Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 55

Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 55
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 2018 55 Unnendur sveitaballa bíða í ofvæni eftir einu vinsælasta og elsta sveita- balli Vestfjarða, Ögurballinu fræga, en það fer fram laugardags- kvöldið 21. júlí. Rómantíkin, gleðin og sveitaball- asjarminn sem svífur yfir Ögurballinu er löngu orðið landsfrægt, dansgólfið dúar þegar það fyllist og rabarbara- grautur með rjóma sem er borinn fram fyrir ballgesti í danspásum. Ein af hefðunum sem Ögursystkinin halda fast í er hinn margumtalaði rabarbaragrautur með rjóma. Rabarbaragrauturinn hefur ávallt verið hluti af ballinu en fólk sem kom ýmist siglandi, ríðandi eða gangandi á ballið fékk rabarbaragraut til að fá næga orku til að koma sér heim eftir ballið. Stuðbandið Halli og Þórunn sjá um að skemmta fólki á ballinu. „Þau hafa spilað þarna síðan við tókum við þessu og eru æviráðin. Þau taka þó pásu og það er misjafnt hver skemmtir í pásum,“ segir María Sigríður Halldórsdóttir, ein af skipu- leggjendum Ögurballsins. Í fyrra skemmti Sesar Afrikanus (Eyjólfur Eyvindarson) fólkinu í pásunni en hann var einmitt að skemmta sér á ballinu. Hver verður pásutrúður nú í ár er ekki gefið upp. Á hverju ári er andlit Ögurballsins valið af Ögursystkinum og í ár er það Ísak Pálmason, sjá tilkynn- ingu af viðburði Ögurballsins af Facebook: https://www.facebook. com/events/174308606543342/. Næg tjaldstæði eru á staðnum og getur hver sem er mætt á ballið sem náð hefur átján ára aldri. Allur ágóði rennur óskiptur til viðhalds og uppbyggingar samkomuhússins í Ögri sem er gamalt ungmennafé- lagshús frá árinu 1926. Myllumerki Ögurballsins er #ögurball2018 og einnig er hægt að fylgjast með á Snapchat: ogurtravel. www.versdagsins.is Varahlutir og viðgerðarþjónusta fyrir JCB traktorsgröfur S: 5272600 - www.velavit.is Varahlutir - Viðgerðir Vélavit Sala Þjónusta Opið laugardaga og sunnudaga frá 10–17. Starfslýsing og helstu verkefni Menntunar- og hæfniskröfur Starfskjör/launakjör polyhudun@polyhudun.is fyrir 31. júlí 2018 Starfsmann vantar í fullt starf sem fyrst Mat á umhverfisáhrifum Athugun Skipulagsstofnunar Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki, Hvalfjarðarsveit Matfugl hefur tilkynnt til umfjöllunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um ofangreinda framkvæmd. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisá- hrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 19. júlí til 31. ágúst 2018 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á vefsíðu stofnunarinnar: www. skipulag.is. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 31. ágúst 2018 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is. Skipulagsstofnun www.vig.is ÖLL ALMENN VÉLSMÍÐI SMIÐJA Í SVEIT Vatnsenda Flóahreppi S:486-1810 Hið víðfræga Ögurball verður haldið 21.júlí næstkomandi – „Einu sinni mætt getur ekki hætt“ Líf og fjör á Ögurballi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.