Bændablaðið - 02.08.2018, Side 30

Bændablaðið - 02.08.2018, Side 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. ágúst 201830 Rjómabúið á Baugsstöðum: Stór hluti af hagkerfi bænda fyrir 100 árum Fjóra kílómetra austan Stokks- eyrar, skammt frá Knarrar ósvita, stendur látlaus bygging úr timbri klædd bárujárni. Á austurhlið þess er vatnshjól sem mjór skurður rennur um. Þetta er Rjómabúið á Baugsstöðum sem fyrir öld síðan var stór hluti af hagkerfi bænda þar um slóðir. Rjómabú eða smjörbú skiptu mörgum tugum í upphafi 20. aldar á Íslandi en fyrirmyndin var starfsemi slíkra rjómabúa í Danmörku. Af öllum þessum fjölda rjómabúa sem starfrækt voru á sínum tíma er einungis Rjómabúið á Baugsstöðum varðveitt í dag með skálahúsi, tækjum og tólum. Rjómabúið á Baugsstöðum var stofnað 8. október 1904 og tók til starfa 21. júní 1905. Stofnfélagar voru 48 bændur úr Stokkseyrarhreppi og Gaulverjabæjarhreppi en síðar gengu bændur úr Villingaholtshreppi í rjómabúið. Þetta var samvinnufélag. Það var starfrækt til 1952 en blómaskeið þess var frá upphafi og til 1920. Bændur komu með rjóma í brúsum á klyfjahestum og fyrst og fremst framleitt smjör en einnig ostar. Í upphafi var grafinn aðveituskurður úr Hólavatni að Baugsstaðaá og vatnshjól knúði vélar búsins. Megnið af framleiðslunni var til útflutnings en einnig á sístækkandi markað í Reykjavík. Ýmis önnur þjónusta var í boði, hægt að láta hlaða rafgeyma fyrir útvarp og einnig var þarna kornmylla um skeið. Konur með sérmenntun Starfsfólk rjómabúsins voru konur sem voru sérmenntaðar í Mjólkurskólanum á Hvítárvöllum í Borgarfirði. Frá 1928 til 1952 störfuðu í Rjómabúinu á Baugsstöðum þær Guðrún Andrésdóttir aðstoðarkona og Margrét Júníusdóttir rjómabússtýra. Eftir það ráku þær verslun í húsinu til láts Margrétar 1969. Tæki rjómabúsins og áhöld voru varðveitt áfram eftir að starfsemi þess var hætt og átti það eftir að koma sér vel síðar. Varðveislufélag stofnað 1971 Árið 1971 var stofnað til varðveislufélags um rjómabúið. Voru það Baldur Teitsson símstöðvarstjóri, Jóhann Briem listmálari og Þór Magnússon þjóðminjavörður sem hvöttu til þess að rjómabúið yrði varðveitt um aldur og æfi sem minjar um merkt skeið í búnaðarsögu Íslands. Heimamenn tóku síðan frumkvæðið. Rjómabúið var opnað sem safn sumarið 1975 að viðstöddum Kristjáni Eldjárn, forseta Íslands, og hefur það verið opið á sumrin síðan þar sem tæki þess og tól hafa talað sínu máli. Rjómabúið var friðlýst af menntamálaráðherra árið 2005 á 100 ára afmæli þess. Á 100 ára afmælinu var jafnframt gefin út lítil og snotur bók um Rjómabúið á Baugsstöðum eftir Helga Ívarsson og Pál Lýðsson. Rjómabúið á Baugsstöðum er í eigu Búnaðarsambands Suðurlands, Byggðasafns Árnesinga, Búnað- arfélags Stokkseyrar, Búnaðar- félags Gaulverjabæjarhrepps og Búnaðarfélags Villingaholtshrepps. Stjórn Varðveislufélags Baugsstaðar- jómabúsins sem síðar fékk heitið Rjómabúið á Baugsstöðum var lengi skipuð Stefáni Jasonarsyni í Vorsabæ, Helga Ívarssyni í Hólum og Páli Lýðssyni í Litlu-Sandvík. Þeir mótuðu starfsemina og unnu óeigingjarnt starf fyrir Rjómabúið á Baugsstöðum. Núverandi stjórn er skipuð Sveini Sigurmundssyni á Selfossi, Birni Harðarsyni í Holti og Lýð Pálssyni, safnstjóra á Eyrarbakka, sem jafnframt sér um daglegan rekstur þess. Húsvörður var lengi Sigurður Pálsson, bóndi á Baugsstöðum, en í dag sjá þeir sameiginlega um húsvörslu, Lýður og Siggeir Ingólfsson á Eyrarbakka. Gæslufólk er jafnframt ráðið árlega til að halda rjómabúinu opnu yfir sumarið. Verkefni Rjómabúsins á Baugsstöðum er að varðveita þetta aldargamla rjómabú og hafa til sýnis sem safn. Byggðasafn Árnesinga sér um að halda því opnu en rjómabúið sjálft sér um annan rekstrarkostnað. Opið um helgar í júlí og ágúst Rjómabúið á Baugsstöðum er opið laugardaga og sunnudaga í júlí og ágúst kl. 13-18. Hópar og skólar geta skoðað rjómabúið á öðrum tímum. Rjómabúið er upprunalegt að öllu leyti og eru vélar þess gangsettar fyrir gesti. Sjón er sögu ríkari. /Lýður Pálsson, safnstjóri 500 manns heimsóttu Bustarfell í Vopnafirði: Hátíð á fornu höfuðbýli Þann 8. júlí síðastliðinn var Bustarfellsdagurinn haldinn hátíðlegur í 26. sinn á Bustarfelli í Vopnafirði. Bustarfell er fornt höfuðbýli og í gamla torfbænum er nú minjasafn þar sem fræðast má um lifnaðarhætti í sveitinni á tímabilinu 1770–1966. Í bænum eru 25 vistarverur og er allur bærinn opinn gestum. Í honum er fastasýning og nokkrar tímabundnar sýningar sem skipt er út reglulega svo það er alltaf eitthvað nýtt að sjá. Á Bustarfellsdaginn lifnar bærinn við og þar má sjá unga sem aldna sameinast í því að sýna gamlar verkhefðir og hafa gaman saman. Margt fróðlegt og skemmtilegt var að sjá og heyra. Hægt var að bragða á ýmsu góðgæti víða um gamla bæinn en í boði var reykt sauða- og geitakjöt, fjallagrasamjólk, skyrhræringur, hákarl, harðfiskur og brennivín. Einnig buðu spariklæddar dömur upp á kaffi og lummur í baðstofunni. Utandyra mátti sjá hraust fólki í heyskap og eldsmið hamra járnið af list. Einnig var krökkum boðið að fara í smá reiðtúr og dýrin í litlu dýragirðingunni glöddu unga gesti. Kaffihúsið Hjáleigan stendur við gamla bæinn og er opið daglega á sama tíma og safnið. Á Bustarfellsdaginn bauð Hjáleigan upp á veglegt kaffihlaðborð í stóru tjaldi til að anna fjöldanum. /ÞÞ,BE Rjómabúið á Baugsstöðum. Bygginguna smíðaði Jón Gestsson í Villingaholti vorið 1905. Myndir / TB & Gunnar Sigurgeirsson Úr vélasal Rjómabúsins á Baugsstöðum. Fremst er hnoðunarborðið en fyrir aftan það er smjörstrokkurinn. Lengst til hægri er ostaker. Vatnshjólið knýr vélar búsins. Það hefur reglulega þurft að endurnýja hjólið og er núverandi hjól smíðað 2005.Heimsókn í Rjómabúið er upplifun fyrir unga sem aldna. Inni í bæ var fólk að störfum við prjónaskap, útsaum, vefnað, ýmiss konar ullarvinnslu og hrosshársspuna. Þá var og sýnd jurtalitun úr íslenskri náttúru. Utandyra mátti sjá fólk í heyskap. Smjörstrokkurinn. Strokkað var þrisvar á dag og starfsdagurinn langur í rjómabúinu. Í rjómabúinu unnu einungis konur sem má telja merkilegt í íslenskri iðnaðarsögu. og var dagurinn allur hinn ágætasti. Myndir / Birna H. Einarsdóttir Ungur maður reynir kraftana.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.