Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 2018 37 og breiðst út þaðan til annarra svæða í Suðaustur-Asíu. Í dag er plantan ræktuð til aldinframleiðslu víða um heim, meðal annars í Norður- Ameríku, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, víða í Suður-Asíu og Suður-Afríku. Talið er að eggaldinsplantan, sem ekki finnst villt í náttúrunni, sé ræktunarafbrigði, annaðhvort S. linnaeanum eða S. incanum, sem stundum kallast biturepli. Fylgjendur þess að eggaldinsplantan sé ræktunarafbrigði S. linnaeanum segja að sú planta sé upprunnin í norðanverðri Afríku og hafi náð útbreiðslu í löndunum við botn Miðjarðarhafsins og yfir til Asíu áður en ræktun hennar hófst þar og úr varð eggaldinsplanta. S. incanum vex villt við sunnanverða Saharaeyðimörkina og allt austur til Kína og talið að ræktun hennar hefjist í Suður- eða Austur-Asíu og að af henni þróist sú eggaldinsplanta sem við þekkjum í dag. Enn aðrir segja að hvorug þessara plantna sé forveri ræktaðra eggaldinsplantna og að hver hann sé eigi eftir að koma í ljós. Talið er að upphaflega hafi plantan verið ræktuð sem lækningajurt en ekki til matar. Eggaldinsplöntunnar er getið í indversku Ayurveda-riti frá því um hundrað árum fyrir upphaf okkar tímatals og þar er hún sögð lækningajurt. Til eru heimildir á sanskrít frá því um 300 fyrir Krist þar sem sagt er frá eggaldinum. Plöntunnar er víða getið í fornum kínverskum ritum, meðal annars riti sem kallast Tong Yue og var ritað ríflega hálfri öld fyrir Kristsburð. Þar segir meðal annars að umpotta skuli fræplöntum eggaldinsplantna á sumarsólstöðum. Ræktunarleiðbeiningar um eggaldinsplöntuna er að finna í kínverskum texta sem fjallar um ýmsar hliðar landbúnaðar. Textinn er frá árinu 544 eftir Krist og kallast Qimin Yaoshu. Í textanum segir að plantan sé með þyrnum og aldinið grænt, lítið og kúlulaga. Talið að Alexander mikli hafi haft með sér nokkur aldin heim til Grikklands eftir herför sína til Indlands en líklegt er að eggaldinsplantan hafi borist til Mið-Austurlanda með úlfaldalestum arabískra kaupmanna eftir Silkileiðinni á sjöttu öld. Til er arabískt landbúnaðarrit frá því á 12. öld þar sem meðal annars er sagt frá ræktum eggaldina. Ritið er kennt við Ibn Al-Awwam sem var Arabi búsettur í Andalúsíu og er það rit fyrirmynd margra seinni tíma ræktunarleiðbeininga á spænsku. Eggaldin naut vinsælda íbúa Napólí á Ítalíu á endurreisnartímanum, eða snemma á 13. öld. Þaðan barst aldinið til Þýskalands og voru Þjóðverjar fyrstir þjóða í Norður- Evrópu til að tileinka sér eggaldinsát. Eggaldin barst til Bretlandseyja frá Frakklandi og til Frakklands frá Spáni þangað sem Márar fluttu plöntuna með sér frá Norðvestur-Afríku. Eggaldin er fyrst nefnt á prenti á Englandi í grasafræðiriti John Geralde í lok 16. aldar. Þar segir meðal annars að plantan vaxi víða í Egyptalandi og að hún líkist en sé stærri en agúrka. Sagt er að plantan finnist í görðum í London og að hún hafi borið blóm en ekki aldin að einu óvenju hlýju sumri undanskildu þegar plantan þroskaði aldin sem var á stærð við gæsaregg. Spánverjar fluttu eggaldins- plöntur með sér til Nýja heimsins. Sagan segir að Thomas Jefferson, þriðji forseti Bandaríkja Norður- Ameríku, hafi haft með sér eggaldinsfræ heim eftir heimsókn hans til Evrópu snemma á 19. öld og hafið ræktun þeirra þar. S. melongena er á lista yfir plöntur sem treglega kviknar í. Plantan er því nokkurs konar eldvarnarplanta og gott að rækta hana á svæðum sem hætt er við bruna. Nafnaspeki Aldin eggaldinsplöntunnar ganga undir ýmsum nöfnum. Í Norður- Ameríku og Ástralíu kallast þau eggplant en aubergine á Bretlandseyjum, Þýskalandi, Frakklandi og Hollandi. Í Danmörku og Svíþjóð eru heitin ægplante, äggplanta og aubergine notuð. Í Suðurríkjum Bandaríkjanna kallast aldinið mad-apple eða galepli. Heitið aubergine er dregið portúgölsku kallast aldinið bringella og mun það heiti komið frá Indlandi, brinjal eða brinjaul, í gegnum Arabíu. Ættkvíslarheitið Solanum stendur fyrir náttskugga en tegundarheitið melongena á rætur í ítölsku, melanzane, og samanstend- ur af mela insane og þýðir epli og geðveiki eða sturlun. Mörg staðbundin heiti plöntunn- ar eru arabísk eða norður-afrísk að uppruna en minna er um gömul grísk og rómversk nöfn og bend- ir það til að Arabar hafi flutt hana með sér og kynnt í löndunum við Miðjarðarhaf. Íslenska heitið eggaldin er lík- lega hingað komið frá Danmörku eða Norður-Ameríku. Heitið eggplant eða eggaldin kemur fyrst fram árið 1763 og í tengslum við umfjöllun á afbrigði plöntunnar með hvítu egglaga aldini sem eru á stærð við hænuegg. Þjóðtrú og þjóðhættir Vegna ætternis var eggaldin lengi vel talið eitrað og reyndar bráðeitrað eins og margar plöntur innan Náttskuggaættarinnar. Eins og flestir vita eru eggaldin vel æt en aftur á móti geta blómin og blöðin valdið eitrun sé þeirra neytt í miklum mæli. Samkvæmt ítalskri þjóðtrú frá 13. öld átti eggaldinsát að valda geðveiki og samkvæmt sögum frá Egyptalandi á 19. öld er ofbeldi algengara hjá þeim sem þjást af geðsjúkdómum um uppskerutíma eggaldina og þegar mest er af þeim á markaði. Síðar, eftir að aldinið var tekið í sátt í Evrópu, var neysla þess sögð limstyrkjandi og lostavekjandi. Í Kína var húð aldinsins notað til að lita álnavöru dökka og til að sverta tennur og gera þær málmlitaðar. Þar eystra taldist kvenkostur að brúður kynni að minnsta kosti tólf eggaldinsuppskriftir á brúðkaupsdaginn. Á Tinder og öðrum sam-skipta- miðlum mun eggaldin vera emoji eða myndlíking fyrir vel fylltan karlmann. Ræktun Eggaldinsplöntur þrífast best við hitabeltisloftslag þar sem loftraki er hár. Auðvelt er að rækta eggaldin af fræi eða með græðlingum. Til að flýta spírun er gott að skola fræin í volgu vatni og leggja þau til þerris í tvo til þrjá daga. Eftir það má geyma fræið á köldum stað í nokkur ár. Halda skal mold sem eggaldinsfræjum er sáð í rakri án þess að hún sé rennandi blaut. Að öllu jöfnu tekur viku til tíu daga fyrir fræin að spíra. Plantan kýs eilítið súra mold, pH 5,5 til 7,0, og mikið að lífrænum efnum og að standa á björtum stað en ekki beinni sól. Hrátt eggaldin er 92% vatn, 6% kolvetni og 1% prótein og með lágt innihald næringarefna. Aldinið er því upplagt sem uppfyllingarfæða fyrir fólk í megrun. Eggaldin á Íslandi Á Kvennasíðu Vísis 6. september 1968 er að finna eftirfarandi um- fjöllun um eggaldin sem þá var nýj- ung á markaði hér. „Ef þið hafið rekizt á eggaldin í verzlunum nýlega furðar okkur ekki á því þótt þið hefðuð staðið ráðþrota frammi fyrir þessa óþekkta aldini hérlendis. Grænmeti hefur verið með fjölbreyttasta móti í verzlun- um. Utan eggaldinsins þá höfum við séð steinselju í ríkara mæli en áður, sömuleiðis nýjar asíur, sólselju og ýmislegt annað af grænmeti. Þetta er lofsvert og e. t. v. er nú sá tími að renna upp fyrir húsmæðurnar að þær geti haft aðgang að grænmeti allt árið og þá í úrvali. En víkjum nú að eggaldininu sem nefnist „eggplant“ á ensku og „aubergme“ á frönsku. Eggaldinið tilheyrir sömu plöntuætt og kartaflan og tómaturinn. Lögun þess og litur er breytilegur eftir tegundum, Aldinið getur verið aflangt eða egglaga, liturinn rauð- fjólublár, svartfjólublár, rauður, gulur og hvítur. Aldinið, sem sézt hefur hér í verzl- unum er dökkrauðfjólublátt. Aldinið hefur ofurlítið beiskt bragð en til þess að losna við það er hægt að strá salti yfir aldinið eftir að það hefur verið hlutað sundur. Eggaldinið er borðað steikt, ofnbakað og soðið í feiti en aldrei hrátt. Hér á eftir fara þrjár upp- skriftir að réttum úr eggaldini. Steikt eggaldin 1–2 eggaldin ca 1 tsk. salt 2–4 tómatar ca 2 matsk. hveiti ½ tsk. pipar 2–3 matsk. smjör steinselja Flysjið aldinið og skerið í sneiðar, stráið yfir salti og látið bíða í 15–20 mínútur. Þurrkið sneiðarnar vel og veltið upp úr hveiti og steikið í smjöri á pönnu. Setjið tómatana í eitt andar- tak í sjóðandi vatn og takið hýðið af. Skerið tómatana í báta og steikið. Leggið tómatana yfir eggaldin- skífurnar. Klippið steinselju yfir réttinn og berið hann á borð mjög heitan. Rétturinn er borinn fram sem grænmetisréttur ásamt fisk- eða kjötrétti. Hægt er að bera hann fram á franskbrauðssneiðum og þetta er góður réttur að kvöldi til með brauði. Ofnbakað eggaldin 1–2 eggaldin (ca 350 gr.) ca 1 tsk. salt 2–3 msk. hveiti 1½ dl þykkur súr rjómi 3 msk. rifinn ostur Flysjið aldinið og skerið í sneiðar, stráið yfir salti og látið bíða í 15–20 mínútur. Þurrkið sneiðarnar vel og veltið upp úr hveiti og steikið í smjöri á pönnu. Leggið sneiðarnar eina af annarri í smurt mót. Hellið rjómanum yfir og rifnum osti, setjið mótið á rist ofarlega í bakarofninn í 10–15 mín- útur eða þar til rétturinn hefur ljós- brúnan lit. Ofnhitinn er 225 gráður. Berið fram strax. Hægt er að skreyta réttinn með tómatbátum, steinselju eða sólselju og er hann þá borinn fram eins og steikt eggaldin. Eggaldin soðin í feiti 1 eggaldin ½ tsk. salt feiti Eggaldinið er flysjað, sneitt niður, stráð á það salti og látið bíða í 15–20 mínútur. Þurrkað vel og velt upp úr hveiti og soðið í feiti í feitipotti. Borið fram eitt sér eða með steiktum fiski eða kjötréttum. Að lokum er hér önnur uppskrift að steiktu eggaldini, ekki mjög frá- brugðin hinni fyrstu. Eggaldin sítrónusafi salt pipar ca 2 matsk. hveiti smjör 2–4 tómatar steinselja Það er hægt að nota kartöfluflysjar- ann til að flysja eggaldinið. Það er því næst skorið í þunnar sneiðar, sem settar eru andartak í vatn, sem sítrónusafa hefur verið blandað í og vökvinn er látinn renna vel af. Veltið sneiðunum í hveiti, salti og pipar. Brúnið sneiðarnar í smjöri á pönnunni. Takið þær upp og brúnið steinseljuna í smjöri, sem sítrónu- safi hefur verið settur í. Að lokum steikið þið tómatana og berið þá með. Þennan rétt er hægt að nota sem græn- meti með öðrum réttum eða sem rétt út af fyrir sig ásamt brauði.“ Heitið eggaldin er dregið af hvítu aldinafbrigði sem er á stærð við hænuegg. Þessi hnáta notar eggaldin sem hlustunaráhald líkt og stalla hennar sem starfar fyrir Íslensku auglýs- ingastofuna og hlustar eftir gæðum vökvunarvatns með agúrku. Kínversk teikning af eggaldinsplöntu frá því um 1200. Samkvæmt skilgreiningu grasafræðinnar er eggaldin ber en í almennu tali telst það grænmeti. arabískra kaupmanna eftir Silkileiðinni á sjöttu öld. Asíu eggaldinsdjásn. Kína er langstærsti framleiðandi eggaldina heiminum og framleiddi árið 2016 um 32 milljón tonn sem er um 62,7% heimsframleiðslunnar. Á samskiptamiðlum er eggaldin emoji eða myndlíking fyrir vel fylltan karlmann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.