Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 201836 Heitið eggaldin vísar til afbrigðis plöntunnar sem gefur af sér hvít aldin sem eru á stærð við hænu- egg. Ræktun aldinsins hófst í Asíu fyrir um 4000 árum og barst til landanna við Miðjarðarhaf með úlfaldalestum arabískra kaup- manna. Samkvæmt skilgreiningu grasafræðinnar er egg aldinið ber. Samkvæmt samantekt FAOSTAD, tölfræðideildar Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, var heimsframleiðsla á eggaldini 51,3 milljón tonn árið 2016. Áætlað er að um 1,8 milljónir hektarar lands fari undir ræktunina. Árið 2010 var framleiðslan 41,8 milljón tonn og hefur því aukist um rúm 10 milljón tonn á innan við áratug. Langmest var aukningin á þessum sjö árum í Kína um 7,5 milljón tonn. Kína er langstærsti framleiðandi eggaldina og framleiddi árið 2016 um 32 milljón tonn, sem er um 62,7% heimsframleiðslunnar. Indland er í öðru sæti með 12,6 milljón tonn, þar næst er Egyptaland með tæp tvö milljón tonn og síðan Tyrkland og Íran sem framleiddu 850 og 680 þúsund tonn af eggaldinum árið 2016. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru flutt inn 82,4 tonn af nýjum eggaldinum árið 2017. Mestur var innflutningurinn frá Hollandi og Spáni 46,2 og 31,8 tonn og þar langt á eftir, hvað magn varðar, Ítalíu, 1,3 tonn. Náttskuggaættin Fjöldi plantna sem teljast til Náttskuggaættarinnar er um 2700 og finnast þær víða um heim. Plönturnar eru fjölbreytilegar, ein-, tví- og fjölærar, jurtkenndar, runna, tré og klifurplöntur. Flestar eiga plönturnar það sameiginlegt að vera, eða hluti þeirra, eitraðar. Innan ættarinnar er að finna vinsælar nytjaplöntur bæði til skrauts, átu og nautna, til dæmis petúníur, tóbaksplöntuna og chili. Flestar tegundir nytjaplantna innan Náttskuggaættarinnar tilheyra ættkvíslinni Solanum. Þekktastar þeirra eru kartöflur og tómatar sem eru upprunnar í Suður-Ameríku. Asískur ættingi þeirra, eggaldin Solanum melongena, kemur frá Indland. Eggaldin eru ber Eggaldinsplöntur eru fjölærar en oft ræktaðar sem einærar. Plantan er fínleitur margstofna runni með trefjarót. Þyrnóttir stofnarnir geta náð yfir tveggja metra hæð, en er 40 til 150 sentímetra háir í ræktun. Mörg nýrri afbrigði eru án þyrna. Laufblöðin, ljósgræn á stuttum stilk, stór og flipótt, 10 til 20 sentímetra löng og 5 til 10 sentímetra breið. Krónublöðin fimm hvít eða fjólublá og mynda stjörnu með gulum frævlum. Skordýra- og sjálffrjóvgandi. Aldinið glansandi, fjólublá, svört, græn, hvít, gul eða marglit á ytra borði en ljóst og hold- eða svampkennt að innan. Aldin allt frá því að vera þrír og yfir 30 sentímetrar eftir yrkjum. Samkvæmt skilgreiningu grasafræðinnar er aldinið ber en í almennu tali telst það grænmeti. Fræ eggaldins innihalda nikótín eins og frænka þeirra Nicotina tabacum. Yrki, afbrigði og staðbrigði Fjöldi ræktunaryrkja og -afbrigða sem eru ólík að stærð, lit og lögun. Til eru perulaga, hnöttótt, ílöng og bjúglaga eggaldin sem geta verið hvít, blá, rauðleit, fjólublá og marglit og misjafnlega stór. Það yrki sem algengast er á markaði í Evrópu og Norður-Ameríku er dökkfjólublátt að lit, 12 til 25 sentímetrar að lengd og 6 til 9 sentímetrar að þvermáli. Í Indlandi og Asíu er fjöldi ólíkra yrkja, afbrigða og staðbrigða í boði og hægt að fá risaeggaldin sem vega tvö kíló eða aldin sem eru á stærð á við baunir. Yrkið Oval er bjúglaga og svart- glansandi og afbrigði þess kallast 'Harris Special Hibush', 'Burpee Hybrid', 'Bringal Bloom', 'Black Magic', 'Classic', 'Dusky', og 'Black Beauty'. Slim er fingurlaga og fjólublátt yrki og kallast 'Little Fingers', 'Ichiban', 'Pingtung Long' og 'Tycoon'. Algeng hvít yrki kallast 'Casper' og 'Easter Egg' eða páska- egg. Af tvílitum yrkjum má nefna 'Listada de Gandia' of 'Udumalapet' og meðal marglitayrkja eru 'Rosa Bianca', 'Violetta di Firenze', 'Bianca Sfumata di Rosa'. Talsvert hefur verið fitlað við erfðamengi margra ræktunarafbrigða eggaldina til að auka vöxt þeirra og sjúkdómaþol. Dæmi um slíkt er ind- verska yrkið Bt brinjal sem hefur verið í ræktun og sölu frá 2009. Saga og ritaðar heimildir Eggaldinsplantan er upprunnin í Suðaustur-Asíu, líklega þar sem nú er Indland. Talið er að ræktun plöntunnar hefjist á Indlandi og Kína fyrir um 4000 þúsund árum Fjölbreytileiki ólíkra yrkja eggaldins er mikill hvað varðar stærð, lit og lögun. HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Margbreytileiki eggaldina er mikill. Afbrigðið Ratna er hnöttótt. Hvítt og dökkt eggaldin, Bianca og Black Beauty.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.