Bændablaðið - 02.08.2018, Side 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. ágúst 2018 33
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Í verslunum Willys í Gautaborg eru neytendur hvattir til að velja sænskt kjöt.
Mynd/TB
þjóðarinnar í huga. Fjórðungurinn
af markaðinum í Kína er engu að
síður all góð stærð af markaði og
er t.d. talið innan fimm ára þá muni
innflutningur mjólkurvara til Kína
verða sá umsvifamesti í heiminum.
Ástæða þess að markaðurinn í Kína
er svona eftirsóttur er að vegna lítillar
neyslu framan af þá varð til í Kína
einhverskonar hávöruverðsmarkaður.
Nýríkir Kínverjar keyptu
mjólkurvörur á uppsprengdu
verði og það kallaði á enn frekari
innflutning á framlegðarháum
mjólkurvörum og framleiðslu í Kína
á mjólkurvörum sem voru seldar á
afar háu verði. Enn þann dag í dag
svipar markaðssetningu mjólkurvara
í Kína til markaðssetningar á
ilmvötnum eða öðrum lúxusvörum,
þar sem t.d. þekktir leikarar eða
heimsþekktir íþróttamenn eru notaðir
við auglýsingarnar. Þá er mikið lagt
í umbúðahönnun og útlit varanna,
mun meira en sést í öðrum löndum.
Framleiðslukostnaður enn hár
Þrátt fyrir mörg stór kúabú, þá er
framleiðslukostnaður mjólkur í Kína
enn langtum meiri en mörgum öðrum
löndum. Skýringin felst fyrst og fremst
í því að innviðir framleiðslunnar eru
enn hálf laskaðir eftir framangreindan
uppgangstíma og enn eru margir
milliliðir á milli kúabændanna sjálfra
og frumframleiðenda á hráefnum sem
nota þarf. Fæst búin eru með eigin
gróffóðurframleiðslu og þurfa að
kaupa nánast allt að. Stærsti hluti
gróffóðursins er þó framleiddur í
Kína og oftar en ekki kemur fóðrið
frá örsmáum landspildum en afar
algengt er að eldra fólk ráði yfir
svokallaðri „mú“ sem er kínversk
mælieining lands og svarar til 1/15
af hektara. Hvert kúabú þarf svo
að semja við hverja fjölskyldu um
að fá t.d. gras eða maísvothey frá
viðkomandi spildu og eins og gefur
að skilja þarf marga slíka samninga
svo náist í eitt kýrfóður svo ekki sé nú
talað um það ef viðkomandi kúabú er
með fleiri þúsund kýr. Þetta kínverska
kerfi hefur án nokkurs vafa áhrif til
hækkunar á grófóðrinu en þess utan
þarf að kaupa viðbótarfóður erlendis
frá eins og refasmára og soja.
Fjárfestingar erlendis
Ein af þeim leiðum sem kínverskir
fjárfestar hafa farið undanfarin ár, er
að fjárfesta í landbúnaði utan Kína
og flytja svo framleiðsluvörurnar
heim til Kína. Þessi leið hefur
verið farin af mörgum bæði vegna
ákveðinna erfiðleika við framleiðslu
á landbúnaðarvörum í Kína en einnig
einfaldlega vegna gríðarlega sterkrar
stöðu bæði sumra einstaklinga
og fyrirtækja í landinu. Kínverjar
geta ekki fjárfest í landi í Kína,
það er einfaldlega ekki hægt og
allt land tilheyrir hinu opinbera og
landbúnaðarland er líklega það allra
verðmætasta sem hægt er að fjárfesta
í til lengri tíma litið, enda fara stærri
og stærri landssvæði undir annað
en landbúnað og hið minnkandi
landbúnaðarland heimsins þarf að
brauðfæða æ fleiri íbúa. Ákvörðun
fjársterkra kínverskra aðila um að
fjárfesta í góðu landbúnaðarlandi
er því skiljanleg og þannig eru t.d.
margar jarðir í Bandaríkjunum nú
í eigu Kínverja. Þar eru þær helst
nýttar til framleiðslu á refasmára en
hátt heimsmarkaðsverð á refasmára,
þar sem bandarískir seljendur hafa
verið alls ráðandi, hefur einfaldlega
ýtt Kínverjum út í fjárfestingar í
Bandaríkjunum og nú framleiða
þeir meira og meira af refasmáranum
sjálfir og senda hann svo heim til
Kína.
Áframhaldandi vöxtur
Það er ekki nokkur vafi á því að
mjólkurframleiðslan í Kína mun
halda áfram að vaxa og dafna í takti
við aukna neyslu, en að sama skapi
heldur markaðurinn fyrir innfluttar
vörur einnig áfram að stækka þar
sem enginn gerir í raun ráð fyrir að
kínversku kúabúin muni nokkurn
tímann ná að sinna öllum markaðnum.
Forsvarsmenn stærstu kínversku
afurðastöðvanna hafa þegar gert sér
grein fyrir þessu og sjást þess merki
í nokkrum öðrum löndum eins og
Hollandi, Nýja-Sjálandi og Ástralíu
þar sem þær eru nú að koma sér fyrir
líka. Tilgangurinn er nokkuð skýr og í
raun sama aðferð og þegar er beitt til
þess að skaffa refasmára á betra verði,
þ.e. þær ætla sér einnig hlutdeild í
síðasta fjórðungnum, þ.e. taka til sín
bita af af innflutningskökunni. Það
verður þó alltaf pláss fyrir innfluttar
vörur frá afurðastöðvum frá öðrum
löndum, markaðurinn í Kína er
einfaldlega svo gríðarlega stór.
Verslum í heimabyggð:
Hugmynd fyrir
íslenska kaupmenn?
Í Svíþjóð og víðar á Norðurlöndunum
hafa verslanir tekið upp hanskann
fyrir innlenda búvöruframleiðendur
og hvatt neytendur til þess að kaupa
vörur úr heimabyggð. Það er ekki síst
núna þegar þurrkar og erfið tíð ógnar
landbúnaði og matvælaframleiðslu á
stórum landsvæðum í Skandinavíu.
Þannig hafa matvöruverslanirnar
Willys í Svíaríki hvatt neytendur til
að kaupa sænskt kjöt með þessum
orðum: „Mest af kjötinu sem við
bjóðum kemur frá sænskum búum.
Það er bæði þér og sænskum
bændum í hag. Mjög gott kjöt á
lágu verði!“
Hliðstæð dæmi er að finna
í Bretlandi þar sem ákveðnir
stórmarkaðir hafa hvatt neytendur til
þess að styðja við innlendan landbúnað
með því að kaupa þarlendar búvörur.
/TB
Tímarit Bændablaðsins
í tengslum við stórsýningu landbúnaðarins
BÆNDABLAÐIÐ GEFUR ÚT TÍMARIT Í TENGSLUM VIÐ STÓRSÝNINGUNA
ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018 SEM HALDIN VERÐUR Í LAUGARDALSHÖLL
DAGANA 12.–14. OKTÓBER.
Markmið sýningarinnar er að kynna fjölbreytni íslensks landbúnaðar og hreinleika
matvæla framleiðslunnar. Sýningin verður bæði á úti- og innisvæði þar sem bændum
og öðrum gestum gefst tækifæri til að virða fyrir sér gagnleg tæki og tól í landbúnaði
og rekstri. Allir félagsmenn í Bændasamtökunum fá boðsmiða á sýninguna og vænta
má mikils fjölda gesta.
Tímaritið verður leiðarvísir gesta á sýningunni og mun m.a. innihalda gagnlegar
upplýsingar um sýninguna, kynningar á þeim fyrirtækjum sem koma að sýningunni auk
fræðandi og fjölbreytilegs efnis um málefni landbúnaðarins.
Lengd ritsins er yfir 100 síður og það er prentað á glanstímaritapappír í stærðinni A4.
Tímaritið verður prentað í 10.000 eintökum og verður það sent á öll lögbýli landsins og
til áskrifenda auk fyrirtækja sem tengjast landbúnaðinum. Þá verður tímaritinu dreift á
sýningunni sjálfri.
Við bjóðum upp á hefðbundnar auglýsingar í ritinu en í seinni hluta þess er pláss fyrir
kynningarefni frá fyrirtækjum sem unnið er í samvinnu við blaðamenn.
Verðskrá kynninga:
Heilsíða: 130.000 kr. án vsk.
Hálfsíða: 85.000 kr. án vsk.
Opna: 210.000 kr. án vsk.
Verðskrá auglýsinga :
Heilsíða: 160.000 kr. án vsk.
Hálfsíða: 95.000 kr. án vsk.
Opna: 230.000 kr. án vsk.
Baksíða: 250.000 kr. án vsk.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 563-0303
og gegnum netfangið ghp@bondi.is
Tryggðu þér
auglýsingapláss
í tíma!