Bændablaðið - 02.08.2018, Side 1
18 42
15. tölublað 2018 ▯ Fimmtudagur 2. ágúst ▯ Blað nr. 520 ▯ 24. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is
Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga:
Leggur fram hugmyndir um uppstokkun
á stuðningskerfi sauðfjárbænda
– Endurskoðun sauðfjársamnings flýtt en bændur leggja allt kapp á að ráðast í bráðaaðgerðir
Sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra hefur í samráði við
Bændasamtök Íslands (BÍ)
ákveðið að flýta viðræðum um
endurskoðun samnings um
starfsskilyrði sauðfjárræktar og
skipa samninganefndir á vegum
ríkisins og bænda. Í kjölfarið
hefjast viðræður um endurskoðun
samningsins í stað þess að fara
fram árið 2019 líkt og áður var
ráðgert.
Viðræður aðila munu fara
fram á grunni þeirra tillagna sem
samráðshópurinn hefur skilað til
ráðherra. Þá munu Bændasamtök
Íslands í komandi viðræðum leggja
áherslu á ályktanir Búnaðarþings og
tillögur aðalfundar Landssamtaka
sauðfjárbænda. Að sama skapi
munu stjórnvöld m.a. leggja áherslu
á þær aðgerðir sem kveðið er á um
í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.
Stefnt er að því að ljúka heildar-
endurskoðun samningsins síðar á
þessu ári.
Bændur hafa nú þegar tilnefnt sitt
fólk í samninganefnd en frestur til
þess rann út 1. ágúst. Fulltrúar þeirra
verða Sindri Sigurgeirsson, formaður
BÍ, Oddný Steina Valsdóttir, formaður
Landssamtaka sauðfjárbænda
og Einar Ófeigur Björnsson,
stjórnarmaður í BÍ. Ekki liggur fyrir
hverjir muni sitja í samninganefndinni
fyrir hönd ríkisins en heimildir úr
atvinnuvegaráðuneytinu herma að
það verði tilkynnt fljótlega eftir
verslunarmannahelgi.
Aðgerðir í fimm liðum
Í skýrslu samráðshóps um
endurskoðun búvörusamninga koma
fram aðgerðatillögur í fimm liðum
sem eiga að stuðla að jafnvægi milli
framleiðslu og sölu haustið 2019.
Þær eru að innleiða fækkunar-
hvata sem felast í útleið fyrir bændur
67 ára og eldri, frysta gæðastýringar-
greiðslur til að draga úr framleiðslu,
lækka ásetnings hlutfall úr 0,7 í 0,5,
að bændum
bjóðist þátttaka í
þróunarverkefni
sem felist í
ráðgjöf til þeirra
við skipulag
búreksturs og
landnotkunar
og að stofnaður
verði stöðug-
leika sjóður sem
stjórntæki til að
jafna út sveiflur á mörkuðum.
Þá koma einnig fram róttækar
hugmyndir um breytingar á
stuðningskerfi sauðfjárbænda. Þær
byggja m.a. á því að opna kerfið meira
og að bændur fái frelsi til að nýta
stuðninginn til fjölbreyttari starfsemi.
Í stað ærgilda og gæðastýringar verði
komið á nýju fyrirkomulagi sem
myndi horfa til þeirra fjármuna sem
hvert bú eða framleiðandi hafi fengið
á undanförnum tveimur til þremur
árum á grundvelli þessara tveggja
stuðningskerfa. Á þeim grunni yrði
til nýr réttur,
s v o k a l l a ð u r
búsetu grunnur.
S a m r á ð s -
hópurinn telur
mikilvægt að ná
fram uppstokkun
og einföldun á
stuðningi ríkisins
og skapa meiri
samstöðu meðal
sauðfjárbænda.
Oddný Steina Valsdóttir, formaður
LS, segist leggja áherslu á að farið
verði í bráðaaðgerðir fyrir haustið og
að samninganefndin hittist sem allra
fyrst til að komast að samkomulagi
um aðgerðir. „Í meginatriðum snúast
aðgerðirnar um að ná jafnvægi
milli framleiðslu og eftirspurnar.
Hugmyndir um búsetugrunn
vekja spurningar um markmið
búvörusamninganna, t.d. hvort
þeir eigi að vera byggðastuðningur
einvörðungu eða hvort meginhlutverk
þeirra verði áfram að styðja við
matvælaframleiðslu og landbúnað,“
segir Oddný. Hún telur að það þurfi
að vera í forgangi að koma þeim
bráðaaðgerðum sem Landssamtök
sauðfjárbænda hafi talað fyrir
til framkvæmda sem fyrst og að
breytingar á rekstrarumhverfi
afurðastöðva myndu styðja greinina
til framtíðar.
Kristján Þór Júlíusson sjávar-
útvegs- og landbúnaðar ráðherra
sagði í aðsendri grein, sem birt
var í Morgunblaðinu og á bbl.is
fyrr í vikunni, að hann bindi vonir
við að endurskoðun samnings
um starfsskilyrði sauðfjárræktar
muni marka nýja og bjartari tíma
í greininni. Hann sagði stjórnvöld
leggja áherslu á að innleiða sérstaka
aðlögunarsamninga um nýja
starfsemi til sveita. „Með þeim verði
horfið frá núverandi kerfi þar sem
stuðningur við bændur er fastbundinn
við ákveðið kerfi sem skilyrðir hann
við ákveðna framleiðslu,“ sagði
Kristján Þór. /TB, BR
Minna grillað
í vætutíðinni
Votviðrið í sumar hefur reynst
grilláhugafólki hin mesta þraut.
Í samtali við söluaðila á grillkjöti
kemur fram að veðrið hafi víða
sett strik í reikninginn og salan
sé misjöfn eftir landshlutum.
Jafnvel hafi menn kastað inn
grillsvuntunni og gert sér að góðu
að sjóða bjúgu.
Guðmundur Ágústsson, sölustjóri
Norðlenska, segir sölu á grillkjöti
vissulega vera minni en oft áður,
en hamborgarasala sé aftur á móti
með mesta móti, hvort sem það sé
til vitnisburðar um veðrið eða ekki.
Greinilegustu merki samdráttar eru
vegna þess að fólk einfaldlega fer
frekar af landinu þegar veðrið er ekki
ákjósanlegt. Hann sé þó bjartsýnn
á að tækifæri muni skapast fyrir
grillveislur um allt land þegar líður
á sumarið.
Steinþór Skúlason, forstjóri SS,
tekur í sama streng, salan sé mismikil
eftir landsvæðum. Breytingin sé þó
ekki mikil á milli ára. Hann sjái þó
aukningu í vöruflokkum sem seljist
frekar yfir vetrarmánuðina, eins og
bjúgum.
Einar Long hjá Grillbúðinni segir
að sumarið hafi farið vel af stað. Hins
vegar sé heldur rólegra í júlí en fyrir
ári síðan af augljósum ástæðum. /BR
12
Sjá nánar á bls. 24–25. Mynd / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir