Bændablaðið - 02.08.2018, Qupperneq 36

Bændablaðið - 02.08.2018, Qupperneq 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. ágúst 201836 LESENDABÁS Stöðva þarf jarðasöfnun auðmanna og fjárfestingarfélaga – Hefja þarf gerð rammaáætlunar um landvernd og landnýtingu Í sumar hefur verið fjallað töluvert hér í blaðinu og í fleiri fjölmiðlum um umfangsmikil jarðakaup erlendra auðmanna sem að flestra mati teljast til óheillaþróunar. Þá hefur einnig komið fram að innlendir aðilar, bæði einstaklingar og fjárfestingafélög, hafi um árabil safnað að sér jörðum, jafnvel í tugavís. Þróunin í þessum efnum blasir við víða erlendis, svo sem í Afríku þar sem Kínverjar hafa verið stórtækir við uppkaup á landi (land grabbing) og nýlega var sagt frá því í sjónvarpsfréttum að útlendingar væru búnir að ná eignarhaldi yfir stórum hluta Kanaríeyja. Aðgerðaleysi stjórnvalda Það vekur furðu hve ýmsir framámenn í þjóðfélaginu virðast nú fyrst vera að átta sig á því að jarðasöfnun og önnur uppkaup náttúruauðlinda í stórum stíl geta orðið varasöm, hvort sem útlendingar eða Íslendingar eiga í hlut. Þetta er mál okkar allra sem byggjum landið, ekki einkamál landbúnaðarins, þótt Bændasamtök Íslands hafi um all langt árabil helst varað við slíkri þróun og m.a. vísað í býsna strangar reglur um jarðakaup á hinum Norðurlöndunum, einkum í ESB-landinu Danmörku. Hér hafa stjórnmála- og embættismenn komist upp með það árum saman að telja fólki trú um að vegna aðildar okkar að EES getum við ekki komið lögum yfir jarða- s ö f n u n i n a . Hafa þeir þá gjarnan borið við kröfum hins frjálsa markaðar sem alltof margir eru farnir að líta á sem eins konar náttúrulögmál. Ef Danir fá frið fyrir ESB til þess að taka á þessum málum hljótum við að geta það líka. Þetta tómlæti og aðgerðaleysi stjórnvalda var kannski skiljanlegt á árunum 2010–2015 þegar verið var að reyna að koma okkur inn í ESB og fjölmargir stjórnmálamenn, ráðherrar og embættismenn í stjórnkerfinu vildu ekki styggja Brusselvaldið með neinum hætti. Þá voru það helst alþingis menn- ir nir og ráðherrarnir Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason sem ræddu þessi mál opinberlega af einhverri alvöru og höfðu uppi varnaðarorð og Ögmundur reyndi að grípa í taumana með setningu reglugerðar vorið 2013. Alþingis bíður brýnt verkefni Að sjálfsögðu getum við átt góð samskipti við ESB þótt Alþingi Íslendinga setji lög sem takmarka stórfelld uppkaup auðmanna og fjárfestingarfélaga á landi með öllum gögnum þess og gæðum, þar með landbúnaðarlandi, veiðihlunnindum og vatni. Allt eru þetta auðlindir sem mega ekki fara á fárra hendur. Þessi óheillaþróun er í raun ávísun á þjóðfélagsvandamál og byggðaröskun, a.m.k. þegar til lengri tíma er litið. Hvað landbúnaðinn varðar er ljóst að fjölskyldubúskapurinn sem hefur verið hornsteinn hans fær ekki þrifist vel ef hér eflist eins konar landeigendaaðall sem lítur fyrst og fremst á jarðakaup sem arðsama fjárfestingu. Skert skilyrði til nýtingar bújarða og búskapar um land allt myndu smám saman skaða fæðuöryggi þjóðarinnar. En meira þarf að koma til en markviss stefna stjórnvalda og lagasetning til að stemma stigu við jarðasöfnunina. Rammaáætlun um landvernd og landnýtingu Yfirráð og umsjón með landinu okkar fagra og verðmæta skipta vissulega miklu máli en í nánum tengslum við þá umræðu þurfum við líka að átta okkur betur á hvernig eigi að vernda og nýta það í framtíðinni. Móta þarf heildarsýn, m.a. vegna aðgerða til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Þetta tel ég að best yrði gert með opinberri rammaáætlun um landvernd og landnýtingu. Hana ætti að tengja Landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem Skipulagsstofnun hefur unnið að um árabil. Til hliðsjónar má hafa Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma og Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða svo og ýmar niðurstöður rannsókna og gagnlegar skýrslur svo sem um landbúnaðarland, landgræðslu, skógrækt og náttúruvernd. Átaks er þörf Því hefur nú þegar skapast ágætur grundvöllur og alltraustar forsendur til að hefja gerð rammaáætlunar um landvernd og landnýtingu með almennahagsmuni að leiðarljósi. Reyndar voru lögð drög að slíku verki fyrir rúmlega þrem áratugum með útgáfu skýrslu landbúnaðarráðuneytisins 1986, Landnýting á Íslandi og forsendur fyrir landnýtingaráætlun. Hún var afrakstur fjölskipaðrar nefndar sem starfaði í tvö og hálft ár. Nú er orðið mjög tímabært og brýnt að ganga mun lengra í áætlanagerð samhliða opinberum aðgerðum til að stöðva jarðasöfnun fjársterkra aðila. Höfundur: Dr. Ólafur R. Dýrmundsson, nú sjálfstætt starfandi búvísindamaður, var starfsmaður Bændaskólans á Hvanneyri 1972-1977 og Búnaðarfélags Íslands, síðar Bændasamtaka Íslands, 1977-2015, við landnýtingarmál o.fl. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson. Sauðfjárbændur, samningarnir og skuldin við landið Að útdeila almannafé er vandaverk og þeir sem það gera þurfa að íhuga afleiðingar gerða sinna. Voru aðgerðirnar skynsamlegar? Sjái fólk sér ekki lengur fært að búa áfram með sauðfé vegna bágra lífskjara og ef engir aðrir tekjumöguleikar virðast fyrir hendi, þá eru fjármagnseigendur, innlendir eða erlendir, líklegir til að kaupa jarðirnar. Er það vilji þjóðarinnar? Stór hluti af opinberum stuðningi við sauðfjárbændur hefur á undan- förnum árum verið greiddur út á kíló af kjöti, innlögð í sláturhús. Þetta hefur óhjákvæmilega hvatt til aukinnar framleiðslu. Þannig bera ráðamenn ábyrgð á offramleiðslu og tilheyrandi verðfalli á sauðfjárafurðum síðustu tveggja ára. Til viðbótar áðurnefndum greiðslum, var komið á svokölluðum svæðisbundnum stuðningi, en með honum er sauðfjárbændum mismunað eftir búsetu, bústærð, fjarlægð frá þéttbýli og jafnvel rekstrarformi búa. Árið 2017 þurftu sauðfjárbændur að hafa ákveðinn fjölda af ám, ásamt því að búa í tiltekinni fjarlægð frá þéttbýli, til þess að fá þennan stuðning. Svo virðist sem stjórnkerfið dragi taum stærri búanna, á kostnað þeirra minni. Stjórnarmaður í Bændasamtökunum fékk fyrirspurn um hvaða rök væru fyrir stærðarmörkum sauðfjárbúa, sem ættu rétt á svæðisbundna stuðningnum. Svarið var, að það væri litið svo á, að þeir sem hefðu minni bú, væru búnir að finna sér eitthvað annað til að lifa á. - Er rökrétt að alhæfa á þennan hátt? Víða um sveitir eru lítil bú, sem eru samfélögunum álíka mikilvæg og stóru búin. Eru stór bú betri fyrir landið? Einhverjir munu verða með tímanum sveltir út úr greininni. Hugsum okkur tvö sauðfjárbú í sama dalnum, annað búið fær svæðisbundinn stuðning, hitt ekki, af því að það er nokkrum kílómetrum nær þéttbýli. Er þetta skynsamleg aðferð til að efla sveitirnar? Á Tjörnesi eru nokkur sauðfjárbú, sem mér skilst að geti ekki fengið svæðisbundinn stuðning, af því að þau eru of nálægt Húsavík. Er rétt að leggja stein í götu þeirra? Bændasamtök Íslands og Landssamtök sauðfjárbænda eiga að gæta hagsmuna allra félagsmanna sinna. Stærðarmörk sauðfjárbúa geta virkað þannig að bændum sé refsað fyrir að fækka fé. Undirritaður fækkaði t.d. sauðfé haustið 2016 og missti svæðisbundinn stuðning árið eftir. Ein af ástæðunum fyrir þessari tímabundnu fækkun var sú, að mér fannst það skynsamlegt meðan við værum að laga beitiland í heimahögum og auk þess fyrirsjáanlegir söluerfiðleikari. Skuldin við landið Við landnám var Ísland verið mun betur gróið en nú er. Vegna erfiðleika við fóðuröflun fyrir búfé, allt fram á síðustu öld, áttu landsmenn ekki annars úrkosta en að beita landið allt inn að jöklum í meira en þúsund ár. Þess vegna þykir mér nokkurs misskilnings gæta, þegar talað er um ósnortin víðerni hér á landi. Á landsvæðum sem hafa verið beitt öldum saman, verður sá gróður ríkjandi, sem búfénaður vill síst éta. Ásýnd gróðurfars og lands er víða ólík því sem hún væri, ef beitin hefði ekki komið til. Það sem við sjáum, er ekki hið „eðlilega“ gróðurfar. Hluti auðnarinnar er tilkominn vegna margvíslegrar nýtingar landsmanna á gróðri, svo sem; búfjárbeitar, kolagerðar, hrístekju í þök á torfhús o.fl. Það er skuldin við landið. Sú skuld er ekki einungis okkar bænda, heldur allrar þjóðarinnar. Nýlegir búvörusamningar ollu undirrituðum vonbrigðum og mér þykir ráðgáta, af hverju styrkjakerfið í landbúnaðinum er ekki nýtt að einhverju leyti til að bæta landið. Merkilegt að stjórnvöld virðast ekki reyna að nýta sér aðstöðu, starfskrafta og þekkingu þeirra sauðfjárbænda sem það vilja, til aukinnar kolefnisbindingar t.d. landgræðslu og skógræktar. Enn munu gróðursettir skógar á Íslandi þekja undir tveimur prósentum af flatarmáli landsins. Hvar er hvatningin fyrir bændur til að auka kolefnisbindingu? Í báðum þessum greinum mun nær lagi að þátttakendur borgi með sér. Svo virðist sem bæði Landgræðsla ríkisins og Skógræktin séu fjársveltar. Um það bil helmingur af flatarmáli Íslands er gróðurlítill eða gróðurlaus. Væri landinu líkt við sjúkling, þá væri sjúklingur í þannig ástandi settur í gjörgæslu. En þegar kemur að því að velja hvort það á að vera jarðvegur og gróður á einhverjum landsvæðum eða ekki, þá vona ég að flestir velji jarðveg og gróðurþekju, fremur en berangur, þar sem orðið hefur „gjaldþrot“ jarðvegsins. Af vef Landgræðslunnar: „Jarðvegur er undirstaða fæðuframleiðslu jarðarbúa og skynsamleg nýting jarðvegs og gróðurs er forsenda velferðar mannsins. Það er því skylda okkar að koma í veg fyrir að gengið sé á gróður landsins en nýta það með sjálfbærum hætti, vinna að endurheimt þess gróðurlendis sem tapast hefur og tryggja friðun og framgang skemmdra vistkerfa þannig að þau nái að endurnýja sig.“ Við erfiðar aðstæður þarf stórfellda aðstoð, ef samfelld gróðurþekja á að nást. Þar er ekki nóg að aflétta beit, eins og virðist algengur misskilningur, heldur þarf að fara fram sáning eða gróðursetning plantna, sem þrífast á svæðinu, frumherja sem með tímanum geta myndað jarðveg fyrir aðrar plöntur. Þörfin fyrir kolefnisbindingu vaxandi Á heimsvísu er þörfin fyrir kolefnisbindingu mikil vegna sívaxandi mengunar, loftlags- breytinga og matvælaöryggis. Hér á landi er þörfin ekki síður mikil, t.d. vegna gróðurfarslega óviðunandi ástands stórra landsvæða. Finnist einhverjum nóg að gert varðandi uppgræðslu og skógrækt, þá þurfa líka að íhuga hvort er betra, gróið land eða auðn. Fólk lifir ekki lengi á eyðimörk, á uppskerulausu landi. Sé komið upp sjálfbærum vistkerfum geta þau gefið margskonar uppskeru og skapað atvinnu og verðmæti til framtíðar, auk kolefnisbindingar. Það er því að mínu mati siðferðileg skylda okkar að græða upp sem flest svæði, þar sem á annað borð er unnt að fá gróður til að vaxa. Við sauðfjárbændur þurfum stuðningskerfi sem er ekki framleiðsluhvetjandi, heldur stuðning sem gerir okkur kleyft að búa áfram í sveitunum og hafa þann valkost að bæta landið í kringum okkur með skógrækt og landgræðslu. Í nýju búvörusamningann má ekki vanta áherslur í þá átt. Landgræðslan og Skógræktin eru að skapa verðmæti til framtíðar fyrir komandi kynslóðir, en sú hugsun er tiltölulega ný hér á landi. Hér verður fólk að slaka á kröfunni um skjótfenginn gróða. Þessar stofnanir hafa unnið mikið verk í samstarfi við fyrirtæki, einstaklinga og bændur. Þrátt fyrir það er ástand gróðurs á landinu sem heild, að mínu mati óviðunandi, en það hefur þann kost, að við getum aukið kolefnisbindingu hlutfallslega meira en flestar aðrar þjóðir. Þess vegna finnst mér að við Íslendingar séum hér að kasta frá okkur sérstöku tækifæri, að nýta ekki betur afkastagetu bænda., þeir eru vörslumenn lands og margir í góðri aðstöðu til að stunda landbætur í meira mæli en nú. Það má ekki hrekja þá ekki úr sveitum landsins. Höfundur: Björn Halldórsson, Valþjófsstöðum. Melur eftir sextán ára friðun, jákvæðar breytingar vart sýnilegar.Björn Halldórsson við skógrækt á Valþjófsstöðum. Myndir / Úr einkasafni Skert skilyrði til nýtingar bújarða og búskapar um land allt munu smám saman skaða fæðuöryggi þjóðarinnar. Mynd / Odd Stefán

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.