Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 201748 Á Vatnsleysu 1 í Biskupstungum er rekið blandað bú með sauðfé, kýr og hross. Býli: Vatnsleysa 1. Staðsett í sveit: Biskupstungur í Bláskógabyggð. Ábúendur: Guðmundur Sigurðsson og Sigríður Egilsdóttir, Egill Björn Guðmundsson, Rúnar Björn Guðmundsson og Birta Berg Sigurðardóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Guðmundur og Sigríður eiga fjögur börn. Birta og Rúnar eiga einn son. Stærð jarðar? Um 600 ha, þar af ræktað land um 110 ha auk þess heyjaðir um 25 ha á Vatnsleysu 2. Gerð bús? Blandað bú. Guðmundur og Sigríður eru með kýrnar og Rúnar og Birta eru með féð. Fjöldi búfjár og tegundir? 48 kýr auk geldneyta, 650 kindur, 26 hross, hundarnir Stína og Móri, tvær læður auk kettlinga. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Mjaltir kvölds og morgna, annars eru verk bundin árstíðum eins og gengur. Yfir vetrartímann snýst vinnudagurinn aðallega um gjafir, á vorin um sauðburð og jarðvinnslu, á sumrin heyskap og á haustin smalamennskur og fjárrag. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er þegar vel gengur og veðrið er gott. Leiðinlegast er þegar skepnur veikjast eða tæki bila á ögur- stundu. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði en þó með bættum aðbúnaði fyrir nautgripi og menn. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Það ber að þakka því fólki sem vinnur þau störf en jafnframt mikilvægt að halda vel á spöðunum. Margt vel gert og annað má betur fara. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Honum á eftir að farnast vel, ef stjórnmálamenn hafa dug í sér að standa með íslenskum landbúnaði og láta ekki stjórnast af skammtímasjónarmiðum. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Tækifærin liggja í því að skapa sérstöðu með hreinni gæðavöru. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Þar sem hér er verið að fjalla um tvær fjölskyldur er það ef til vill breytilegt en í báðum ísskápum er alltaf til mjólk, ostur og fjöldi krukkna með ýmiss konar innihaldi. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ofnsteikt lambakjöt gengur vel ofan í alla. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar húsakynni hafa verið endurnýjuð á síðustu árum, svo sem vélaskemma, hesthús og það nýjasta, fjárhúsin. Það er gott að grilla grænmeti og jafnvel salat – og mjög við hæfi á sumrin. Grillað avocado og romaine „BLT“-salat Hráefni: › ¼ bolli hreint grískt jógúrt › ¼ búnt söxuð steinselja › 2 matskeiðar lime safi › 1 miðlungs avocado (lárpera) › ¾ bolli kalt vatn › Góður ostur (ef fólk vill) › Salt, eftir smekk Fyrir avocado BLT-salat: › 3 höfuð romaine-salat, skorin í helm- inga á lengdina › 1 pakki þykkt skorið beikon › 2 matskeiðar lime safi › 2 miðlungs avocado skorið í tvennt, steinninn tekinn úr og flysjað › 1 box kirsuberjatómatar, skornir til helminga › 1 stk. saxaður vorlaukur › 100 ml ólífuolía Aðferð Forhitið grill að miðlungshita. Gerið dressinguna: Blandið öllu saman í matvinnsluvélinni nema vatni og salti. Á meðan vélin er í gangi, þynnið blönduna með vatni þar til blandan er slétt. Kryddið með salti og setjið í skál. Á heitu grillinu skaltu bæta við salati og avocado helmingunum. Grillið þetta þar til dökk grillmerki eru komin og ekki snúa þessu strax við. Eftir 1-3 mínútur (fer eftir hita) snúið hráefninu við. Takið romaine af grillinu eftir tvær mínútur og setjið á bakka til að kæla. Takið avocado helmingana af grillinu eftir 2 mínútur. Eldið beikonið þangað til fitan hefur runnið af og sneiðarnar eru gullnar. Skerið romane salatið niður og blandið saman við kirsuberjatómata, beikonið og avocado. Berið fram með dressingu til hliðar. Hunangsgljáð kjúklingalæri með nýjum kartöflum Hráefni: › 1 pakki kjúklingalæri með fitu › 3 msk. ósaltað smjör › 1 tsk. hakkað ferskt engifer › 2 hvítlauksrif, hakkað › ¼ teskeið reykt paprika › ¼ tsk. olía › 4 matskeiðar hunang › 6 msk. sriracha chilisósa eða ½ ferskur chili, skorinn fínt › 1 matskeið lime safi Aðferð Hitið grill að miðlungs háum hita, um 160 gráður. Í litlum potti, setjið smjörið ásamt fersku engifer og hvítlauk. Hrærið þar til það er rjúkandi heitt, í um eina mínútu. Bætið næst reyktu paprikudufti við, hunangið, sriracha og lime-safa. Hrærið til að blanda saman og látið malla í 4-5 mínútur. Þurrkið kjúklingalæri og þurr- kryddið með salti og pipar á báðum hliðum. Penslið grillgrindur með fitu eða nuddið með ólífuolíu í klút. Setjið kjúklingalæri á grillið, fituhlið niður fyrst. Grillið í 4-5 mínútur. Snúið kjúklingnum við og grillið á hinni hliðinni í 4-5 mínútur. Haldið áfram að elda kjúklinginn rólega á óbeinum hita þar til náð hefur kjarnhita (um 70 gráður í um 25-30 mínútur). Á síðustu 5 mínútum er gott að pensla vel með hunangsgljáanum. Takið af grillinu og framreiðið með soðnum eða bökuðum nýjum kart- öflum, með smjöri og salti. Er ekki tilvalið að nota hitann af grillinu svo til að gera eftirrétt? Pitsa með Nutella og ferskum berjum › 1 tilbúið heimabakað eða keypt pitsudeig › 2 msk. ósaltað smjör, brætt › ½ bolli Nutella eða annað heslihnetusúkkulaði (eða allt súkkulaði) › 1 box íslensk hindber (hægt að fá marglit frá Kvistum garðyrkjustöð) › 1 bolli jarðarber, sneidd › Flórsykur Aðferð Setjið pitsu- eða baksturssteina á grillið eða álpappír. Setjið deigið í stofuhita (það ætti að vera tvöfalt stærra) og á hveitistráðu yfirborði skuluð þið teygja á því eða rúlla því út í fallegan hring. Færið á pönnu, bökunarplötu eða álpappír. Penslið bræddu smjöri á deigið. Gerið holur í deigið með gaffli til að koma í veg fyrir að það hefist of mikið. Flytjið deigið á grillið og bakið í um 10 mínútur, þar til skorpan er gullbrún. Takið deigið af grillinu og dreifið Nutella eða öðru góðu áleggi vandlega ofan. Setjið hindber og jarðarberjasneiðar ofan. Einnig má setja annað álegg ofan á eins og heslihnetur, pecan hnetur, þurrkaðan kókos, súkkulaðiflögur eða aðra ávexti. Skreytið með flórsykri, ef þess er óskað, og berið strax fram. MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Grillað salat, grænmeti og kjúklingalæri Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari Vatnsleysa 1 Fjölskyldan á Vatnsleysu 1 í Biskupstungum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.