Bændablaðið - 02.08.2018, Page 41

Bændablaðið - 02.08.2018, Page 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. ágúst 2018 41 Falleg húfa fyrir veturinn prjónuð úr Drops Air sem er mjúkt og stingur ekki. Kjörin á alla krakka í vetur. Stærð: 2–3/4–5/8–9/12 ára. Höfuðmál: ca 48/50 - 50/52 - 52/54 - 54/56. Garn: Drops Air (fæst í Handverkskúnst). 50-50- 100-100 g. Einnig hægt að nota Drops Nepal og Drops Big Merino. Prjónar: Hringprjónn 40 cm og sokkaprjónar nr. 4,5 og 5 - eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur og 22 umferðir í sléttu prjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð, á prjóna nr. 5. Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. --------------------------------------------------- Húfa: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, skiptið yfir á sokkaprjón þegar lykkjum fækkar. Fitjið upp 80-80-96-96 lykkjur á hringprjón nr 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan A.1 yfir allar lykkjur í 4 cm (= 5-5-6-6 mynstureiningar með 16 lykkjum). Skiptið yfir á hringprjón 5. Næsta umferð er prjónuð þannig: *Prjónið 6 lykkjur brugðnar, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 10 lykkjurnar og aukið JAFNFRAMT út um 2 lykkjur yfir þessar 10 lykkjur*, prjónið frá *-* alls 5-5-6-6 sinnum = 90-90-108-108 lykkjur. Prjónið síðan þannig: *Prjónið 6 lykkjur brugðnar, A.2 (= 12 lykkjur)*, prjónið frá *-* alls 5-5-6-6 sinnum. Þegar stykkið mælist 15-16-17-18 cm fækkið um 1 lykkju í byrjun hverrar brugðinnar einingar, fækkið lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur brugðnar saman (= 5-5-6-6 lykkjur færri, A.2 heldur áfram eins og áður). Endurtakið úrtöku í hverjum cm, en fækkið lykkjum til skiptis í lokin og í byrjun á brugðinni einingu, alls 5 sinnum = 65-65-78-78 lykkjur. Prjónið síðan 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4 lykkjur yfir hverri einingu A.2 = 45-45-54-54 lykkjur eftir í umferð. Í næstu tveimur umferðum eru allar lykkjur prjónaðar 2 og 2 slétt saman = 12-12-14-14 lykkjur eftir í umferð. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á bandi og festið vel. Húfan mælist ca 21-22-23-24 cm á hæðina. Dúskur: Gerið einn dúsk ca 4-6 cm að þvermáli og festið dúskinn efst á húfuna. Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst www.garn.is Mynstur: HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 4 5 2 9 7 7 6 8 4 3 5 1 5 4 2 5 9 8 3 8 4 6 2 9 3 1 4 2 5 6 2 7 2 9 3 6 5 1 1 4 5 6 2 Þyngst 2 9 6 4 8 5 9 3 9 4 1 7 6 9 2 1 7 3 1 6 5 4 2 9 1 3 6 4 4 5 8 2 5 7 2 8 9 4 7 3 4 5 6 3 1 4 7 7 1 7 2 3 5 5 9 3 7 8 2 6 1 6 2 9 3 7 6 2 9 4 3 5 8 9 1 4 8 2 9 7 8 3 9 6 5 2 3 2 7 5 Öldurnar á Tenerife eru hærri en geldneytahús FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Kári Daníelsson á Hjálmsstöðum 1 finnst ljúffengt að fá sér Bartaborgara í ferðamannafjósinu í Efstadal. Honum líkar vel við hesta en fyrsta minningin er þegar systir hans kom í heiminn. Nafn: Kári Daníelsson. Aldur: 10 ára, alveg að verða 11 ára. Stjörnumerki: Meyjunni. Búseta: Hjálmsstöðum 1 í Laugardal. Skóli: Bláskógaskóla á Laugarvatni. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Sund og náttúrufræði. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hestur. Uppáhaldsmatur: Mér finnst Barta- borgari í ferðamannafjósinu í Efstadal geggjaður. Uppáhaldshljómsveit: Rjóminn. Uppáhaldskvikmynd: Fast and the furious 7. Fyrsta minning þín? Þegar litla systir mín kom í heiminn. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóð- færi? Ég æfi blak, fótbolta, fimleika og körfubolta. Í körfunni er ég í úr- valsbúðum. Svo spila ég á hljómborð. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Vélaverktaki. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Á Tenerife, öldugangur- inn var svakalegur. Stærstu öldurnar voru hærri en geldneytahúsið okkar. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég er að vinna í sveitinni og fæ borgað fyrir það. Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Vogue bíður uppá alhl iðalausn fyr i r hótelherbergið eða gist iheimi l ið. fyr ir heimil ið Kaðlahúfa á krakka

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.