Bændablaðið - 19.07.2018, Qupperneq 55

Bændablaðið - 19.07.2018, Qupperneq 55
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 2018 55 Unnendur sveitaballa bíða í ofvæni eftir einu vinsælasta og elsta sveita- balli Vestfjarða, Ögurballinu fræga, en það fer fram laugardags- kvöldið 21. júlí. Rómantíkin, gleðin og sveitaball- asjarminn sem svífur yfir Ögurballinu er löngu orðið landsfrægt, dansgólfið dúar þegar það fyllist og rabarbara- grautur með rjóma sem er borinn fram fyrir ballgesti í danspásum. Ein af hefðunum sem Ögursystkinin halda fast í er hinn margumtalaði rabarbaragrautur með rjóma. Rabarbaragrauturinn hefur ávallt verið hluti af ballinu en fólk sem kom ýmist siglandi, ríðandi eða gangandi á ballið fékk rabarbaragraut til að fá næga orku til að koma sér heim eftir ballið. Stuðbandið Halli og Þórunn sjá um að skemmta fólki á ballinu. „Þau hafa spilað þarna síðan við tókum við þessu og eru æviráðin. Þau taka þó pásu og það er misjafnt hver skemmtir í pásum,“ segir María Sigríður Halldórsdóttir, ein af skipu- leggjendum Ögurballsins. Í fyrra skemmti Sesar Afrikanus (Eyjólfur Eyvindarson) fólkinu í pásunni en hann var einmitt að skemmta sér á ballinu. Hver verður pásutrúður nú í ár er ekki gefið upp. Á hverju ári er andlit Ögurballsins valið af Ögursystkinum og í ár er það Ísak Pálmason, sjá tilkynn- ingu af viðburði Ögurballsins af Facebook: https://www.facebook. com/events/174308606543342/. Næg tjaldstæði eru á staðnum og getur hver sem er mætt á ballið sem náð hefur átján ára aldri. Allur ágóði rennur óskiptur til viðhalds og uppbyggingar samkomuhússins í Ögri sem er gamalt ungmennafé- lagshús frá árinu 1926. Myllumerki Ögurballsins er #ögurball2018 og einnig er hægt að fylgjast með á Snapchat: ogurtravel. www.versdagsins.is Varahlutir og viðgerðarþjónusta fyrir JCB traktorsgröfur S: 5272600 - www.velavit.is Varahlutir - Viðgerðir Vélavit Sala Þjónusta Opið laugardaga og sunnudaga frá 10–17. Starfslýsing og helstu verkefni Menntunar- og hæfniskröfur Starfskjör/launakjör polyhudun@polyhudun.is fyrir 31. júlí 2018 Starfsmann vantar í fullt starf sem fyrst Mat á umhverfisáhrifum Athugun Skipulagsstofnunar Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki, Hvalfjarðarsveit Matfugl hefur tilkynnt til umfjöllunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um ofangreinda framkvæmd. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisá- hrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 19. júlí til 31. ágúst 2018 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á vefsíðu stofnunarinnar: www. skipulag.is. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 31. ágúst 2018 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is. Skipulagsstofnun www.vig.is ÖLL ALMENN VÉLSMÍÐI SMIÐJA Í SVEIT Vatnsenda Flóahreppi S:486-1810 Hið víðfræga Ögurball verður haldið 21.júlí næstkomandi – „Einu sinni mætt getur ekki hætt“ Líf og fjör á Ögurballi.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.