Bændablaðið - 02.08.2018, Síða 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. ágúst 2018 23
Nýsköpunarstarf í sveitum:
Gríptu boltann!
– Átaksverkefni Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og RML
Undanfarin tvö ár hefur orðið
gríðarlegt verðfall á afurðastöðvaverði
sauðfjárafurða og hefur það veikt
mjög rekstrargrundvöll sauðfjárbúa.
Þessi staða hefur mismunandi áhrif
milli landsvæða, vegna mismunandi
vægis sauðfjárræktar í atvinnulífi
einstakra svæða. Flestum er þó ljóst að
staðan sem nú er uppi er raunveruleg
ógn við þau byggðalög sem reiða
sig hvað mest á sauðfjárrækt sem
atvinnugrein.
Eflum vöruþróun og nýsköpun
Þegar unnið er með vörur ýmiss
konar, og þá ekki hvað síst matvöru,
er mikilvægt að hafa í frammi stöðuga
vöruþróun til að sem best sé hægt að
mæta þeim þörfum sem neytendur
hafa hverju sinni. Þegar svona árar
er mikilvægara en nokkru sinni að
styðja við hvers kyns vöruþróun og
nýsköpun, sem bændur geta nýtt
sér til að auka verðmætasköpun
á jörðum sínum og þar með til að
styrkja rekstrargrundvöll sinna búa
og áframhaldandi búsetu í sveitum.
Jafnframt þurfa bændur að leita allra
leiða og nýta eins vel og kostur er
þann stuðning sem er í boði til
framþróunar.
Forsvarsaðilar Framleiðnisjóðs
landbúnaðarins, í samstarfi við
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins,
hafa ákveðið að hrinda af stað
verkefni sem hefur það að markmiði
að hvetja til nýsköpunarstarfs í
sveitum. Leitast verður við að
miðla þekkingu og reynslu þeirra
sem þegar hafa farið af stað með
nýsköpunarverkefni og styðja við
hugmyndavinnu og þróun verkefna
frá hugmynd til raunveruleika.
Markhópur verkefnisins eru bændur
á lögbýlum sem eru að velta fyrir sér
sölu á hvers kyns framleiðslu eða
þjónustu, hvort sem það er á sviði
fullvinnslu landbúnaðarafurða eða
á öðrum sviðum atvinnulífs.
Fundir og ráðgjöf
Verkefninu verður hrundið af stað
með fundaherferð. Í framhaldinu
verður boðið upp á aðstoð
ráðunauta við mótun hugmynda
og við áætlanagerð og ekki síst við
umsóknarferli til Framleiðnisjóðs.
Áhersla verður lögð á að hvetja
bændur til að hrinda úr vör
hugmyndum sem mögulega hafa
verið lengi í farvatninu en ekki
komist til framkvæmdar.
Fyrsti áfangi verkefnisins hefst
með fjórum hvatningarfundum á
Norðvesturlandi, í Dalasýslu og
Strandasýslu. Á þessum fundum
verða haldnir fyrirlestrar um
markmiðasetningu, reynslu fólks
sem hefur ástundað vöruþróun
eða tekist á við óhefðbunda
atvinnuuppbyggingu á sínum
jörðum, ásamt leiðbeiningum
varðandi styrki þá sem leita má eftir
til nýsköpunar. Í framhaldi þessara
funda stendur fundargestum sem
uppfylla skilyrði Framleiðnisjóðs
varðandi styrkveitingar, til boða að
fá niðurgreidda aðstoð við vinnslu
umsókna til sjóðsins.
Fundarsvæði þessa fyrsta áfanga
verkefnisins er eftirfarandi:
Skagafjarðarsýsla, Húna-
vatnssýslur, Strandasýsla og
Dalasýsla. Jafnframt er stefnt að
sambærilegri framkvæmd í öðrum
landshlutum eins fljótt og kostur er.
Áformað fundatímabil er 22.–28.
ágúst og má sjá nánari upplýsingar
í sér auglýsingu hér í blaðinu á
blaðsíðu 13.
Aðalfyrirlesari fundanna er
Guðmundur Þórður Guðmundsson,
landsliðsþjálfari í handbolta. Að auki
verða fengnir til leiks reynsluboltar í
sölu afurða beint frá býli, sem munu
miðla af reynslu sinni varðandi
þróun og markaðssetningu vara og
þjónustu.
Fundirnir verða öllum opnir og
eru sem flestir hvattir til að mæta.
Frekari upplýsingar um fundina
og verkefnið í heild má nálgast hjá
Sigríði Ólafsdóttur, verkefnisstjóra
og ráðunauti hjá Ráðgjafarmiðstöð
landbúnaðarins.
RAG - import export ∙ Helluhraun 4 220-Hafnarfjörður
Tel + 354 565-2727 ∙ Mobile + 354 892 7502 ∙ Email: rafn@rag.is
We are Fliegl.
Öflugar vélar.
Þarfnast lítils viðhalds.
Hamrahlíð 17
Hús Blindrafélagsins
Sími 552-2002
ÓDÝR
Gleraugu með
glampa- og rispuvörn
Verð 19.900 kr
Sérsmíðum samdægurs í styrk +/- 5.0 með cyl. til 2,0.
Vesturhrauni 3 - 210 Garðabær
480-0000 - sala@aflvelar.is - www.aflvelar.is
i-vac 6 ryksugan er fyrir
mikla notkun. Hún er
hönnuð með fagfólki sem
gerir þessa ryksugu að
frábæru vinnutæki
i-mop XL gólfþvottavélin
auðveldar þrif, sparar
tíma og léttir lífið.
Hentar fyrir fyrirtæki
og stofnanir
www.i-
Bylting í
hreinlæti!
Til sölu DFSK C31 pallbíll
Árgerð 2017. Burðargeta 1.200 kg. Bifreiðin er ekinn aðeins 514 km.
Lipur og duglegur vinnubíll. Verð 2.100.000 kr. +vsk.
Upplýsingar í síma 863-2548.
Sigríður Ólafsdóttir
ráðunautur og
verkefnisstjóri
so@rml.is
Gróffóðurkeppni Yara á Íslandi 2018
Nú er fyrsta slætti að ljúka hjá
flestum bændum landsins og
jafnvel dæmi um að bændur á
Norðurlandi séu búnir að slá
annan slátt.
Tíðarfarið þetta árið hefur haft
mikil áhrif á gróffóðurgæðin.
Fyrir það fyrsta hafa bændur ekki
forþurrkað eins og gjarnan er
stefnt að. Því ríkir nokkur óvissa
um hvernig hefur tekist til með
verkunina, sérstaklega í ljósi þess
að hráefnið er ekki alltaf eins og
best verður á kosið. Í annan stað
hefur fyrsti sláttur dregist víða og
því eru gróffóðurgæðin ekki eins
góð og hugsast getur. Staðan er þó
afar ólík á milli svæða og dæmi um
að bændur hafi í fyrsta slætti náð
miklum og góðum heyjum. Það
er aldrei eins mikilvægt og nú að
huga að því að senda gróffóðursýni
til greiningar.
Síðustu tveir keppendurnir í
gróffóðurkeppni Yara 2018 eru frá
Egilsstaðakoti og Læk í Flóa.
Egilsstaðakot í Flóa
Í Egilsstaðakoti í Flóa búa Þorsteinn
Logi Einarsson og Cathy Krentel.
Búið er með mjólkurkýr, sauðfé,
nautaeldi og hross.
Gróffóðuröflun: Ræktað land er
um 150 ha. Á síðustu árum hefur
verið aukið nokkuð við ræktarland.
Allt gróffóður er verkað í rúllur.
Í mjólkurkýrnar er miðað við að
þurrefni fóðurs sé um 35% þurrefni
en í sauðféð er reynt að þurrka meira
eða upp undir 60–70%.
Áburðar áætlun: Áburðaráætlun er
unnin af bóndanum sjálfum. Stuðst
er við niðurstöður heysýna við gerð
áburðaráætlana og reynslu fyrri ára.
Jarðvegur er bæði mýri og mólendi.
Mýrarnar eru nokkuð súrar og þarf
að kalka.
Jarðrækt:
Árlega eru
endurræktaðir
um 30 ha.
Ja rðrækt in
er nokkuð
f j ö l b r e y t t .
Grænfóður
ræktað bæði
til beitar og
sláttar ásamt
korni. Látið
er líða 3–4
ár þar til sáð
er grasfræi.
Reynt er
að vera
með hreint vallarfoxgras í kýrnar
og blöndu af vallarfox- og
vallarsveifgrasi í þau tún sem er
meira beitt af sauðfé. Reynt er að
sá grasfræi snemma vors, þannig að
uppskera náist sáðárið.
Lækur í Flóa
Á Læk í Flóa búa Ágúst Guðjónsson
og Margrét Drífa Guðmundsdóttir.
Búskapurinn er fyrst og fremst
mjólkurkýr, en einnig eru á búinu
nokkur hross. Ágúst og Margrét hafa
búið á Læk í 4 ár.
Gróffóðuröflun: Ræktað land er
um 80 ha þar af eru um 10 ha beittir.
Gróffóður er allt verkað í rúllur.
Markmið er að forþurrka að 35–40%
og nota íblöndunarefni. Að jafnaði
eru teknir tveir slættir af stærstum
hluta túnanna. Verktaki er notaður
til að slá og binda í rúllur.
Áburðaráætlun: Áburðaráætlun
er unnin heima á búinu. Við gerð
áburðaráætlunar er horft mikið til
heyefnagreininganna. Tún eru flest
á mýrlendi og þörf á því að kalka.
Jarðrækt: Á hverju ári er verið
að endurvinna um 10–15 ha.
Nýræktun er lokað á 2.–3. ári.
Sáð er rýgresi, höfrum eða blöndu
af rýgresi og höfrum á fyrsta ári.
Árið sem nýræktinni er lokað er
grasfræi skjólsáð með höfrum.
Ýmist er sáð fræblöndum eða hreinu
vallarfoxgrasi.
Ágúst og Margrét Drífa á Læk.
Cathy Krentel og
Þorsteinn Logi í
Egilsstaðakoti.
Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, mun halda
erindi á fundum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Framleiðnisjóðs
þar sem hann hvetur bændur áfram í nýsköpun. Mynd / Björgvin Franz Björgvinsson