Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 2018 25 Rennandi vatn allt árið - í garðinum • Garðhanann þarf að setja upp á frostfríu svæði, 80cm niður í jörðina. • Allar leiðslur að honum verður að leggja undir frostlínu. • Við tæmingu á vatni úr Garðhananum, skal láta vatn renna út í jarðveg- inn. Hentugur jarðvegur í kringum vatnstæmingarboxið er möl sem tekur vel við vatni. • Áður en frosta-tími hefst skal snúa Garðhana lokanum í „closed” stöðu til að tæma leiðslur niður í frostfrítt svæði. • Á frost-tíma, eða ef frosthætta er, skal snúa Garðhana lokanum í „closed” stöðu eftir hverja notkun. Þessi aðferð gerir þér kleift að nota rennandi kranavatni í frosti - allan veturinn. • Til þess að afrennsli sé virkt, skal aftengja slöngur og aðra tengihluti sem geta komið í veg fyrir vatnstæmingu. Garð hani Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Sigurður Sæmundsson, hrossa- bóndi á Skeiðvöllum í Lands veit og fyrrum afreksknapi, hefur fylgst með hraðri framþróun íslenska gæðingsins síðastliðin 50 ár. Hann var gestur á Landsmóti hesta- manna. Hestakostur Íslendinga er sífellt að batna ef marka má kynbótadóma, sem eru á stöðugri uppleið. „Það sem við erum að sjá núna eru hestar sem eru að fá einkunnir fyrir byggingu upp á 8,60 – 8,70 og jafnvel yfir það. Slíkar tölur heyrði maður ekki fyrir 20 – 30 árum síðan. Svona rosalegar framfarir í ræktun meðal annars hvað byggingu varðar eiga sér að öllum líkindum nokkrar forsendur, marg- viss ræktun betur byggðra hrossa og svo ekki síður allt uppvaxtarferlið. Hestur sem er sýndur og fær 8,00 fyrir byggingu eða jafnvel undir því á vart orðið séns á að vera meðal þeirra efstu nema leggja að velli öll heimsmet hvað varðar hæfileikaeinkunn.“ Sigurður vonast til þess að betri gæði í ræktuninni eigi eftir að nýtast á fjölþættan hátt fyrir hinn almenna hestamann. „Hrossarækt þarf að ganga út á að búa til betri vöru. Ekki bara betri vöru til að hlaupa eftir kynbótabrautunum og keppnisvöllum heldur og vöru til almennrar notkunar. Þar þurfa kröfur tveggja hópa að fara saman. Annars vegar hópsins sem hefur gaman af keppni. Svo er það hinn, þessi venju- legi útreiðamaður. Hann þarf að hafa sitt pláss í hestinum í framtíðinni líka,“ segir Sigurður og bendir á tölur sem sýna að 85-95% allra hestamanna heyri undir hinn almenna útreiða- mann, 5-15% eru keppnisknapar. „Ræktunarstarfsemi dagsins þarf að beinast að þeirri framtíðarhugsjón að rækta bæði keppnis- og útreiðar- gæðing. Það er hins vegar ekki einfalt mál að framleiða þennan framtíðar- hest, þar er í mörg horn að líta t.d. hvað varðar geðslag og ganglag.“ Góðar útsendingar á kostnað áhorfenda í brekku Sigurður var ánægður með Landsmótið. „Hér er afbragðs að- staða fyrir mannfólk og veitingar um allt. Ég held að það eigi við um hestana líka. Hér eru hesthús fyrir alla og hægt að koma hrossum í skjól um leið og sýningar eru búnar.“ Hann telur tækniframfarir jákvæðar. „Nú eru veðrabrigði svo bændur þora ekki að fara mikið frá. En þeir geta gripið til útsendinganna sem eru frábærar. Ég hef aldrei séð svona góðar upptökur áður. Slík tækni hefur og á eftir að þróast mikið. En miðað við gæði útsending- anna þá gæti sá tími komið að ef leiðinlegt veður væri þá sæti fólk bara heima í stað þess að mæta á mót,“ segir Sigurður. /ghp Sigurður Sæmundsson var nýkominn af fræðslufyrirlestri um skeiðgenið í tjaldi Horses of Iceland þegar blaðamaður Bændablaðsins rakst á hann. Mynd / ghp RÆKTUN & SALA 896 1838 litlabrekka@litlabrekka.is Litla Brekka Horsebreeding Keppnishestabú ársins 2017 Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík - Sími 569-6000 - www.os.is Hefur þú kynnt þér Smávirkjanaverkefni Orkustofnunar? Smærri virkjanir geta verið lyftistöng fyrir bæði bændur og fleiri aðila Þær geta stuðlað að auknu orkuöryggi í landinu Geta verið svar við orkuskorti víða um land Geta tryggt vaxtarmöguleika í dreifðari byggðum landsins Kynntu þér málið á vef Orkustofnunar: https://orkustofnun.is/raforka/smavirkjanir/ Gestur á Landsmóti greinir framfarir í tækni og hrossarækt: Fallegri skepnur og skarpari útsendingar Ljósvaki frá Valstrýtu og Árni Björn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.