Bændablaðið - 02.08.2018, Page 8

Bændablaðið - 02.08.2018, Page 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. ágúst 20188 FRÉTTIR Fóðurverksmiðjan Laxá framleiðir fiskeldisfóður: Framleiðslan hefur aukist úr fimm þúsund tonnum í tíu – Gert ráð fyrir að afkastagetan verði fullnýtt í náinni framtíð „Við eigum von á að landeldi á Íslandi muni vaxa á næstu árum og sjáum fram á að fullnýta afkastagetu verksmiðjunnar, sem er um 20 þúsund tonn á næstu 5 til 10 árum,“ segir Gunnar Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fóðurverksmiðjunnar Laxár, sem staðsett er við Krossanes á Akureyri. Undanfarin ár hefur verksmiðjan framleitt um 10 þúsund tonn af fiskafóðri, en áhersla er lögð á fóður fyrir bleikju, lax, Sole flatfisk og seiðaeldi sem alið er í landeldisstöðvum, auk þess sem í verksmiðjunni er framleitt fiskafóður fyrir regnbogasilung í sjóeldi. Öll framleiðslan fer á innanlandsmarkað og lögð er rík áhersla á gæði vörunnar. Jákvæð áhrif á byggðalögin Gunnar Örn segir að mikil umskipti hafi orðið á liðnum áratug, en fyrir 10 árum var framleiðsla verksmiðjunnar helmingi minni en nú hin síðari ár, um 5 þúsund tonn. „Það hefur mikil uppbygging átt sér stað í fiskeldinu, einkum á svæðum þar sem tækifæri til annarrar atvinnuuppbyggingar eru af skornum skammti. Það hefur haft mjög jákvæð áhrif á byggðalögin, þar er nú kraftmikið atvinnulíf eins og á suðurfjörðum Vestfjarða og á sunnanverðum Austfjörðum þar sem mikil umskipti hafa orðið. Þessi vöxtur gerir svo að verkum að meira er um að vera hjá okkur,“ segir Gunnar Örn, en alls starfa 9 manns hjá Laxá og nam velta félagsins tæpum 2 milljörðum króna. Starfsemi er í gangi í verksmiðjunni í 12 tíma yfir veturinn en þegar framleiðslan er mest síðsumars og fram á haust er hún keyrð á tveimur 8 tíma vöktum á sólarhring. Síldarvinnslan í Neskaupstað á stærstan hluta í Laxá, eða 67%, Akureyrarbær 21% og Tækifæri og fleiri aðilar eiga 12%. Sjáum hver þróunin í greininni verður „Reksturinn hefur gengið vel undanfarin ár og helst þar í hendur við hraða uppbyggingu í fiskeldi hér á landi. Við framleiðum helmingi meira magn núna en við gerðum fyrir 10 árum og sjáum fram á að á næsta áratug munum við fullnýta alla okkar framleiðslugetu, fara upp í um 20 þúsund tonn á ári,“ segir Gunnar Örn. Verkmiðjan sé vissulega komin til ára sinna, en tæki og búnaður góð og standi fyrir sínu. Engin áform séu á þessu stigi um fjárfrekar framkvæmdir við að reisa nýja verksmiðju, staðan er sú að með núverandi tækjabúnaði verksmiðjunnar er einungis hægt að framleiða fiskeldisfóður fyrir landeldið, ekki hið fituríka fóður sem þarf fyrir laxeldi í sjókvíum. Til að framleiða fituríkt fóður fyrir laxeldi í sjó þyrfi að ráðast í 400 milljón króna fjárfestingu í verksmiðjunni. Gunnar segir að laus afkastageta hennar yrði lengi að greiða þá fjárfestingu niður. „Við stöndum á hliðarlínunni ef svo má segja, ætlum að sjá hverju fram vindur, hver þróunin verður og að meiri stöðugleiki skapist í atvinnugreininni áður en við tökum ákvörðun um miklar fjárfestingar í nýrri verksmiðju,“ segir hann. Aukin repjuræktun spennandi möguleiki Öll framleiðsla Laxár fer á innanlandsmarkaði, í samkeppni við Fóðurblönduna sem framleiðir um 2 þúsund tonn og innflutt fiskafóður sem er um 18 þúsund tonn. „Hjá okkur er rík áhersla lögð á gæðin, við nýtum einungis gæðahráefni í okkar fóður sem eru náttúruleg og án erfðabreytinga. Yfir helmingur af hráefninu er innlent fiskimjöl og lýsi, en í okkar framleiðslu er mun hærra hlutfall af bæði fiskimjöli og lýsi en í innfluttu fóðri. Með því að nýta innlent hráefni er kolefnissporið einnig minna. Við sjáum mjög spennandi möguleika vera að skapast með aukinni repjuræktun hér á landi sem vel nýtist í fiskafóður á móti lýsi og að hluta á móti fiskimjöli, þannig að það er margt áhugavert að gerast í þessum geira atvinnulífsins,“ segir Gunnar Örn. /MÞÞ Fjölgun ferðamanna: Aukin þörf fyrir menntaða leiðsögumenn Út er komin greinargerð um menntun og starfsundirbúning leiðsögumanna. Í greinargerðinni segir meðal annars að fjölgun ferðamanna á Íslandi auki þörfina fyrir sérmenntað og hæft starfsfólk til að annast móttöku og þjónustu við ferðamenn. Greinargerðin er unnin af starfshópi Leiðsagnar – félagi leiðsögumanna. Fram kemur í greinargerðinni að leiðsögumenn sinna fjölbreyttum verkefnum, allt frá almennri leiðsögn í hópferðabílum, á viðkomustöðum ferðamanna og í gönguferðum, yfir í margvíslega afþreyingarleiðsögn, svo sem við flúðasiglingar, hvalaskoðun, jöklaferðir og siglingar á sjó og vötnum, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur sívaxandi áhersla á ferðir yfir vetrartímann sett sitt mark á starfið. Samkvæmt því sem segir í skýrslunni er meginmarkmið náms og kennslu í leiðsögn að gera nemendur hæfa til að sinna starfi leiðsögumanns og þjálfa verklega færni sem nýtist þeim í starfi. Námið þarf að standast þær kröfur sem ferðaþjónustan og þjóðfélagið allt gerir á hverjum tíma til starfs leiðsögumanna, ekki síst í ljósi hraðfara breytinga í starfsgreininni, og að fagmennska sé þar ætíð í fyrirrúmi. Í ályktun í lok greinargerðarinnar er meðal annars lagt til að hafnar verði viðræður hið fyrsta við Samtök ferðaþjónustunnar um þær kröfur sem gera á um störf og starfsundirbúning þeirra sem starfa við leiðsögn ferðamanna hér á landi og hvernig þær birtist í gæðakerfinu Vakanum. /VH Gunnar Örn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Fóðurverksmiðjunnar Laxár. Fóðurverksmiðjan Laxá er staðsett á athafnasvæðinu við Krossanes á Akureyri. Myndir / Laxá Jarðræktarmiðstöð LbhÍ flutt að Hvanneyri: Starfsemin verður efld Jarðræktarmiðstöð Land bún- aðar háskóla Íslands hefur verið formlega opnuð á Hvanneyri. Jarð ræktar miðstöðin var áður staðsett á Korpu í Reykjavík en í sumar var starfsemin flutt að Hvanneyri. Til stendur að efla starfsemi miðstöðvarinnar með flutningunum. Sæmundur Sveinsson, rektor á Hvanneyri, segir færslu Jarð ræktar- mið stöðvarinnar að Hvanneyri jákvæða. „Atvinnudeild Háskólans sem var undanfari RALA fékk 18 hektara land úr jörðinni Korpúlfs- stöðum í Mosfellssveit árið 1960 og þar hafa því verið stundaðar jarðræktartilraunir í tæp 60 ár. Jarðræktarmiðstöðin er komin með nýjan tækjakost, tilrauna- eða reitasláttuvél, sem þarf meira rými til að gagnast sem skyldi og það er nóg af landi á Hvanneyri. Aðrir kostir sem fylgja því að flytja miðstöðina að Hvanneyri eru meiri tengsl við nemendur og skólann og svo ýmis samlegðaráhrif af Jarðræktarmiðstöðinni og Hvanneyrarbúinu,“ segir Sæmundur. Ýmsar tilraunir í gangi Meðal tilrauna sem nú eru stundaðar hjá Jarðræktarmiðstöðinni að Hvanneyri eru yrkjaprófanir í kornrækt og yrkjaprófanir með grös. Einnig er sláttutímatilraun með vallarfoxgras og tilraunir með ræktun á grænfóðri. Tilraunasáðvél Sæmundur segir að til standi að efla starfsemi Jarðræktarmiðstöðvarinnar í framhaldi á flutningnum. „Hugmyndin er að kaupa tilraunasáðvél fljótlega og hefja í framhaldi af því auknar tilraunir með sáningar. Allt þetta þýðir að hin víðfeðmu landsvæði Hvanneyrar verða í stórauknum mæli notuð undir tilraunir.“ Hugsanlega útivistarsvæði við Korpu Að sögn Sæmundar er ekki enn búið að taka ákvörðun um hvernig Korpulandið verði nytjað í framtíðinni eða hvort því verði skilað. „Ríkið á stærsta hluta landsins og hugsanlega Reykjavíkurborg hluta þess. Ég veit að það er búið að skipuleggja áframhald á Korputorgi á hluta landsins en einnig eru uppi hugmyndir um grænt svæði með golfvelli og laxveiðiá á öðrum hluta þess,“ segir Sæmundur Sveinsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. /VH Mynd / Jarðræktarrannsóknir LbhÍ. Sæmundur Sveinsson, rektor LbhÍ.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.