Bændablaðið - 19.07.2018, Síða 8

Bændablaðið - 19.07.2018, Síða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 20188 FRÉTTIR Auglýst eftir umsóknum: Velferðarsjóður Bændasamtaka Íslands tekur til starfa Á ársfundi BÍ í mars 2017 var samþykkt að stofna Velferðarsjóð Bændasamtaka Íslands sem hafi það hlutverk að styðja fjárhagslega við félagsmenn samtakanna er þeir verða fyrir áföllum í búskap sínum. Þar að auki styrki sjóðurinn forvarnarverkefni. Þá skyldi sjóðurinn hefja starfsemi þegar lágmarksfjármögnun væri náð. Nú liggur fyrir að sjóðurinn muni hefja starfsemi. Allir félagsmenn Bændasamtaka Íslands teljast til sjóðsfélaga og geta því sótt um styrk í sjóðinn. Afgreiðsla umsókna fer fram fjórum sinnum á ári og verður sjóðsfélögum kynntur umsóknarfrestur í Bændablaðinu og á vefsíðu Bændasamtakanna. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum verður í haust en umsóknarfrestur er til 27. ágúst. Opnað verður fyrir umsóknir 23. júlí nk. Hægt er að sækja um tvenns konar styrki. Annars vegar geta félagsmenn sótt um styrk fyrir búrekstur sinn hafi þeir orðið fyrir áfalli vegna veikinda eða slyss sem leiðir til aukins rekstrarkostnaðar fyrir búið, t.d. launakostnaðar vegna ráðninga afleysingafólks eða verktakakostnaðar. Veittir eru styrkir vegna útlagðs rekstrarkostnaðar sem fellur til vegna langvarandi veikinda þess sem að búrekstri stendur (veikindi skulu hafi staðið yfir í að lágmarki tvo mánuði) vegna ráðninga afleysingafólks, verktakakostnaðar eða annarra sambærilegra útgjalda. Þá geta veikindi maka skapað sömu réttindi fyrir sjóðsfélaga. Hámarks styrkveiting getur mest orðið kr. 400.000 í 6 mánuði á hverju 12 mánaða tímabili. Hins vegar styrkir sjóðurinn forvarnir og vinnuvernd, þ.e. verkefni tengd vinnuvernd og slysavörnum eða önnur verkefni í einstökum búgreinum sem hafa það að markmiði að bæta velferð sjóðsfélaga, t.d. efling öryggismála á búi sjóðsfélaga. Fjárhagur og stefna stjórnar sjóðsins ræður úthlutunum á hverjum tíma. Er nú í fyrsta sinn auglýst eftir umsóknum í sjóðinn. Þær skulu berast stjórn sjóðsins rafrænt en umsóknareyðublöð er að finna á Bændatorginu. Úthlutunarreglur sjóðsins má nálgast á bondi.is. Búnaðarstofa flytur í Hafnarfjörðinn Starfsfólk Búnaðarstofu Matvæla- stofnunar hefur flutt sig um set úr Bændahöllinni við Hagatorg og inn í leiguhúsnæði Mast að Dalshrauni 1 í Hafnarfirði. Á sama tíma flytja starfsmenn Matvælastofnunar sem hafa haft aðsetur á Stórhöfða í Hafnarfjörðinn. Þær starfseiningar sem þar með munu hafa aðstöðu að Dalshrauni 1 eru Markaðsstofa, sem fer með inn- og útflutnings- mál, Búnaðarstofa sem fer m.a. með framkvæmd búvörusamninga og Umdæmisstofa Suðvesturlands, sem annast verkefni sem héraðs- dýralækni eru falin. Höfuðstöðvar Matvælastofnunar munu eftir sem áður vera að Austurvegi 64, Selfossi. Starfsfólkið sem kvaddi Bænda- höllina á dögunum hefur sumt hvert langan starfsaldur að baki í húsinu. Guðrún S. Sigurjónsdóttir hóf störf í Bændahöllinni árið 1976 og Ómar Jónsson byrjaði árið 1980. Jón Baldur Lorange hóf störf 1991 en aðrir hafa unnið skemur. /TB Mikil eftirspurn eftir fagmönnum í reiðmennsku og reiðkennslu: Færri komast að en vilja - Vill stækka nám við hestafræði í Hólaskóla um helming Aukinn þjónustuþörf í íslenskri hestamennsku um heim allan kallar á afkastameiri háskóla í reiðmennsku að mati Lárusar Ástmars Hannessonar, formanns Landssambands hestamannafé- laga. Hann telur brýnt að gera áætlun um stækkun hestafræði- deildar Hólaskóla um helming. „Reiðmennskunni hefur fleygt fram, hún er orðin nákvæmari og lærðari. Með tilkomu reiðhalla er einnig orðið mikið meira um reiðkennslu. Hestamönnum finnst gaman að læra meira og þjónustuþörfin fyrir kennslu því orðin mikil. Við þurfum menntaða og góða kennara til að mæta þessari þörf,“ segir Lárus Ástmar og bendir á að vöntunin á lærðum fagmönnum í hestamennsku sé ekki eingöngu hérlendis. Íslenskum hestum fjölgi stöðugt víða um heim og eigendur íslenskra hrossa erlendis þurfi faglega handleiðslu reiðkennara við þjálfun og umönnun. „Ég held að hestafræðideildin þyrfti að taka inn 30–40 nýnema á hverju til að mæta þjónustuþörfinni.“ Fjármagnsskortur hindrar stækkun Sveinn Ragnarsson, deildarstjóri hestafræðideildar við Háskólann á Hólum, tekur í sama streng. „Þörfin á vel menntuðum fagmönnum hefur aukist og mun aukast enn meira.“ Mikil umfram eftirspurn sé um að komast í reiðmennsku- og reiðkennaranám. „Á hverju ári þurfum við að vísa frá helmingi umsækjenda sem þó hafa færni og eiga erindi í skólann. En til þess að geta stækkað skólann þarf áfram- haldandi uppbyggingu og aukið fjármagn frá ríkisvaldinu.“ Um 20–24 nýnemar eru tekn- ir inn í nám við hestafræði við Hólaskóla ár hvert. Námið er þriggja ára langt en Sveinn segir að um 16–18 reiðkennarar útskrifist ár hvert með BS-próf. „Námið er krefjandi sem reynir á margt. Til þess að standast það þarf mikla reiðfærni, nemandinn þarf að geta kennt bæði ungum sem eldri knöpum og auk þess tileinkað sér vísindaleg vinnu- brögð.“ Við það má svo bæta að nemendurnir, þar á meðal þeir 30–40% erlendra nemenda sem stunda nám við hestafræði, þurfa að geta tjáð sig bæði í ræðu og riti á íslensku. Mastersnám í burðarliðnum Sveinn segir að innan Hólaskóla sé verið að vinna að því að koma á fót mastersnámi í reiðmennsku og reiðkennslu. „Ástæðan fyrir aðsókninni í skólann eru gæði námsins. Það sýnir sig best í útskrifuðum nem- endum okkar og góðu orðspori. Við teljum að menn þurfi að hafa ákveðna þekkingu til að geta sinnt þessum störfum og hér fer fram mikil þjálfun í færni. Við erum ekki tilbúin til að slá af gæðum til þess að taka fleiri inn. Þess vegna þurfum við á áframhaldandi uppbyggingu að halda og til þess þarf fjármagn. Við erum að reyna að efla og stækka námið, t.d. með því að fara af stað með meistaranám, en fjármagnsskortur hefur hamlað gegn því.“ /ghp Frá Landsmóti hestamanna á Hólum 2018 en þar er athafnasvæði hestafræðideildar háskólans, bæði hesthús, náminu. Myndir / ghp Mynd / TB Formaður Félags hrossabænda: Mikilvægt að einfalda skráningu hrossa Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, segir flesta hestaeigendur virka í grunnskrán- ingu hrossa sinna, enda sé erfitt að sækja í grunnþarfir, s.s. dýralækna- þjónustu, ef hross er ekki skráð. Hann segir þó mikilvægt að hrosseigendur skrái felld hross, en samkvæmt frétt síðasta Bændablaðs mun nokkur misbrestur vera á talningu lifandi hrossa m.a. vegna þess að eigendur skrái hrossin ekki felld í gagnagrunn WorldFengs eða Bústofns, þegar svo beri við. „Í ljósi greinar í síðasta Bænda- blaði um skráningu hrossa þá vil ég auðvitað hvetja hestaeigendur til að vera virkir í skýrsluhaldinu, grunn- skrá hrossin, skila árlegum skýrsl- um og ganga frá eigendaskiptum og afdrifum þegar það á við,“ segir Sveinn. „Langflest hross landsmanna eru grunnskráð enda má segja að snúið sé að eiga hross sem ekki eru grunnskráð t.a.m gagnvart þjónustu dýralækna sem ber að skrá lyfjameðhöndlun á hrossum í WorldFeng. Ég hvet fólk til að hafa eigendaskipti þegar hross eru seld enda hvílir alltaf ábyrgð á þeim sem skráður er eigandi og umráðamaður og má þá nefna ef hross veldur þriðja aðila tjóni t.d ef það sleppur úr girðingu og veldur tjóni eða slysi. Það er líka mikilvægt að skrá það þegar hross eru felld en það er samt að verða í nokkuð góðum farvegi þar sem t.a.m sláturhúsin skila þeim upplýsingum jafnóðum og hrossin eru felld. Við eigum frábæran gagnagrunn sem heldur utan um allt hrossahaldið og því er mjög mikilvægt að upplýsingar um hrossastofninn og eigendur og ræktendur séu réttar í WorldFeng.“ Sveinn fagnar því að Matvælastofnun og Bændasamtök Íslands vinni nú að því að tengja WorldFeng og Bústofn til þess að einfalda skráningu á hrossum. „Gagnvart árlegu skýrsluhaldi þá hefur kannski verið flókið fyrir fólk sem á fá hross að taka þátt í því. Það er því mikilvægt að einfalda það eins og kostur er.“ /ghp Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda. Mynd / ghp 48–49 13. tölublað 2018 ▯ Fimmtudagur 5. júlí ▯ Blað nr. 518 ▯ 24. árg. ▯ Upplag 34.000 ▯ Vefur: bbl.is Hrossaeign landsmanna 2017 var 64.678, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Þessar tölur eru þó að margra mati ekki réttar og getur þar verið um vanmat að ræða sem nemur á bilinu 4.000 til 8.000 hrossum. Stafar það af skorti á talnaupplýsingum frá hestaeigendum sjálfum, einkum af höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Búnaðarstofu MAST þá er ljóst að ásettum folöldum hefur verið að fækka á síðustu árum. Erfitt hafi samt verið að eiga við gagnasöfnun um fjölda hrossa í þéttbýli alla tíð. Hestamenn hafi greinilega ekki séð neinn hvata til að skila inn tölum, líkt og þekkist í þeim búgreinum sem njóta stuðningsgreiðslna. Eigi að síður er bent á að það kostar hestamenn ekkert að skrá hross sín, eins og lög gera ráð fyrir, í gegnum Bústofn og WorldFeng. Hins vegar getur það valdið kostnaði ef menn trassa slíka skráningu. Misbrestur í tölum frá 2013 Frá 2013 hefur verið misbrestur á að upplýsingar um hrossaeign skili sér í gegnum skýrsluhaldið. Misbresturinn er ekki bara varðandi talningu á lifandi hrossum heldur líka í upplýsingagjöf um hesta sem felldir hafa verið. Þannig eru dæmi um að hross hafi verið á skrá árum saman eftir að hafa verið felld og má með sanni segja að þau hafi verið komin vel fram yfir síðasta söludag. Á árinu 2013 voru samkvæmt tölum Hagstofu Íslands samtals 72.626 hross í landinu. Samkvæmt gögnum Búnaðarstofu MAST voru hrossin einungis talin vera 53.021. Bændablaðið benti á þetta misræmi í sumarbyrjun 2014 og setti MAST frétt á vefsíðu sína um málið hinn 11. júní 2014. Þar segir m.a.: „Nýjustu tölur yfir fjölda búfjár á landinu sýna almenna fækkun búfjár. Þó er ljóst að ekki er um fækkun á fjölda dýra á Íslandi að ræða heldur má rekja þetta til ófullnægjandi skila á haustsskýrslum og eftirfylgni í kjölfar gildistöku nýrra laga um búfjárhald. Sérstaklega á þetta við um fjölda hrossa og þarf að skoða betur hvernig unnt er að bæta upplýsingar um fjölda hrossa í landinu.“ Dýraeftirlitsmönnum hefurverið fækkað um helming „Skil á haustsskýrslum 2013 voru ófullnægjandi og bera hagtölur vott um það. Frá árinu 2010 hefur Matvælastofnun safnað upplýsingum um fjölda búfjár á landsvísu og birt á vef og í starfsskýrslum stofnunarinnar. Til ársins 2014 hafði skilum á haustsskýrslum verið fylgt eftir af búfjáreftirlitsmönnum sveitarfélaga í desember fram í febrúar ár hvert. Með gildistöku nýrra laga um búfjárhald 1. janúar 2014 fluttist búfjáreftirlitið frá sveitarfélögum til Matvælastofnunar. Sex dýraeftirlitsmenn hófu störf í stað u.þ.b. 40 búfjáreftirlitsmanna (10–12 stöðugildi) sem áður höfðu sinnt því starfi. Í lok ársins 2013 var eftirfylgni haustsskýrslna ólokið. Fækkun stöðugilda og innleiðing nýs verklags, sem setti eftirlit með velferð dýra í forgang fram yfir eftirfylgni með öflun hagtalna, varð til þess að ekki náðist að fylgja gagnasöfnun eftir með sama hætti og áður,“ segir í frétt MAST frá 2014. Skil gagna á ábyrgð umráðamanna og eigenda Hjá Búnaðarstofu MAST, fengust þær upplýsingar að Hagstofa hafi líklega áætlað fjölda hrossa 2013 út frá tölum fyrri ára. Það sé þó á ábyrgð umráðamanna og eða eigenda búfjár að skila haustsskýrslum í samræmi við lög um búfjárhald nr. 38/2013. Voreftirliti og talningu hætt eftir lagabreytingu 2013 Matvælastofnun hefur meðal annars ráðið verktaka til þess að sinna eftirfylgni og létta þar af leiðandi á dýraeftirlitsmönnum þar sem umfangið er talsvert. Vandinn er að oft er ekki hægt að nálgast hestaeigendur í húsum nema um kvöld og helgar. Þegar búfjáreftirlitsmenn sveitar -félaga sáu um eftirlitið samkvæmt eldri lögum, þá var skylt að fara í voreftirlit og telja allt búfé og þar með hross í þéttbýli. Með lagabreytingu 2013 var voreftirlit lagt af og stólað á áhættumiðað eftirlit. Niðurstaðan varð sú að margir hestamenn hafa trassað að fylla út skýrslur á netinu og því skortir gögn um hrossaeign. Ber mest á því á höfuðborgarsvæðinu. Varðar sektum að skila ekki haustsskýrslum Starfsmenn Búnaðarstofu telja nauðsynlegt að koma skikki á þessi mál með einhverjum hætti. Er ætlunin að reyna það í gegnum skýrsluhald. Að öðrum kosti gæti þurft að leita annarra leiða eins og að beita viðurlögum samkvæmt lögum. Það varðar sektum ef búfjáreigendur eða umráðamenn vanrækja skilaskyldu haustsskýrslu. Þeim sektarákvæðum hefur þó ekki verið beitt hingað til. Mögulegt væri líka að fara í allsherjartalningu ef fjármagn fengist til slíks. Unnið að einföldun kerfisins Matvælastofnun vinnur nú að því í samvinnu við Bændasamtök Íslands að einfalda kerfið í stað þess að fara í harðari aðgerðir. Áætlað er að næsta haust verði komin tenging á milli WorldFengs og Bústofns til þess að einfalda skráningu á hrossum. Þannig að eigendur hrossa í WorldFeng geti skilað haustsskýrslu um leið og þeir ganga frá skýrsluhaldi í hrossarækt í WorldFeng. Sá galli er á slíku að eitthvað er um að eigendur hrossa eða umráðamenn gangi ekki frá skráningum í WorldFeng, sem er lögbundin hjarðbók í hrossarækt skv. reglugerð um merkingar búfjár. Matvælastofnun vonast eftir að hestaeigendur virði mikilvægi skráningar á hrossum sínum, enda er hún þeim að kostnaðarlausu. Mun MAST meta árangurinn af þessum aðgerðum í lok árs og taka síðan ákvörðun í framhaldi af því. /HKr. – Sjá nánar á bls. 4 Enginn hefði getað gert sér í hugarlund hvaða ævintýri var í uppsiglingu þegar fyrsta folald hrossaræktenda á Vesturkoti á Skeiðum leit dagsins ljós árið 2006 en um helgina mun Hulda Finnsdóttir hampa Sleipnisbikarnum fyrir hönd Spuna. Þau Þórarinn Ragnarsson tóku nýverið við rekstri Vesturkots og eru auk þess nýbakaðir foreldrar. Því er engin lognmolla kringum parið þessa dagana – Sjá nánar á bls. 30–31. Mynd / GHP Kolefnisfótspor gæludýra: Snati mengar allra mest Nýlegar rannsóknir benda til að kolefnisfótspor gæludýra sé stórt og mun stærra en flesta gæludýraeigendur órar fyrir. Í Bandaríkjum Norður-Ameríku er áætlað að um 163 milljónir hunda og katta sé haldið sem gæludýr og að dýrin éti á við 62 milljónir manna, sem er svipað og heildarfjöldi Ítala og 188 sinnum fjöldi Íslendinga.Áætlað er að kolefnisfótspor hunda og katta í Bandaríkjunum einum séu um 64 milljón tonn af koltvísýringi á ári, eða álíka mikið og 13,6 milljón bílar. Megnið af því sem hundarnir og kettirnir éta er kjöt og sótspor þeirra stórt og á sama tíma tillegg þeirra til loftslagsbreytinga og hlýnunar jarðar.Losun gróðurhúsaloftteg unda af völdum gæludýra er samkvæmt bandarískri rannsókn sögð mest hjá hundum. /VH – Sjá nánar á bls. 2 Mikill misbrestur á skráningum hrossa í búfjártölum – Búnaðarstofa MAST hyggst einfalda skýrsluhaldskerfið: Hross landsmanna 4 til 8 þúsund fleiri en opinberar tölur segja– Hestaeigendur á höfuðborgarsvæðinu eru sagðir mestu skussarnir í að upplýsa um hrossaeign sína Ýsa var það, heillin 16 26–27 Það er mikilvægt að geta markað sér sérstöðu hér Heimsframleiðsla mjólkur var 811 milljarðar kílóa árið 2017 Bændablaðið sagði frá því í síðasta tölublaði að misbrestur væri á

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.