Bændablaðið - 02.08.2018, Qupperneq 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. ágúst 2018 27
Rafræn vatnshitun fyrir handlaugar,
eldhúsvaska, sturtur og baðherbergi.
Samstundis kjörhiti
- nákvæmlega
Nýtískuleg
orkusparandi lausn
fyrir köld svæði
ÖRYGGI OG
GÆÐI FRÁ
ÞÝSKALANDI
Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Næsta blað kemur út 23. ágúst
Júlía Þrastardóttir, gullsmiður á Akureyri:
Nýr og öðruvísi
skúfhólkur
– Þrívíddarprentaður á Handverkshátíð
„Gamla víravirkið er það sem ég
hef lagt áherslu á, hef sérhæft mig
í því og farið víða um land til að
kenna þetta forna handbragð,“
segir Júlía Þrastardóttir, gulls-
míða meistari á Akureyri.
Þessa dagana er Júlía önnum
kafin við að hanna og útfæra nýjan
skúfhólk sem ætlunin er að nota við
hversdagsskotthúfu.
Handverkshátíðarnefnd varpaði
hugmyndinni fram við Þjóð -
háttafélagið Handraðann í Eyja-
firði og fékk Júlíu í samstarf við
hönnun og framleiðslu á þessum
nýja skúfhólk sem á að henta
vel til daglegs brúks, ekki við þá
þjóðbúninga sem til eru nú. Eitt
af meginmarkmiðum með þessu
verkefni er að skúfhólkurinn fáist
á viðráðanlegu verði. Vinna við
hönnun hefur staðið yfir undanfarnar
vikur og mun Júlía í samvinnu við
Þjóðháttarfélagið Handraðann, Fab
Lab á Akureyri og Handverkshátíð
í Eyjafirði kynna hann á hátíðinni.
„Við erum í samvinnu með þetta
verkefni, ég teiknaði skúfhólkinn
og þeir hjá Fab Lab sem kynna
sína starfsemi á hátíðinni ætla
svo að segja í beinni útsendingu
að þrívíddarprenta hann meðan á
hátíðinni stendur,“ segir hún.
Gaman að gömlu handverki
Júlía lauk gullsmíðanámi árið 2009
og hlaut meistararéttindi árið 2011.
Hún tók þátt í Norðurlandakeppni í
gullsmíði ári eftir námslok og hreppti
annað sætið. Þá lauk hún einnig námi
frá Le Arte Orafe á Flórens á Ítalíu
þar sem hún lærði steinísetningu
og leturgröft upp á gamla mátann,
fornt handbragð við steinígræðslu
og leturgröft. „Ég hef virkilega
gaman af þessu forna handverki,
ég er þannig gerð að ég vil læra
handbragðið, vita hvernig hlutirnir
voru gerðir áður fyrr, en hef langt í
frá nokkuð á móti vélum og tækjum
sem létta manni störfin. Fyrst þarf ég
bara að fá tilfinninguna fyrir gamla
handverkinu,“ segir Júlía.
Út fyrir rammann
Íslenska höfuðfatið skotthúfa er
borið við upphlut og peysuföt, svört
húfa með skotti og var upphaflega
prjónuð úr smáu bandi með skúf
úr þeli, en síðar var hún saumuð úr
flaueli og með silkiskúf. Á mörkum
skúfs og húfu er skúfhólkur úr silfri,
gulli eða gylltum eða silfruðum
vírborðum.
„Við erum í raun að þróa eitthvað
nýtt en samt eftir gömlu handverki.
Það er vissulega mikilvægt að
halda í gamlar og fornar hefðir og
þær mega alls ekki gleymast. Það
er þó jafnframt nauðsynlegt að
fylgja þróuninni, færa okkur líka
til nútímans án þess að hið gamla
tapi sínu gildi. Það má alveg orða
það svo að við förum vel út fyrir
rammann með þessu tiltæki. Þetta
eru gjörbreytt vinnubrögð og allt
annað efni en áður hefur tíðkast,“
segir Júlía.
Nýi skúfhólkurinn verður úr
plasti, harla óvenjulegt miðað við
það sem tíðkast.
Íslenskur þjóðbúningur kostar
skildinginn, en sem dæmi leggur
skúfhólkur einn og sér sig á 40 til
110 þúsund krónur. „Við erum að
vona að sá sem við nú vinnum að
verði á mun viðráðanlegra verði,
helst undir 10 þúsund krónum.“
Mikill áhugi fyrir
íslenskum búningum
Júlía segir að æ fleiri konur fái sér
íslenskan búning og í raun megi
tala um sprengingu í þeim efnum.
Frá því hún hóf störf eftir nám hefur
hún boðið upp á námskeið í sinni
sérgrein, víravirkinu, og þátttaka sé
jafnan góð, hvar á landi sem er. „Það
er mikil vakning í þessu og fer bara
vaxandi og bara gaman af því,“ segir
hún. Margar konur vilja sauma sinni
búning frá A til Ö þó verkefnið sé
tímafrekt. „Það er ánægjulegt að sjá
árangur erfiðis síns að verki loknu og
konurnar klæðast búningi sínum með
enn meira stolti fyrir vikið.“ /MÞÞ