Bændablaðið - 02.08.2018, Qupperneq 31

Bændablaðið - 02.08.2018, Qupperneq 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. ágúst 2018 31 Markmið okkar er að spara viðskiptavinum tíma, fyrirhöfn og fjármuni. VA N TA R Þ I G STA R FS F Ó L K Handafl er traust og fagleg starfsmannaveita með margra ára reynslu á markaði þar sem við þjónustum stór og smá fyrirtæki. Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Suðurlandsbraut 6, Rvk. | SÍMI 419 9000 info@handafl.is | handafl.is Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Fáðu heyrnartæki til prufu Akureyri | Egilsstaðir | Húsavík | Ísafjörður | Húsavík | Selfoss| Vestmannaeyjar Um árabil hefur Heyrnartækni veitt þjónustu víðs vegar um landið. Við bjóðum upp á mikið úrval vandaðra heyrnartækja í ólíkum verðflokkum. Kannaðu hvenær Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður næst í nágrenni við þig. Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 adnBæ arg ýsinguSm láa 0030365 - - fráa Ha hf i Rúmenía: Stjórnvöld stöðva ólöglegt skógarhögg í Karpatafjöllum Laganna verðir í Rúmeníu lögðu fyrir skömmu til atlögu við glæpasamtök í landinu sem hafa stundað ólöglegt skógarhögg í Karpatafjölum þar sem enn má finna leifar af frumskógum Evrópu. Karpatafjöll eru fjallgarður sem teygir sig frá Mið-Evrópu til Austur- Evrópu og sá næstlengsti í Evrópu og er um það bil 1.500 kílómetrar að lengd. Í fjöllunum er að finna um það bil þriðjung af öllum plöntutegundum í Evrópu og leifar af síðustu frumskógum Evrópu. Í aðgerðum lögreglu var meðal annars starfsemi timburframleiðslu fyrirtækisins Schweighofer Holzindustrie stöðvuð en fyrirtækið er í eigu Ástrala. Auk skógarhöggsmanna og flutningabílstjóra hefur fjöldi opinberra starfsmanna einnig lent í tugthúsinu fyrir að gefa út fölsk leyfi til skógarhöggs og í sumum tilfellum í friðlandi. Talið er að starfsemin teygi sig aftur til ársins 2011 og að hún hafi velt tugmilljónum evra. /VH Talið er að umfangsmikið ólöglegt skógarhögg í Rúmeníuhluta Karpatafjalla Landbúnaður og ofnýting auðlinda skaðlegri líffræðilegum fjölbreytileika en hlýnun jarðar Í niðurstöðu rannsóknar sem birt var í Nature segir að líffræðilegum fjölbreytileika í heimunum stafi mun meiri ógn af landbúnaði, of- og ólöglegri nýtingu á villtum plöntum og dýrum en hlýnun jarðar. Í Nature segir að í umræðunni um hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sé of mikið gert úr hlut hlýnunar jarðar og litið framhjá aðalsökudólgnum sem er landbúnaður og nytjar á villtum plöntum og dýrum eins og skógarhögg og fiskveiðar. Í niðurstöðu rannsóknarinnar segir að í dag stafi um 75% dýra- og plöntutegunda í heiminum hætta af landbúnaði og ofnýtingu en 17% af völdum hlýnunar jarðar. Á sama tíma stafar villtum dýrum og plöntum einnig ógn af útbreiðslu borga og samgöngumannvirkja, ágangi ferðamanna, námu- og gasvinnslu. /VH plöntutegunda í heiminum hætta af Ræktun: Erfðabreytt ræktun á 190 milljón hekturum Áætlað er að erfðabreyttar plöntur séu ræktaðar á um 190 milljónum hekturum lands í heiminum. Mest er ræktunin í Bandaríkjum Norður- Ameríku, Brasilíu og Argentínu. Ræktun á erfðabreyttum nytjaplöntum er sífellt að aukast og í dag er áætlað að þær séu ræktaðar á um 190 milljón hekturum lands í heiminum. Um helmingur ræktunarinnar eru sojabaunir, á eftir fylgir bómull og repjuolíu. Langmest er ræktunin í Bandaríkjum Norður-Ameríku þar sem ætlað er að 75 milljónir lands séu nýttir undir ræktun erfðabreyttra nytjaplantna. Í Brasilíu er landnýtingin áætluð rúmir 50 milljón og í Argentínu 26,3 milljón hektarar. Kanada er í fjórða sæti með um 13 milljón hektara. Þar á eftir koma Indland með rúma 11 og Paragvæ og Pakistan með um 3 milljón hektara af landi sem notað er til ræktunar á erfðabreyttum plöntum. Fimm stærstu ræktunarlönd erfðabreyttra plantna, hvort sem það er til manneldis eða sem fóður, framleiða um tæplega 95% þeirra á heimsvísu. /VH UTAN ÚR HEIMI

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.