, Af þessu leiðir að ef höml- un lausagöngu veldur búfjáreiganda sannanlegu tjóni þá ber samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár að bæta honum það. Þessi skilningur lög- gjafans er skýr í athugasemdum við frumvarpið sem varð síðar lög um búfjárhald. Lög um velferð dýra Í lögum um velferð dýra nr. 55/2013 er skýrt kveðið á um merkingar- skyldu búfjár. Þau dýr sem ganga laus og eru ómerkt teljast vera hálf- villt dýr. Sveitarfélögum er skylt að handsama hálfvillt dýr sé það sjúkt, sært, í sjálfheldu eða bjargarlaust að öðru leyti, ellegar fella það sé björgun of fyrirhafnarmikil, kostn- aðarsöm eða ómöguleg. Ef dýr kom- ast úr haldi, þá er það eigandi sem ber ábyrð á handsömu+n þeirra. Ef uppruni dýrs er óljós þarf viðkom- andi sveitarfélag að koma höndum yfir dýrið. Finnist eigandi merkts dýrs ekki innan tveggja vikna þá er sveitarfélagi heimilt að ráðstafa dýrinu, en sé um hálfvillt dýr að ræða (ómerkt og gengur laust) er sveitarfélagi heimilt að ráðstafa því að liðnum tveimur sólarhringum frá handsömun þess finnist ekki eigandi. Í lögum um velferð dýra og reglugerðum sem settar eru með stoð í þeim eru ýmis ákvæði um vörslu búfjár. Gefnar hafa verið út reglugerðir um velferð dýra, þar sem ákveðnar sérreglur eiga við um hverja dýrategund. Alla jafna eru til staðar í þessum reglugerð- um ákveðnar skyldur fyrir umráða- menn búfjár, m.a. um það hvenær búfé skuli haldið á húsi, hvernig búa skuli að búfé sem er haldið utandyra og lágmarks umhirðu svo örfátt sé nefnt. Það er Matvælastofnunar að rannsaka og gera ráðstafanir þegar uppi er grunur um að velferð dýrs sé stefnt í hættu. Á endanum ber umráðamaður dýrs ávallt alla ábyrgð á velferð þess og eru sam- skipti Matvælastofnunar alltaf við hann. Eftir sem áður er það sveitar- stjórnar að hafa uppi á og handsama aðgæslulaust búfé. Hluti af umsjónarskyldu búfjár- eigenda er að gæta að því að dýrum sé ekki hætta búin á viðverustað sínum eða beitarlandi. Þannig getur það talist sjálfstætt brot á lögum um velferð dýra ef búfé er ítrekað á beit við fjölfarna vegi. Hefur þá Matvælastofnun heimild til að krefja búfjáreiganda um úrbætur. Að endingu Þegar kemur að því að horfa til þess hvað er hvurs og hvurs er hvað, er einfaldast að miða við þá meginreglu að handsömun búfjár í ógöngum eða á svæðum þar sem lausaganga er óheimil er á ábyrgð sveitarfélaga. Undantekning á þessu er á svæðum sem einstakir landeigendur hafa friðað og aug- lýst sem friðað. Þar er það eigenda hins friðaða lands að smala sitt friðland. Glöggir lesendur hafa vænt- anlega tekið eftir að regluverkið yrði tæplega verra ef það væri ögn gegnsærra og skýrara. Þeir örfáu úrskurðir ráðuneyta og dómar héraðsdómstóla sem fallið hafa í málaflokknum benda til að ein- hver óreiða sé hér á ferð. Augljós skýring á þessari stöðu er að lög og reglur hafa ekki haft við þeim breytingum sem hafa orðið á sam- setningu atvinnulífsins og búsetu- háttum á síðustu áratugum. Líkur eru til þess að frekari breytingar geti orðið á umhverfi fjölda búfjár- eiganda ef af stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu verður. Búfé mun þurfa beitarland jafn lengi og það mun vera til á Íslandi. Það ætti að vera allra hagur að reglur um lausagöngu, beit og ágang búfjár séu skýrar og að ekki sé núningur milli búfjáreiganda og landeiganda um vörslu og beitarskilyrði. Höfundur er lögfræðingur hjá Matvælastofnun. „Að meginreglu er lausaganga búfjár heimil nema það sé sérstaklega bannað.“ Mynd / BBL Ólafur belgur í Ólafsdal Í Bændablaðinu, 13. tbl. 2018, s. 36 er myndskreytt frásögn af nýlegum fornleifauppgrefti á skálatóft frá landnámsöld sem fannst í Ólafsdal í Gilsfirði. Í greininni er millifyrir- sögnin Staðarins hvergi getið og í sjálfum textanum segir: „ Staðarins virðist hvergi getið í heimildum og virðist almennt ekki hafa verið þekktur.“ Þessi framsetning hefur raunar birst í öðrum fjölmiðlum og er mjög villandi fyrir ófróða. Í Landnámabók segir: „Óláfr belgr, er Ormr enn mjóvi rak á brutt ór Óláfsvík, nam Belgsdal ok bjó á Belgsstöðum, áðr þeir Þjóðrekr ráku hann á brutt; síðan nam hann inn frá Grjótvallarmúla ok bjó í Óláfsdal.“ (Ísl. fornrit I, 159) Í Landnámu er þess ekki getið hvar í dalnum Ólafur reisti bústað sinn. Líkur eru til að dalurinn hafi í upphafi landnáms verið kjarri vaxinn neðan til eins og víða annarstaðar. Þá var eðlilegt að menn reistu fyrstu bæi sína ofan skógarmarka en færðu þá neðar þegar kjarrið eyddist vegna ágangs manna og skepna og kólnandi veðurfars. Því er vel mögulegt að hér sé um skála Ólafs belgs að ræða. - Þrír Breiðfirðingar Árni Björnsson Einar G. Pétursson Kristjón Sigurðsson Skáli í Ólafsdal frá 9. eða 10. öld. Mynd / Fornleifarannsóknir í Ólafsdal Menningarveisla Sólheima er nú haldin í þrettánda skipti. Íbúar Sólheima bjóða gestum að koma í heimsókn og kynnast starfinu og þeim gildum sem Sólheimar standa fyrir og starfað er eftir, þ.e. kærleikur, virðing, sköpunargleði og fagmennska. Lagður er metnaður í að sem flestir finni sig á Sólheimum og njóti sín. Tónleikar alla laugardaga í sumar Menningarveisla Sólheima, Sólheimakirkja, laugardaginn 21. júlí klukkan 14.00. Rokkarinn, gítarleikarinn, rafeindavirkinn, eldsmiðurinn og tenórsöngvarinn Elmar Gilbertsson ætlar þar að þenja raddböndin og flytja nokkur vel valin lög. Eins og alltaf er ókeypis aðgangur að öllum við- burðum Menningarveislunnar. Elmar hefur sungið víða og túlkað fjölmargar persónur óp- erubókmenntanna í allnokkrum óperuhúsum og tónlistarsölum víða um heim. Hann er margverð- launaður söngvari og hlaut bæði Grímuverðlaunin og Íslensku tónlistar- verðlaunin 2014 í flokki sígildrar og samtímatónlistar og einnig Íslensku tón- listarverðlaunin fyrir túlkun sína á hlutverki Lenskys í uppfærslu Íslensku óperunnar á Evgení Onegin haustið 2016. Menningarveisla Sólheima, Sólheima- kirkja, laugardaginn 28. júlí kl. 14.00 Vigdís Garðarsdóttir söngkona og Lárus Sigurðsson gítar- og hörpuleikari skipa dúett- inn Voces Veritas. Þau eru bæði fyrrverandi tónlistarkennarar á Sólheimum og munu flytja okkur nokkur sönglög úr ýmsum áttum, Það eru fáir búnir að hafa eins mikil og jálvæð áhrif með tónlist á Sólheimum eins og þau tvö, við eigum von á að gestir fái að taka undir sönginn, hver með sínu nefi. Verið hjartanlega velkomin að Sólheimum! Menningarveisla Sólheima – Verslun, kaffihús og sýningar frá klukkan 12.00–19.30 alla daga í sumar Sigurjón Njarðarson. Elmar Gilbertsson Vigdís Garðarsdóttir söngkona og Lárus Sigurðs- son gítar- og hörpuleikari skipa dúettinn Voces Veritas.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.