Bændablaðið - 02.08.2018, Síða 11

Bændablaðið - 02.08.2018, Síða 11
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. ágúst 2018 11 Fyrirtækið „Býlið okkar“ auglýsir jurtamjólk án búvörusamninga: Í fullri samkeppni á mjólkurvörumarkaði – Hét áður Kú Mjólkurbú og er í eigu Ölgerðarinnar. Framleiða áfram osta og sýrðan rjóma úr íslenskri kúamjólk Fyrirtækið Býlið okkar ehf. setti nýverið á markað jurtamjólkina Heiðu og hefur farið fyrir brjóstið á mörgum að fyrirtækið auglýsi vöruna án búvörusamninga og með stutt kolefnisfótspor. Guðni Þór Sigurjónsson, fram- kvæmda stjóri Býlisins okkar, segir að um 90% af drykknum sé íslenskt vatn og hluti af umbúðunum framleiddur úr endurnýjanlegum hráefnum úr plönturíkinu og því standi þeir fyllilega við markaðssetningu á vörunni. Það geri þeir þrátt fyrir að hluti hráefnisins, möndlur og hafrar, komi um þó nokkurn veg og sé að öllum líkindum ríkisstyrkt af einhverju tagi í því landi sem það kemur frá. Hét áður Kú Býlið okkar ehf., hét áður Kú Mjólkurbú en nafninu var breytt um mitt ár 2017 eftir að Ölgerðin keypti fyrirtækið. Það hefur aðsetur í Kópavogi og framleiðir áðurnefnda jurtamjólk en líka osta og fleiri mjólkurvörur undir merkjum Kú. Einnig framleiðir fyrirtækið sérmerktar vörur fyrir Bónus, s.s. AB-mjólk og sýrðan rjóma. Kúamjólkin sem notuð er í framleiðslunni er öll íslensk og keypt í lausu máli af Auðhumlu. „Býlið framleiðir, flytur inn, selur og dreifir gæðavörum úr hráefnum sem hægt er að rekja beint til býlis. Býlið leggur sig fram um að hafa á boðstólum gæðavörur og setur neytandann í fyrsta sætið, ekki kerfið. Kú tekur þátt í fullri samkeppni á mjólkurvörumarkaðnum með hágæðavörur og er ekki á spenanum. Býlið leggur á borð fyrir framtíðina og því má vænta frekari fregna á næstu mánuðum af nýjum vörum,“ segir Guðni Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Býlisins okkar. Innflutt þykkni og 90% vatn Heiða er nýkomin á markað í helstu verslunum landsins og viðtökurnar hafa verið mjög góðar, að sögn Guðna Þórs. „Heiða er fersk og bragðgóð jurtamjólk og því algjörlega einstök á þessum markaði enda hefur hingað til aðeins verið boðið upp á G-vörur sem hafa lakari bragðgæði. Umhverfislega er sömu sögu að segja, Heiða ber höfuð og herðar yfir samkeppnina þar sem Býlið flytur inn þykkni og um 90% af drykknum er íslenskt vatn. Umbúðirnar, sem eru úr náttúrulegum brúnpappa, eru fluttar inn samþjappaðar og er því ekki verið að flytja vökva né loft á milli landa. Þessu til viðbótar má benda á að tapparnir eru framleiddir úr endurnýjanlegum hráefnum úr plönturíkinu,“ útskýrir Guðni Þór og bætir við: „Heiða er ekki niðurgreidd og styrkt í gegnum búvörusamninga eins og hefðbundnar mjólkurvörur á Íslandi. Býlið flytur inn hafraþykknið frá Hollandi og hafrarnir eru meðal annars ræktaðir þar. Samsetning jurtamjólkurinnar er þannig að um 90% af haframjólkinni er íslenskt vatn, en í 1 lítra af jurtamjólk þarf um það bil 0,1 kg af hafraþykkni. Í 1 lítra af kúamjólk þarf hins vegar umtalsvert meira af kjarnfóðri ef marka má upplýsingar á vef Búnaðarsambands Suðurlands, en þar er talað um allt að 450 grömm í 1 lítra. Það nægir því í raun að horfa eingöngu til flutnings á þessum tveimur þáttum við að það blasi við að jurtamjólkin Heiða hefur mun minna kolefnisspor en hefðbundin kúamjólk og einnig önnur jurtamjólk.“ /ehg og TB „Heiða er bragðgóður valkostur fyrir þá sem vilja drekka og borða meira úr jurtaríkinu“, segir á vef Heiðu, www.heiða.is. LANDBÚNAÐARSÝNING OG BÆNDAHÁTÍÐ LAUGARDAGINN 18. ágúst í Reiðhöllinni Svaðastaðir í Skagafirði Sýningin er opin frá kl. 10:00–17:00 og er aðgangur ókeypis. DAGSKRÁ Föstudagur 17. ágúst Fákaflug: Forkeppni í B-flokki, ungmennaflokki, A-flokki og tölti. Laugardagur 18. ágúst 10:00 Sýningin opnuð Handverksmarkaður, vélasýning, fyrirtækjasýning og sveitamarkaður - Beint frá býli, hoppukastalar, dýragarður og veitingasala. 10:00-17:00 Fákaflug: Forkeppni í barnaflokki og unglingaflokki, Polla-flokkur, 100m skeið, B-úrslit í A flokki, B-úrslit í B flokki, úrslit í ungmennaflokki, úrslit í C1 og B-úrslit í Tölti. 11:00 Leikhópurinn Lotta – söngvasyrpa úr nokkrum ævintýrum. 11:30 Setning SveitaSælu 2018 • Tónlistaratriði • Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands setur hátíðina. • Formaður Landbúnaðarnefndar Skagafjarðar, Jóhannes H. Ríkharðsson, ávarpar gesti. • Tónlistaratriði 12:30 Hrútadómar/Hrútaþukl. 13:00 Heitjárningar. 13:30 Smalahundasýning. 14:00 Hvolpasveitin mætir í heimsókn. 14:30 Kálfasýning. 15:30 Gunni og Felix stíga á stokk. 17:00 Sýningu lýkur. Sunnudagur 19. ágúst Fákaflug: Úrslit í barnaflokki, úrslit í unglingaflokki, A-úrslit í B-flokki, A-úrslit í A-flokki og A-úrslit í tölti! 10:00 Opin bú í Skagafirði - Kúabúið á Vöglum í Blönduhlíð frá kl. 10:00-15:00. - Hulduland Hegranesi frá kl. 10:00-15:00. - Sauðfjár- og ferðaþjónustubúið Brúnastöðum í Fljótum frá kl. 10:00-15:00. - Kúabúið Sólheimum í Sæmundarhlíð frá kl. 12:00-17:00. Gestastofa Sútarans og Sjávarleður verða einnig með opið frá kl: 08:00-12:00 á sunnudeginum. Tilvalið að kíkja og kynnast aukaafurðum landbúnaðarins. Búminjasafnið Lindabæ í Sæmundarhlíð verður opið á laugardeginum frá kl. 16:00-19:00 og á sunnudeginum frá kl. 13:00-18:00. Aðgangseyrir á safnið er kr. 1000 Veitingasala er á vegum Kiwanisklúbbsins Freyju – allur ágóði rennur til góðra málefna í heimabyggð. Athugið! Þeim sem vilja panta fyrirtækjabása eða handverksborð er bent á að hafa samband við Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur í síma 659 9016 eða með tölvupósti á vordisin@gmail.com Búgreinafélögin í Skagafirði Búnaðarsamband Skagafjarðar Véla og fyrirtækja sýning : Húsdýragarður : Opin bú í Skagafirði Sveitamarkaður - Beint frá Býli : Hoppukastalar : Fákaflug ný pr en t e hf / 0 72 01 8 Guðni Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Býlisins okkar, segir um 90% af Heiðu-drykknum vera íslenskt vatn. Mynd / TB

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.