Bændablaðið - 22.03.2018, Qupperneq 18

Bændablaðið - 22.03.2018, Qupperneq 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018 Á fundi fagráðs í hrossarækt sem haldinn var 22. febrúar var farið yfir reglur um ræktunarbú ársins í hrossarækt, sem er heiðursviðurkenning Bændasamtaka Íslands. Þessar reglur hafa verið að þróast á síðastliðnum árum og verður sú þróun kynnt hér, ásamt síðustu breytingum. Reglur um þessa viðurkenningu hafa verið þannig að ræktunarbú eða ræktendur sem rækta fjögur hross og að lágmarki tvö með fyrstu verðlaun sem sýnd eru á árinu í fullnaðardóm koma til álita. Upphaflega var reiknuð út meðaleinkunn hrossanna eins og hún kemur fyrir, meðalaldur hrossanna og fjöldi; búunum raðað upp eftir þessum þáttum og það bú sem skorar hæst valið ræktunarbú ársins. (Þegar talað er um bú hérna er einnig átt við hópa af hrossum frá ákveðnum ræktendum.) Reglurnar hafa verið að þróast á undanförnum árum en árið 2016 var ákveðið að leiðrétta allar einkunnir fyrir kyni og aldri líkt og gert er í kynbótamatinu. Þetta er gert til að gera einkunnir samanburðarhæfari áður en búum er raðað upp eftir meðaleinkunn. Svo er búunum raðað upp eftir leiðréttri meðaleinkunn og fjölda sýndra hrossa. Þá var í fyrra ákveðið að breyta því hvernig hross sem hljóta fyrstu verðlaun eða heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á búinu hafa áhrif á niðurstöðu búsins til að tryggja að þessi árangur hafi í öllum tilfellum jákvæð áhrif á röðun búanna (sjá í reglunum að neðan). Áður var það til dæmis þannig að hryssa sem hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi bætti einu fimm vetra hrossi með 8.00 í aðaleinkunn við hópinn, en það gat dregið meðaleinkunn búanna niður í sumum tilvikum. Öll hross með sama uppruna Nú var ákveðið að skýra betur út hvaða hópar hrossa liggja valinu til grundvallar. Reglurnar hafa verið þannig undanfarin ár að bæði ræktunarbú eða aðilar (ræktendur) hafa getað komist í pottinn ef þeir sýna að lágmarki fjögur hross á árinu og tvö í fyrstu verðlaun eins og fyrr segir. Þannig hefur þetta verið í bland ræktunarbú þar sem öll hrossin eru frá sama uppruna, ræktunarbú þar sem uppruni hrossa er blandaður og einnig hópar hrossa frá einstökum ræktendum þar sem öll hrossin eru frá sama uppruna eða fleirum en einum uppruna. Nú var ákveðið að einfalda þetta val og einskorða valið í framtíðinni við ræktunarbú þar sem öll hrossin sem mynda hópinn sem liggur valinu til grundvallar þurfa að hafa sama uppruna (upprunanúmer). Tilgangur verðlaunanna er fyrst og fremst að verðlauna ræktunarárangur en þessi síðasta breyting er gerð til að tryggja að einnig sé verið að verðlauna uppeldið og utanumhaldið um hrossin; vegferðina frá hugmynd að pörun til sýningar. Einnig var þetta orðið fullflókin og mikil vinna við valið þegar bæði þurfti að horfa til uppruna og ræktenda og tryggja að ekkert hross gleymdist. Enda að verða flóknari mynd í seinni tíð hvernig staðið er að skráningu á uppruna og ræktendum. Þessi nýja regla kemur ekki í veg fyrir að til dæmis ræktendur í þéttbýli geti verið verðlaunaðir, enda er áfram horft til þéttbýlisstaða sem uppruna og að sjálfsögðu til ræktunarnafna. Það þótti sanngjarnt og rétt að hafa tvær undantekningar á þessari meginreglu: Í fyrsta lagi má tengja saman tvö upprunanúmer ef viðkomandi ræktendur hafa flust búferlum. Þetta er gert til þess að ræktendur þurfi ekki að byrja á núllpunkti ef þeir flytjast búferlum og kenna hross sín við annan uppruna á einhverjum tímapunkti. Einnig má tengja saman tvö upprunanúmer ef ræktendur rækta hross á tveimur jörðum þegar um sama (eða sameiginlegan) rekstur er að ræða. Til að Fagráð geti tekið tillit til þannig aðstæðna var ákveðið að þetta þurfi að tilkynna fyrir 1. maí ár hvert. Forval hrossa til dóms Forval hrossa til dóms er töluvert eins við þekkjum og nokkuð ljóst er að ræktunarverðlaunin eins og þau hafa verið auka heldur á það; þegar ræktandi er búinn að sýna ákveðinn hóp hrossa með góða meðaleinkunn bíður hann í sumum tilvikum með að sýna hross sem eru kannski alveg tilbúin til dóms ef það er hætta á að þau lækki meðaleinkunn hópsins. Þessi verðlaun eru náttúrulega fyrst og fremst hugsuð til að verðlauna ræktendur sem skila hrossum til dóms sem eru af miklum gæðum og til þess fallinn að auka á erfðaframfarir í stofninum. Þessi verðlaun þurfa í raun ekki að velta öðrum hrossum fyrir sér og því síður að draga úr því að þau séu sýnd. Af þessari ástæðu var ákveðið að við útreikning á meðaleinkunn búanna og samantekt á fjölda hrossa yrði í framtíðinni eingöngu horft til hrossa sem hlytu 8.00 í aðaleinkunn þar sem búið væri að leiðrétta fyrir aldri og kyni (leiðréttri aðaleinkunn). Þegar búið er að taka frá hross sem ná ekki 8.00 í leiðréttri aðaleinkunn, þá er búunum raða upp eftir meðaleinkunn og fjölda á sama hátt og gert er í dag. Fólk getur skoðað hvernig leiðréttingin er fyrir aldri og kyni í kynbótamatinu en það kemur fram í WorldFeng í flipanum Kynbótamat sem er á grunnsíðu hvers hests en þar er skjal sem heitir Alþjóðlegt kynbótamat. Þar má sjá til dæmis að fjögurra vetra hryssa með 7.80 og fjögurra vetra stóðhestur með 7.70 í aðaleinkunn eru með 8.00 í aðaleinkunn eftir leiðréttingu. Þannig að þetta útilokar ekki efnilegustu fjögurra vetra hrossin frá útreikningnum. Aftur á móti er sex vetra hryssa með 7.90 í aðaleinkunn með 7.95 eftir leiðréttingu og yrði þá ekki með í útreikningnum. Þetta er jákvæð breyting og til þess fallin að gera upp á milli búa á grundvelli bestu hrossanna en draga þau ekki niður fyrir að sýna hross af ýmsum gerðum sem verðmætt er að fá til dóms. Skráning á uppruna og ræktanda Tekið skal fram að reglan er sú að skráning á uppruna og ræktanda (og nafni hestsins) er ekki breytt eftir að hrossið hefur hlotið dóm. Ræktendur hafa því góðan tíma fram að sýningu til að leiðrétta þessar skráningar. Það er gott að hafa það í huga og þessari reglu verður fylgt eftir í framtíðinni og ekki síður en gert hefur verið hingað til. Í þeim mikla fjölda hrossa sem eru í pottinum á hverju ári hefur tímasetning á endanlegri skráningu t.d. ræktanda vel getað hafa farið framhjá Fagráði. Það er afar óheppilegt þó að Fagráð sé ekki að véfengja breytingar á þessum skráningum enda þurfa þær í öllum tilvikum að koma beint frá skráðum ræktanda. Þessar breytingar í heild sinni eru vonandi til bóta, til þess fallnar að skýra valið og fækka matskenndum atriðum. Reglurnar í heild sinni eru hér fyrir neðan. Reglur um ræktunarbú ársins Gögnin sem liggja til grundvallar eru dómar allra fulldæmdra hrossa á viðkomandi ári, sem eru Ræktunarbú ársins í hrossarækt – breyttar reglur HROSS&HESTAMENNSKA Hafðu samband við sölumann í síma 590 5116 eða sendu línu á iab@klettur.is og kynntu þér þína möguleika. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 / 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Nú bjóðum við MultiOne 6.3 SD vélar á enn betra verði en áður og með fleiri aukahluti innifalda. Um er að ræða frábærar fjölnotavélar með 1200 kg lyftigetu. Á MultiOne 6.3 SD situr stjórnandi í aftari hluta þessara lipru og sveigjanlegu véla. Vélarnar afhendast með skóflu, aukaballest að aftan og taðgreip. Ný sending af MultiOne 6.3 SD fjölnotavélum Oft veltir lítil vél þungu hlassi Þorvaldur Kristjánsson ábyrgðarmaður í hrossarækt thk@rml.is Frá Landsmóti hestamanna á Hólum í Hjaltadal 2016. Mynd/ghp
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.