Bændablaðið - 02.08.2018, Page 25

Bændablaðið - 02.08.2018, Page 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. ágúst 2018 25 Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði Hafðu samband 568 0100 www.stolpigamar.is Gámurinn er þarfaþing  Þurrgámar  Hitastýrðir gámar  Geymslugámar  Einangraðir gámar  Fleti og tankgámar  Gámar með hliðaropnun Til leigu eða sölu:  Gámahús og salernishús  Færanleg starfsmannaðstaða  Bos gámar og skemmur meðal Bandaríkjamanna og Asíu. Vilhjálmur segist finna fyrir þessum breytingum en ekki fyrir fækkun. „Það er greinileg fækkun úr Evrópu, en á móti kemur að það er að fjölga talsvert frá Ástralíu, Ameríku og Kanada. Einhverra hluta vegna eru okkar gestir mikið þaðan. Ég veit alveg að það er ekki bjart yfir hótelum sem hafa einblínt á Evrópumarkað, en þetta er bara þróun.“ Heimavirkjanir vannýtt auðlind til sveita Skammt frá bænum er 76 kW heimavirkjun sem sér bænum alfarið fyrir rafmagni. Hún leysti af hólmi gamla dísilrafstöð sem hafði séð bænum fyrir rafmagni til margra ára. Vilhjálmur segir að eftir að húsunum fjölgaði þurfi aðeins að miðla orkunni svo að hún dugi, en hún sleppi enn sem komið er. Hann segir jafnframt að það séu víða tækifæri til sveita að koma á koppinn heimavirkjun. Fallið þurfi ekki endilega að vera svo mikið svo að hægt sé að nýta krafta náttúrunnar til raforkuframleiðslu. Það séu miklir möguleikar víða til að leysa raforkuskort með heimavirkjun. Elísabet segir að tilkoma virkjunarinnar hafi verið mikil framför, áður fyrr hafi þau þurft að slá inn dísilrafstöðinni oft á dag. Þá hafi raftæki og tölvur skemmst af óstöðugu rafmagni og sífelldum útslætti. Vegna þess hve afskekktur Möðrudalur er töldu yfirvöld á þeim tíma ekki mögulegt að afhenda ábúendum á Möðrudal rafmagn nema fyrir íbúðarhús og fjárhús, en lagning raflínu hefur þótt of dýr. Allt umfram það þyrftu þau að útvega sjálf. Því hafi þau leitað leiða til að framleiða rafmagnið sjálf og reist stíflu sem framkallar 11 metra fall og heimavirkjun. Tilheyrði Skálholti, ekki Hólum Jón A. Stefánsson byggði kirkju á Möðrudal á árunum 1947-48 í minningu konu sinnar, Þórunnar Vilhjálmsdóttur Oddsen, sem lést árið 1944. Jón málaði altaristöfluna sem þykir sérstök en þar sést Jesú flytja fjallræðuna. Jörðin hefur lengi verið kirkjustaður og sennilega hafa flestar staðið á svipuðum stað og nú, því beinagrindur hafa fundist þegar grafa hefur þurft á svæðinu umhverfis kirkjuna, en ekki annars staðar. Allt frá kristnitökunni árið 1000 var Möðrudalskirkja undir Skálholtsumdæmi en ekki Hólum. Sennilega hefur Möðrudalur talist á Austurlandi, en ekki Norðurlandi. Raunar segir í bók Pjeturs Hafsteins Lárussonar, „Fjallakúnstner segir frá“, að sá misskilningur að Möðrudalur sé á Norðurlandi sé alrangur og ítrekað að staðurinn tilheyri Austurlandi. Bókin er samansafn frásagna Stefáns frá Möðrudal. /BR Geiturnar á Möðrudal una hag sínum vel í víðáttumiklu landslagi. Á Möðrudal hefur verið byggð upp ferðaþjónusta með miklum glæsibrag. Efniviður í byggingum er fenginn úr nærsamfélaginu því lerki úr Ferðamenn kunna vel að meta gamla íslenska byggingarhefð. Skammt frá bænum er 76 kW heimavirkjun sem sér bændunum alfarið fyrir rafmagni. Vilhjálmur segir að erlendir gestir séu heillaðir af víðernum öræfanna. Þeir séu oft búsettir á mjög þéttbýlum svæðum og leiti í kyrrðina og friðinn sem fylgir því að vera staddir á hæsta byggða bóli landsins, í 469 metra hæð. Hundarnir á Möðrudal undir húsvegg.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.