Bændablaðið - 22.03.2018, Qupperneq 22

Bændablaðið - 22.03.2018, Qupperneq 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018 Í Bogasal Þjóðminjasafna Íslands stendur yfir athyglisverð sýning sem ber heitið „Prýðileg reiðtygi“. Þar gefur að líta íslenska söðla frá fyrri öldum. Gefur sýningin góða innsýn í það merkilega handverk sem hér hefur verið unnið í gegnum tíðina og oft við erfiðar aðstæður, ekki síst í málmsmíði, leðurvinnu, vefnaði og útsaumi. Lilja Árnadóttir, sviðstjóri munasafns, segir sýninguna eingöngu byggða á munum sem varðveittir séu í safninu og tilheyri reiðmennsku og útbúnaði til að sitja hest og ferðast á milli staða. Hún er sjálf vel kunnug sveitastörfum og hestamennsku og á uppruna að rekja á bæ í Borgarfirði sem heitir Beigaldi og er rétt sunnan þjóðvegarins nokkrum kílómetrum norðaustan við Borgarnes. „Það sem við höfum dregið hér fram eru m.a. munir þar sem sérstaklega hefur verið lagt í skreytingar og vandað til gerðar. Mikið af þessu er mjög gamalt, eða frá átjándu öld. Þetta eru hlutir sem Þjóðminjasafnið eignaðist fyrir löngu, en slíkir hlutir eru nú að mestu horfnir úr almannaeigu.“ Lilja segir að í flestum tilfellum sé vitað um uppruna gripanna og eigendur. Ekki sé þó eins mikið vitað um þá sem smíðuðu söðlana eða unnu skreytingarnar sem á þeim eru. Hún segir að mikið skreyttir söðlar sem þarna megi sjá hafi augljóslega ekki verið á færi almúgafólks að eignast. Þetta séu söðlar sem hafi verið mjög dýrir í framleiðslu. Söðull var áður almennt heiti á reiðtygjum karla og kvenna Í hugum flestra er söðull trúlega eingöngu yfir hnakk fyrir kvenfólk sem sat þá þvert á baki hestsins. Það er þó ekki upprunalega skilgreiningin á orðinu söðull. „Það eru til lýsingar í fornum sögum um karlmenn og konur sem riðu í skrautlegum söðlum. Á fyrri öldum var orðið söðull bæði notað fyrir reiðtygi karla og kvenna. Var þá talað um karlsöðla og kvensöðla. Orðið hnakkur kemur seinna til sögu og getum við aðeins séð þróunina í þessu hér í Bogasalnum.“ Þessi skýring stemmir vel við fagheiti þeirra sem smíðuðu þessa gripi, en þeir hafa alla tíð verið kallaðir söðlasmiðir. Þá gildir einu hvort um smíði á nútíma hnökkum er að ræða eða önnur reiðtygi. Lilja segir að sérfræðingar Þjóðminjasafnsins telji að á bak við smíði á þeim gripum sem þarna eru til sýnis hafi eingöngu verið íslenskt hagleiksfólk. Íslensk málmsmíði var á mjög háu stigi „Málmsmíði var á mjög háu stigi hér á landi og sést það vel í silfurgripum sem varðveist hafa. Einhvern veginn í ósköpunum hafa menn í fásinninu og við frekar lélegar aðstæður getað búið þetta til. Ekki var þéttbýlinu þá heldur til að dreifa, en einstaka menn hafa samt komið sér upp góðum verkstæðum og verið listasmiðir. Mest af þessu söðulskrauti er drifið eins og kallað er, en þá er mynstrið stansað í málminn.“ Lilja segir að þessi aðferð við að búa til upphleyptar myndir í málm og leður hafi verið kölluð drifsmíði og þá talað um drifnar skreytingar. „Ef maður er hestfær getur maður líka svolítið velt því fyrir sér hvernig það hefur verið að sitja hest í söðlum sem við köllum hellusöðla. Slíkur söðull er alprýddur málmleggingum og reiðkonan varð að sitja alveg þvert á reiðstefnu. Það hefur verið mjög erfitt fyrir bakið og líka erfitt að stjórna hestinum. Varla hefur verið hægt að sitja í slíkum söðli nema á mjög hægum gangi því ekki er nokkur leið að sitja svona á mikilli ferð og halda jafnvæginu um leið. Enda má ætla að ekki hafi verið farnar mjög langar vegalengdir í svona búnaði. Þetta hefur meira verið notað spari, eins og þegar riðið var til kirkju.“ Stöðutákn síns tíma Lilja segir að oftast hafi verið stutt til kirkju og ríkir bændur sem höfðu ráð á svo veglegum söðlum hafi líka átt sínar eigin kirkjur. Notkun þessara skrautlegu söðla hafi því verið svolítið sjónarspil fyrir efnafólk að sýna ríkidæmi sitt. Vel skreyttir söðlar hafi því verið eins konar „Prýðileg reiðtygi“ áhugaverð sýning í Bogasal Þjóðminjasafnsins: Söðlar fortíðarinnar voru stöðutákn líkt og glæsibifreiðar nútímamannsins MENNING&LISTIR Þessi mynd af fólki á hestum við íslenskan torfbæ birtist í The Penny Magazine. Mynd/Úr sýningarskrá ÞÍ Lilja Árnadóttir, sviðstjóri munasafns Þjóðminjasafns Íslands. Í forgrunni og í bakgrunni gefur að líta hluta sýningargripa sem tilheyra söðlanotkun fyrri alda. Mynd/HKr. Mynd/HKr. Vatnslitamynd af sveifarsöðli, svokölluðum hellusöðli. 1 sveif, 2 frambrík, Mynd/Úr sýningarskrá ÞÍ Reiðakúla eða reiðaskjöldur frá 17. öld úr látúni. Skjöldurinn er dálítið hvelfdur með hnappi á laufmunstri og dýrum: ljóni, hirti og hundi á hlaupum í skógi. Á stéttina með latínuletursupphafsstöfum: RIDTV VARLEGA DRECKTV SPARLEGA DAVDINN KEMVR SNARLIGA – (Ríddu varlega, drekktu sparlega, dauðinn kemur snarlega). Mynd/Úr sýningaskrá ÞÍ Bryggjuhnakkur frá 18. öld. Setan er vaðmálsklædd en blökur eru úr leðri. Virkin sver og vel gerð, sennilega úr íslensku birki. Mynd / Úr sýningaskrá ÞÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.