Bændablaðið - 02.08.2018, Side 24

Bændablaðið - 02.08.2018, Side 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. ágúst 201824 Möðrudalur á Fjöllum: Kyrrð og ró í faðmi fjalla Þar sem ekkert blasir við nema hálendið endalausa birtist skynd- ilega vel merktur afleggjari. Hann vísar heim að Möðrudal á Fjöllum sem skipar stóran sess í byggðarsögu Íslendinga, en þar hefur verið búið allt frá landnámi. Bærinn stendur við þröskuld hálendisins og því er stutt að fara inn á hálendið og komast í tæri við náttúruperlur eins og Herðubreið og Herðu- breiðarlindir, Kverkfjöll og Öskju. Fjallasýnin sem mætir manni á hlaðinu er með ólíkindum og glottandi hundarnir bjóða mann velkominn. Áralöng saga Möðrudals Búskapur á jörðinni á sér jafnlanga sögu og íslensk byggðasaga, en fyrir um 10 árum síðan fundu fornleifafræðingar gröf á jörðinni frá árinu 964. Það bendir til þess að búskapur hafi hafist ennþá fyrr á Möðrudal en áður var talið. Bærinn hefur verið hluti af ferðaleiðum fólks á milli landshorna og skipað mikilvægan sess í samgöngukerfi landans í gegnum aldirnar. Ferðalangar áðu gjarnan á Möðrudal, enda einn af fáum áningastöðum í boði á þessum slóðum lengi vel. Búskapurinn hefur tekið talsverðum breytingum með árunum, sér í lagi í seinni tíð. Sú ætt sem nú býr á staðnum tók við búskap árið 1874 og hefur því búið á staðnum í tæp 150 ár. Núverandi ábúendur eru Elísabet Svava Kristjánsdóttir og Vilhjálmur Vernharðsson. Vilhjálmur er ættaður frá Möðrudal en Elísabet Svava á ættir sínar að rekja til Grundarfjarðar þar sem hún er uppalin. Gestirnir sækja í ró og frið Vilhjálmur flutti austur á Möðrudal í kringum aldamótin. Hann stofnaði svo ferðaþjónustuna Fjalladýrð árið 2001 og gerði þá út á fjallaferðir, tjaldstæði og gistingu. Um svipað leyti var þjóðvegurinn færður úr hlaðinu á Möðrudal og Vilhjálmur tók þá við rekstri Fjallakaffis. Hann segist hafa tekið við gríðarlega góðu búi af Ástu Sigurðardóttur sem hafi byggt upp gott orðspor. Árið 2004 flutti svo Elísabet í Möðrudal og þá hafa þau byggt upp ferðaþjónustu og bú síðan þá. Hann segir að margir séu agndofa yfir þeirri ákvörðun þeirra að búa í slíkri einangrunarvist og byggja upp víðs fjarri annarri byggð. Þá segir hann að margir telji að þau séu að þiggja ríkisstyrki fyrir að búa á Möðrudal, en svo sé vitaskuld ekki. Hins vegar séu erlendir gestir heillaðir af slíku víðerni og frelsi sem fylgir því. Þeir séu oft búsettir á mjög þéttbýlum svæðum og leiti í kyrrðina og friðinn sem fylgir því að vera staddir á hæsta byggða bóli landsins, í 469 metra hæð, þar sem fólk gæti kúplað sig algjörlega út úr róti stórborga og notið náttúrunnar í friði og ró. Elísabet segir marga ferðamenn sækja í hreina náttúru og matvæli sem séu ræktuð og framleidd á staðnum. Gera út á hreinleikann Sjálfbærnin er í fyrirrúmi hjá ábúendum á Möðrudal, en þau hafa ekki lagt lambakjöt inn í afurðastöð undanfarin ár, heldur nýta afurðirnar allar heima á bænum með beinni sölu til ferðamanna á veitingastaðnum. Hlutur ferðaþjónustunnar hefur aukist undanfarin ár, en sauð- og geitfjárbúskapurinn, ásamt kjötvinnslunni, er órjúfanlegur hluti af starfseminni. Matseðill Fjallakaffis er sniðinn að framleiðslu bæjarins með það að leiðarljósi að vera sjálfbær og bjóða aðeins upp á matvæli af bænum, lamba kjöt, hreindýr, geitakjöt, bleikju, gæs og fjallagrös meðal annars. Kjötið er svo unnið í kjötvinnslu sem er heima á bænum og reykt í reykofni bæjarins. Vilhjálmur segist auka verðmæti afurða til mikilla muna með því að selja þær beint frekar en að leggja þær inn í afurðastöð. „Við værum ekki í búskap öðruvísi en að gera þetta svona,“ segir hann. Uppbygging í ferðaþjónustunni Þau Elísabet og Vilhjálmur hafa byggt upp ferðaþjónustu með miklum glæsibrag, og hráefnið er fengið úr nærsamfélaginu því lerki úr Hallormsstaðaskógi sést bókstaflega upp um alla veggi. Vilhjálmur er smiður og hefur aflað sér þekkingar í grjóthleðslu og torfhleðslu og fengist við húsgagnasmíði sem er notuð í ferðaþjónustunni. Nýjasta viðbótin var tekin í notkun fyrir örfáum dögum, en það er upplýsingaskáli fyrir ferðafólk þar sem hægt er að sjá myndband sem gert var sérstaklega í tengslum við eldgosið í Holuhrauni. Í skálanum er einnig ullargallerí og upplýsingar fyrir ferðafólk. Allar byggingar sem tengjast ferðaþjónustunni eru byggðar í sama stíl í anda burstabæjanna. Í kjölfar bruna í fjárhúsum bæjarins árið 2003 voru reist ný fjárhús þá um haustið. Sá bruni er Vilhjálmi í fersku minni. „Þetta var í lok sauðburðar, ég fór inn að sofa um eittleytið. Þá var allt með kyrrum kjörum. Svo þegar ég kom út um klukkan sex var allt brunnið til kaldra kola. Sem betur fer voru langflestar kindur komnar út.“ Breytingar á ferðamannahópnum Undanfarið hefur verið ritað og rætt um breytingar innan ferðaþjónustunnar hvað varðar fjölda og samsetningu ferðamanna. Ferðamálastofa gaf nýverið út nýja skýrslu sem sýnir fækkun meðal Evrópubúa en fjölgun Búskapurinn í Möðrudal hefur tekið talsverðum breytingum með árunum, sér í lagi í seinni tíð. Sú ætt sem nú býr á staðnum tók við búskap árið 1870 og hefur því búið á staðnum í tæp 150 ár. Ferðaþjónusta hefur leyst sauðfjárbúskapinn af hólmi sem aðalbúgrein á bænum, en veitingaþjónusta hefur verið rekin á Möðrudal síðan 1976. Myndir / Bjarni Rúnarsson Í HLAÐVARPANUM VILT ÞÚ SETJA UPP HLEÐSLUSTÖÐ FYRIR RAFBÍLA? Í vetur auglýsti verkefnið Hleðsla í hlaði eftir bændum sem hafa áhuga á því að setja upp hleðslustöð fyrir rafbíla. Við viljum þétta netið um allt land og óskum eftir þátttöku fleiri bænda. ÁVINNINGUR BÆNDA: √ Sala á rafmagni er ný tekjulind √ Viðbót við aðra þjónustu á býlinu √ Félagar í Hey Iceland og BÍ eiga kost á styrk √ Stuðningur og ráðgjöf Hleðsla í hlaði er samstarfsverkefni Bændasamtaka Íslands, Orkuseturs og Hey Iceland. Aðal markmið er að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafbíla í sveitum landsins. Samkomulag var gert við Hlöðu ehf. sem býður hentugar hleðslulausnir sem eru sniðnar að þörfum hvers og eins. Nánari upplýsingar um Hleðslu í hlaði er að finna á www.bondi.is. Verð frá kr. 89.990- m. vsk. HLEÐSLUSTÖÐVAR FYRIR BÆNDUR Upplýsingar um hleðslustöðvar veita sölumenn Hlöðu ehf. í síma 564 1440 og í netfangið hlada@hlada.is. Nánar á www.hlada.is. Elísabet Svava Kristjánsdóttir og Vilhjálmur Vernharðsson, bændur á Möðrudal, innan um geiturnar. Mynd / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Refurinn er gæfur og færir sig upp á skaftið þegar forvitnir ferða- og blaðamenn munda myndavélarnar.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.