Bændablaðið - 02.08.2018, Síða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. ágúst 20182
FRÉTTIR
Útflutningur á heyi til Noregs:
Norðmenn gefa út
skilyrði til innflutnings
Norska matvælastofnunin
(Mattilsynet) hefur gefið út lista
yfir svæði á Íslandi sem flytja
má heyfeng af til Noregs. Listinn
byggir á áhættumati sem Mat-
væla stofnun Noregs lét gera vegna
mikilla þurrka þar í landi.
Skilyrði til útflutnings eru að
garnaveiki og riða hafi ekki greinst
á bæjum á svæðinu síðustu 10 árin.
Íslandi er skipt upp í varnarhólf
til að varna útbreiðslu sjúkdóma í
búfénaði. Mörg hólf uppfylla ekki
skilyrði til útflutnings. Þau hólf sem
flytja má af eru 14 talsins:
Snæfellshólf, Dalahólf, Vest-
fjarðahólf eystra, Vestfjarðahólf
vestra, Miðfjarðar hólf, Grímsey,
Austfjarðar hólf, Öræfahólf,
Eyjafjalla- og Vestur-Skaftafells-
sýslu hólf, Biskupstungnahólf,
Grímsnes- og Laugardalshólf auk
Vestmannaeyja.
Telja litla áhættu felast í
heyinnflutningi frá Íslandi
Matvælastofnunin í Noregi telur að
lítil áhætta teljist að flytja inn hey
frá þessum svæðum á Íslandi, en
að áhættan sé mun meiri ef flytja á
hey frá Bandaríkjunum og Kanada.
Matvælastofnun hefur ekki getað
svarað því hvað réði því hvar línan
var mörkuð, en stofnunin sé að vinna
að þessum málum í samstarfi við
Norsku matvælastofnunina.
Áður var talað um að tún þyrftu
að vera friðuð frá beit í vissan tíma
en nú er horfið frá því ákvæði.
Samkvæmt þessum tilmælum virðist
einnig vera í lagi að selja hey af
túnum sem hafa fengið búfjáráburð.
Edmund Skoie er staddur hér
á landi til að vinna í að koma
þessum viðskiptum á koppinn.
Hann telur að orðalagi í tilmælunum
verði líklega breytt á þann veg að
bændur megi kaupa hey af bæjum
sem hafa verið sjúkdómalausir í
10 ár. Sjúkdómastaða Íslands sé
mun betri en í öðrum ríkjum sem
hægt sé að flytja hey frá, eins
og Bandaríkjunum og Kanada.
Edmund segist hafa mætt mjög
jákvæðu viðhorfi meðal bænda á
Norðurlandi og hann vonast eftir að
viðskiptin verði að veruleika.
/BR
Kaup og sala jarða á Íslandi:
Umræðan snýst ekki aðeins um bújarðir
Haukur Arnþórsson, stjórn-
sýslufræðingur hjá Reykjavíkur-
Akademíunni, segist ekki vilja
einangra umræðuna við viðskipti
með bújarðir, heldur almennt við
kaup og sölu á landi.
Hafa þurfi í huga að aðeins
fjórðungur landsins sé ræktanlegur,
eignarhald á landi sem ekki sé
ræktanlegt skipti miklu máli. Hann
segir að fullt viðskiptafrelsi með
land tíðkist ekki í nágrannaríkjunum.
Land hafi svo einstaka og sterka
stöðu efnahagslega og pólitískt
að óhjákvæmilegt sé að ríkið setji
viðskiptum með það skorður. Hann
segir að málið teygi sig aftur til ársins
2004 þegar ný jarða- og ábúðarlög
voru sett. Þar með hafi auðmenn á
EES-svæðinu, þar með talið Íslandi,
fengið frítt spil og jarðaverð tekið
að hækka.
Haukur telur það óhjákvæmilegt
að bændur eigi jarðir sínar. Þeir
hafi barist fyrir því um aldir gegn
lénsherrum, kóngum og kirkjunni
og haft betur. Nú stafi hættan ekki
af kóngum (ríkinu) eða kirkjunni,
heldur af auðmönnum og félögum
þeirra. Leiga jarða muni hækka í takt
við verð þeirra og gæti hún orðið
afar há. Hún gæti orðið svo há að
ný landnýting kæmi til skjalanna.
Þetta sé í takt við markaðslögmálin;
leigufélögin á húsnæði í Reykjavík
segi, „við hækkum leiguna af því að
við getum það“.
Forkaupsréttur sveitarfélaga
ein leið
Takmarkanir á eignarhaldi brjóta ekki
í bága við reglur EES að mati Hauks
ef þær ná til allra íbúa svæðisins.
Hann segir að hægt sé að setja skilyrði
fyrir sölu, kaupum og nýtingu eins
lengi og slík ákvæði séu málefnaleg
og standist réttmætissjónarmið. Slíkt
tíðkist í nágrannaríkjunum. Hvaða
leiðir séu færar í því samhengi þurfi
að hugsa vandlega. Markmið þeirrar
vinnu sé að tryggja lágt verð á landi
og einstaklingseign bænda og íbúa í
samfélaginu og hindra að hátt verð
magni upp leigu og landnýtingu í
þágu auðs. Meðal þess sem hægt sé
að gera sé að koma á forkaupsrétti
sveitarfélaga eins og nefnt hafi
verið en hann dugi þó ekki einn og
sér. Viðskiptafrelsið hafi slík áhrif
á jarðaverð að sveitarfélög utan
höfuðborgarsvæðisins séu ekki í
stakk búin til að kaupa.
Áhrifin sums staðar jákvæð
Guðmundur Wiium, formaður
veiðifélags Selár, segir að jarðakaup
í Vopnafirði hafi komið í veg fyrir
að jarðir hafi lagst í eyði og að
búskap hafi sums staðar verið
viðhaldið og jafnvel byggður upp
með kvótakaupum og fleiru. Hann
segir að dæmi séu um að skuldugir
bændur hafi getað selt jörð sína og
komið undir sig fótunum annars
staðar, þar sem ekkert hafi verið fram
undan annað en yfirtaka banka með
tilheyrandi raski á búsetu.
Hann segir það áhyggjuefni að
bændum skuli ekki takast að viðhalda
búsetu með þeim hætti að erfingjar
taki við búrekstri. Hins vegar sé það
betri kostur að jarðirnar séu keyptar
og búsetu viðhaldið þar með.
/BR
Móta umhverfisstefnu
landbúnaðarins
Á síðasta búnaðarþingi var
ályktað á þá leið að greina
stöðu umhverfismála í íslensk-
um landbúnaði og setja í fram-
haldinu markmiðssetta stefnu í
umhverfismálum til næstu ára.
Nýlega skipaði stjórn Bænda -
samtakanna nefnd sem hefur það
hlutverk að vinna að umhverfis-
stefnunni.
Samþykkt var samhljóða að
skipa Ingvar Björnsson, fyrrum
ráðunaut og bónda á Hólabaki,
sem formann nefndarinnar og
með honum þau Katrínu Maríu
Andrésdóttur, framkvæmdastjóra
Sambands garðyrkjubænda, Margréti
Gísladóttur, framkvæmdastjóra
Landssambands kúabænda,
Unnstein Snorra Snorrason,
framkvæmdastjóra Landssamtaka
sauðfjárbænda og Hlyn Gauta
Sigurðsson, framkvæmdastjóra
Landssamtaka skógarbænda.
Umhverfisstefnunni er ætlað að
verða leiðarljós einstakra bænda og
búgreina sem og landbúnaðarins alls
í umhverfismálum. Henni er ætlað
að verða mikilvægt verkfæri við
endurskoðun búvörusamninga og
við gerð framtíðarsamninga ríkis
og bænda.
Umhverfisstefna landbúnaðarins
mun meðal annars taka á
kolefnislosun frá landbúnaði, losun
frá ræktunarlandi búpenings og
orkunotkunar, landnýtingu, skógrækt
og landgræðslu. /TB
Haukur Arnþórsson stjórnsýslu-
fræðingur telur það óhjákvæmilegt
barist fyrir því um aldir. Mynd / BR
Matfugl stækkar
kjúklingabú
„Við erum að horfa til framtíðar,“
segir Sveinn V. Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Matfugls, en félagið
áformar að stækka kjúklingabú sitt
að Hurðarbaki í Hvalfjarðarsveit.
Þar eru nú um það bil 80 þúsund
eldisrými, en hugmyndir Matfugls
ganga út á stækkun upp í um 190
þúsund eldisrými.
Sveinn segir að unnið sé að
umhverfismati vegna stækkun-
arinnar, frummatsskýrsla sé tilbúin
og er hún þessar vikurnar í kynningu.
„Þetta tekur allt sinn tíma, en við
stefnum á að hefjast handa á næsta
ári, gætum líkast til byrjað næsta
vor,“ segir hann. „Þetta kostar
allt umtalsverða fjármuni,“ segir
Sveinn spurður út í kostnað við
framkvæmdirnar.
Söluaukning og ágætis
jafnvægi í greininni
Til stendur að byggja fjögur ný hús að
Hurðarbaki þar sem Matfugl er með
sína starfsemi, um 1.800 fermetrar
hvert um sig. Núverandi starfsemi fer
fram í tveimur 2.500 fermetra húsum.
„Það hefur undanfarin ár verið
aukning í sölu og ágætis jafnvægi
í greininni, framleiðsla og sala hafa
haldist vel í hendur. Við erum með
þessum stækkunaráformum að horfa
fram í tímann. Fyrirtækið hefur
stækkað umtalsvert undanfarinn
áratug og við sjáum fram á að svo
verði áfram þegar horft er til næstu
tíu ára,“ segir Sveinn. /MÞÞ
Framleiðsla og sala á fuglakjöti er í
vexti. Mynd / BBL
Bændur í Noregi leita allra leiða til að verða sér úti um heyfeng fyrir veturinn.
á dögunum í þeim erindagjörðum að ræða viðskipti. Mynd / Úr einkasafni
Íslandi er skipt upp í varnarhólf til
að varna útbreiðslu búfjársjúkdóma.
Norðmenn vilja ekki hey af svæðum
þar sem hefur greinst riða eða
garnaveiki á síðustu 10 árum.
Úttekt ráðgjafarfyrirtækisins KPMG:
Fækka þarf sláturhúsum
og minnka framleiðslu
Skýrsla KPMG um úttekt á afurða-
stöðvum í sauðfjárframleiðslu leiðir
í ljós að arðsemi afurðastöðva er
óásættanleg. Margt bendir til þess
að fjöldi sláturhúsa sé of mikill og
að fækka þurfi sláturhúsum til að
auka hagræði í greininni og minnka
framleiðslumagn kindakjöts að
mati skýrsluhöfunda.
Atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytið samdi við fyrirtækið
um að gera úttekt á virðiskeðju
afurðastöðva en tilgangurinn var að
greina kostnað við slátrun, sölu og
dreifingu sauðfjárafurða. Í kjölfarið
mætti finna leiðir til að lækka
sláturkostnað og auka hagræðingu.
Ætlunin er að nýta niðurstöðurnar
við endurskoðun samnings um
starfsskilyrði sauðfjárræktar sem nú
er fram undan.
Hvar er hægt að hagræða?
Í skýrslunni er leitast við að svara
spurningum um mögulega hagræðingu
í virðiskeðju sauðfjárframleiðslunnar.
M.a. er spurt hvort sláturhús séu of
mörg og hægt að bæta nýtingu þeirra
og hvort skipulagning slátrunar sé
nægilega góð.
Tilraunir til þess að meta
sláturkostnað virðast ekki hafa
skilað ábyggilegum niðurstöðum
því í skýrslunni kemur fram að
hann sé á bilinu 150 krónur til 350
krónur á hvert kíló. Oddný Steina
Valsdóttir, formaður Landssamtaka
sauðfjárbænda, segir að það séu
vonbrigði. „Við hefðum viljað sjá
betri og nákvæmari útreikninga
á verðmyndunarferli frá bónda
til neytenda en þar er mörgum
spurningum ósvarað. Að öðru leyti
er hægt að taka undir þær meginlínur
sem koma fram í skýrslunni um
að hægt sé að ná hagræðingu í
afurðastöðvageiranum. Það rímar
ágætlega við það sem við höfum
haldið fram.“
Fjallað er um það í skýrslunni
hvort ávinningur gæti verið að því að
hafa sölu og dreifingu sauðfjárafurða
frá öllum afurðastöðvum á einni
hendi. Allir sláturleyfishafar nema
tveir telja að slík samvinna í sölu og
dreifingu mundi skila ávinningi, en
breyta þyrfti lögum til að það gæti
orðið að veruleika. Ráðgjafar KPMG
telja að samkeppni á þessum enda
virðiskeðjunnar sé líklega að skila
ávinningi til neytenda í dag og hún
virðist nokkuð virk.
Borgar sig að flytja út kjöt?
Í skýrslunni segir að ekki hafi
verið færð sannfærandi rök
fyrir því að til séu markaðir þar
sem hægt væri að selja íslenskt
lambakjöt sem munaðarvöru á
hærra verði en almennt gerist á
heimsmarkaði. Svavar Halldórsson,
framkvæmdastjóri Icelandic Lamb,
segir að víða séu góðir markaðir
fyrir íslenskt lambakjöt. Mikilvægt
sé að standa vel að markaðssetningu.
„Við höfum dæmi eins og Whole
Foods og útflutning til Japans þar
sem kaupendur eru tilbúnir að greiða
hátt verð fyrir íslenskt lambakjöt.“
Svavar leggur líka áherslu á að það
verði að gæta þess þegar talað er
um meðaltalsverð að sumt af því
sem flutt er út eru ódýrir bitar sem
ekki seljast hér á landi. „ Fyrir hvern
hrygg sem er framleiddur verða líka
til slög og frampartar sem þarf að
koma í verð.“
Ágúst Torfi Hauksson, fram-
kvæmdastjóri Norðlenska og
stjórnarformaður Landssamtaka
sláturleyfishafa, segir að ekki hafi
verið fjallað formlega um skýrslu
KPMG á vettvangi sláturleyfishafa.
„Skýrslan er um margt áhugaverð
en það er kannski ekki margt sem
kemur á óvart. Vil þó nefna eitt sem
kemur á óvart og ég tel líklegt að sé
einhverskonar misskilningur, t.d. ólík
framsetning á gögnum, en það er hve
mikill munur er á sláturkostnaði, hæsta
og lægsta. Mér finnst ólíklegt að þarna
sé verið að bera saman sambærilega
hluti og að munurinn sé jafn mikill
í raun og þarna er sett fram.“ Ágúst
Torfi telur að við núverandi aðstæður
sér æskilegt að draga úr framleiðslu
og þar með útflutningi. „Afkoma af
útflutningi er óviðunandi og í raun
engin. Við þær aðstæður er eðlilegast
að minnka framleiðslu og draga úr
útflutningi samhliða.“
Skýrslu KPMG er hægt að nálgast
í heild sinni á bbl.is. /TB
Kápumynd skýrslu KPMG.
Kornþresking. Mynd / Odd Stefán