Bændablaðið - 02.08.2018, Qupperneq 12

Bændablaðið - 02.08.2018, Qupperneq 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. ágúst 201812 FRÉTTIR Mávurinn, múkkinn og vargurinn: Fuglar valda skemmdum á heyrúllum – Bændur með ráð undir rifi hverju en baráttan er hörð og óvægin Það er fátt sem ergir bændur meira en að verða fyrir skemmdum á heyfeng. Tíðin hefur verið mörgum óhagstæð, sér í lagi á Suður- og Vesturlandi. Vonbrigðin verða því ennþá meiri ef fuglar náttúrunnar taka upp á því að skemma rúllurnar með því að gera göt á plastið og hleypa þannig súrefni inn í rúlluna með tilheyrandi skemmdum. Því þarf að endurpakka rúllunni með tilheyrandi aukakostnaði. Virðast sjá æti undir plastinu Fuglar eins og mávar, hettumávar, kríur og ýmsir smáfuglar jafnvel virðast halda að æti sé að finna í rúllunum. Einhver munur virðist vera á því hvort notuð eru bönd, net eða filma (nærfilma) á rúllurnar, því fuglar virðast sækja frekar í rúllur þar sem band eða net er notað. Hugsanlegt er að fuglinn telji sig sjá orm eða annað ætilegt undir plastinu, en filman virðist ekki vera eins girnileg. Reynsla bænda er þó misjöfn eftir svæðum. Þeir bændur sem hafa gefið ráð í þessum efnum telja margir að litur plastsins skipti máli. Sumir telja að fuglar sæki minna í svart plast, aðrir að grænt plast haldi þeim frá og enn aðrir að svart og hvítt til skiptis sé galdralausnin. Það er vandasamt að fullyrða nokkuð um hvað sé árangursríkast í þeim efnum, það eru skiptar skoðanir meðal bænda um þetta eins og margt annað. Ýmsar aðrar aðferðir Til að reyna að líkja eftir hættum í náttúrunni hafa bændur tekið upp á því að mála augu ofan á rúllur og reyna að halda varginum þannig frá. Fuglar virðast fælast rauðan lit og því er hann gjarnan notaður í augastein. Þær tilraunir sem nú þegar hafa verið gerðar hafa skilað talsverðum árangri. Hafa þarf snarar hendur því fuglinn sækir mjög fljótt í rúllurnar eftir að þær lenda á túninu. Þó að bændur reyni að bjarga rúllunum eins fljótt og unnt er heim í stæðu er fuglinn oft fljótari til. Sú aðferð að láta rúllur standa upp á endann hefur borið árangur hjá bændum. Þannig er plastið þykkara sem snýr upp í himininn og fuglinn sér jafnvel ekki eins vel í gegnum plastið. Eins er það betur varið ef fuglar reyna að plokka í það. Gott að breiða net yfir stæður Yfirleitt sækja fuglarnir aðeins í rúllur sem standa úti á túnum. Þó eru dæmi um að þeir leiti í stæður og valdi þar skemmdum. Gott ráð til að verjast slíku er að setja net yfir stæðuna og dekk eða annað sem heldur netinu frá beinni snertingu við stæðuna. Þannig á fuglinn erfiðara með að kroppa í rúllurnar með tilheyrandi skemmdum. Eins vilja sumir meina að betra sé að raða rúllum upp á endann til að verja stæðuna betur, þá snúi þykkara plastlag upp í loftið, og eins niður að jörðinni. Hvor aðferðin sé betri skal látið liggja á milli hluta, en albest er að koma rúllum eins fljótt og auðið er heim af túnum og í stæðu. Þannig er dregið verulega úr skemmdum. Ef tilefni þykir til er gott að strengja net yfir eins og áður segir. Hver aðferð hefur skilað árangri, mismiklum á milli bæja. Þegar raðað er í rúllustæðu þarf að huga vel að frárennsli, að vatn geti ekki myndað tjarnir eða polla. Einnig er mikilvægt að planið sé slétt og að engir oddhvassir aðskotahlutir séu í planinu sem valdið geta skemmdum á plastinu. Eins þarf að huga að aðgengi annarra dýra að stæðunni og girða af ef nauðsyn krefst. Misheppnað varp og kuldatíð Fuglarnir virðast vera mun ágengari á sumum svæðum en áður. Þannig greinir Haraldur Benediktsson, bóndi á Vestra-Reyni við Akrafjall, frá því á Facebook-síðu sinni að fuglarnir ráðist á rúllurnar nánast beint af pökkunarborðinu. Hann er með þá kenningu að varp fuglanna hafi misfarist í sumar og að hrjóstrugt og kalt veðurfar haldi ormum í skefjum og minnki þannig fæðuframboð fyrir fuglana. Á þeirra svæði hafi fuglinn ekki sótt mikið í rúllurnar, en nú sé enginn friður og endurpakka hafi þurft stórum hluta heyfengsins. /BR Skógræktarfélag Eyfirðinga: Gróðursett í jólatrjálendur að Miðhálsstöðum Sú hefð hefur skapast hjá Skóg- ræktar félagi Eyfirðinga að stjórn ar fólk kemur saman ásamt fjölskyldum og gróðursetur í jóla- trjálendur félagsins. Þetta árið var haldið í Miðhálsstaði í Öxnadal, 1.000 plöntum af blágreni og rauðgreni var komið í jörð og að verki loknu voru grillaðar pylsur og farið í stutta skoðunarferð um skóginn. Félagið hefur stundað skógrækt á Miðhálsstöðum frá því um miðja síðustu öld og hefur skógurinn um tíðina verið drjúg uppspretta jólatrjáa en aðrar timburnytjar, t.d. borðviður og kurlviður, fara einnig ört vaxandi. Réð ekki við girðingakostnaðinn Skógræktarfélag Eyfirðinga fékk umráðarétt yfir eyðibýlinu Miðhálsstöðum árið 1942 en var fjárvana og réð ekki við girðingarkostnaðinn. Skógrækt ríkisins var þá fengin til verksins og hafði með Miðhálsstaði að gera til 1950 að gert var samkomulag um að S.E. tæki við landinu að nýju. Svæðið var loks girt á árunum 1950–1951, alls um 50 ha lands. Árið 1972 var girðingin síðan stækkuð og er nú 70 ha. Frá upphafi var vitað um birkileifar í smáum stíl á Miðhálsstöðum og gerðu menn sér vonir um sjálfgræðslu birkiskógar eftir friðun. Fljótlega kom í ljós að þær vonir rættust ekki, enda landið þurrt og hrjóstrugt að mestu leyti. Rauðgrenið dafnar ekki í rýru landi Gróðursett var af kappi í landið frá 1952–1965 og voru sjálfboðaliðar atkvæðamiklir þar sem víðar í reitum félagsins. Eftir stækkun girðingar kom kippur í gróðursetningar sem og einnig síðustu árin fyrir aldamótin. Árangur er þó misjafn, sem dæmi var mikið plantað af rauðgreni sem ekki náði að dafna í svo rýru landi, en betur hefur gengið með lerki, blágreni og stafafuru. Sveppir í stað berja Miðhálsstaðir vour lengi annálað berjaland, en dregið hefur úr berjasprettu á þessum slóðum vegna gróðurfarsbreytinga í kjölfar friðunar og ræktunar. Í staðinn má á svæðinu finna gjöfular furusveppaslóðir og athyglisverðar tegundir sambýlissveppa furu hafa fundist í reitnum. /MÞÞ Mávurinn sækir ekki eingöngu æti við sjávarsíðuna heldur freistast hann í heyrúllur bænda. Mynd / ÁÞ Geisladiskar endurspegla sólarljósi sem virðist fæla fugla frá. Ekki er gerður greinarmunur á árangri eftir innihaldi geisladiskanna! Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir í Ásgarði hefur góða reynslu af þessari aðferð. Mynd / IRI Rúllurnar á Vestri-Reyni undir Akrafjalli eru stórskemmdar eftir mávinn. Kostnaðarsamt er fyrir bændur að endurpakka heyrúllum þegar svona háttar. Mynd / Haraldur Benediktsson Skógarbændur stíga fram á ritvöllinn Landssamtök skógareigenda munu á næstu misserum standa fyrir reglulegum skrifum um skóg- ræktarmál í Bænda blaðinu undir heitinu „Við skógareigendur“. Í fyrra fögnuðu samtökin tuttugasta aldursárinu og eru félagsmenn á áttunda hundrað. Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka skógarbænda, segir að í ellefu ár hafi samtökin gefið út tímaritið „Við skógareigendur“ og þar hafi að jafnaði birst um tuttugu greinar á ári hverju tengdar skógum og störfum skógarbænda. „Nú eru breyttir tímar því „Við skógareigendur“ verða nú í pistlaformi í Bændablaðinu. Það er okkur skógarbændum mikill heiður að fá að vinna með svo vinsælu og víðlesnu blaði. Megi Bændablaðið vaxa og dafna svo vel sem skógar hér í landi,“ segir Hlynur Gauti. Fyrsta grein skógarbænda birtist í þessu tölublaði á bls. 34. Hún fjallar um skemmtilegt dæmi um viðarnytj- ar og er eftir þau Sigríði Hjartar og Stefán Guðbergsson í Múlakoti. /TB Hlynur Gauti Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka skógar- bænda. Miðhálsskógur hefur um tíðina verið drjúg uppspretta jólatrjáa en aðrar timburnytjar eins og borðviður og kurlviður fara einnig ört vaxandi. stundað skógrækt á Miðhálsstöðum frá því um miðja síðustu öld. Elín Guðjónsdóttir á Þverlæk í Holt- um hefur gert tilraunir með að mála augu á rúllurnar með góðum árangri. Mávurinn fælist rauða litinn og stóru augun. Mynd / EG

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.