Bændablaðið - 22.03.2018, Qupperneq 31

Bændablaðið - 22.03.2018, Qupperneq 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018 fyrir stærri bleikju telur Ágúst vera þá að hún sé auðveldari og fljótlegri í vinnslu en minni bleikjan. Hann segist þó ekki vita nákvæmlega hvar skynsamleg mörk liggi varðandi mögulega eldisstærð bleikjunnar. Þá útheimti slíkt mikið eftirlit og vandvirkni við fóðrun. Mjög góð nýting á fóðrinu frá Fóðurblöndunni Á undanförnum árum hefur Fjallableikja náð miklum árangri í fóðurnýtingu. Er nú svo komið að rétt rúm 1.000 grömm af fóðri eru að skila einu kílói af fiski í stöðinni, sem þykir mjög gott, ekki síst í ljósi þess að fóðurstuðull Atlantshafslax er talinn vera 1,3 eða 1.300 grömm af fóðri á móti hverju kg sem framleitt er af laxi. Guðmundur Adólfsson segir að þennan árangur megi ekki síst þakka mjög góðu fóðri með hentugri efnasamsetningu. „Við kaupum allt fóður hjá Fóðurblöndunni, sem hefur staðið sig afar vel,“ segir Guðmundur. Bleikjunni er slátrað og hún slægð í stöðinni á Hallkelshólum. Þaðan er bleikjan flutt í fullkomið vinnsluhús Fjallableikju að Eyrartröð í Hafnarfirði. Þar er hún flökuð, snyrt og beinhreinsuð og síðan flutt ýmist til íslenskra kaupenda eða beint í flug til útlanda. Stærsti hluti matfisksins frá stöðinni fer á innanlandsmarkað, til dæmis til Fjarðarkaupa, Bónusverslana, fiskbúðarinnar Vegamóta Seltjarnarnesi, Fiskbúðarinnar Sundlaugavegi og Fiskbúð Hólmgeirs Mjódd. Einnig fer drjúgur hluti til Opal Sjávarfangs ehf., Matvex í Hafnarfirði, Reykhóla og fleiri matvælafyrirtækja. Þau selja bleikjuna síðan frá sér í neytendaumbúðum í ýmsu formi sem ferska, reykta eða grafna. Þá er einnig selt til betri veitingastaða sem eru í föstum viðskiptum. Matvex hlaut gullverðlaun fyrir grafna og reykgrafna Fjallableikju Sem dæmi um góðan árangur má nefna gott samstarf Fjallableikju við matvælafyrirtækið Matvex í Dalshrauni 14 í Hafnarfirði. Það fyrirtæki er í eigu feðganna Páls Aðalsteinssonar, margverðlaunaðs kjötiðnaðarmanns, og sonar hans Aðalsteins Sesars sem er framkvæmdastjórinn. Páll, sem státar af heilum vegg af viðurkenningarskjölum og verð- launagripum fyrir afurðir sem hann hefur framleitt, segir að þeir hafi til gamans sent grafna og reykgrafna bleikju úr fiski frá Fjallableikju inn í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna (MFK) sem haldin var 8. og 9. mars. Þar fengu báðir vöruflokkarnir gullverðlaun sem afbragðsvara. Aðalsteinn stofnaði Matvex ehf. í ágúst 2012, þá aðeins 19 ára gamall nemandi í Verslunarskóla Íslands. „Ég fór að selja bleikju frá Fjallableikju og það hlóð smám saman utan á sig,“ segir Aðalsteinn. „Við fórum svo að framleiða ýmsa rétti, þar á meðal kjúklinga- lasagna, tortillur, pastarétti og fleira. Árið 2015 var ákvörðun tekin um að Páll faðir minn hætti í Kjötbankanum þar sem hann hafði starfað og kæmi alfarið inn í þennan rekstur með mér. Þá breyttist starfsemin á þann hátt að við fórum að selja hráefni og fullunnar samsettar vörur í mötuneyti og skóla. Það er alls konar matur.“ Nú er Matvex að þjónusta mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og marga af stærstu skólunum líka. „Við leggjum mikið upp úr vandvirkni og að geta afhent vöruna á réttum tíma. Einnig að varan sé þá nákvæmlega í því ástandi sem beðið er um. Héðan fara bílar frá okkur með vörur klukkan sjö á morgnana og eru komnir á áfangastaði á höfuðborgarsvæðinu áður en mesta umferðin byrjar. Þetta kunna viðskiptavinir okkar vel að meta,“ segir Aðalsteinn. Afskaplega stoltir af bleikjunni „Við erum afskaplega stoltir af bleikjunni sem við erum að framleiða, sem er eingöngu frá Fjallbleikju. Það er auðvelt að framleiða góða vöru úr svo frábæru hráefni sem við fáum frá þaðan,“ segir Páll. Aðalsteinn tekur undir það og segir að nú séu grafna og reykta bleikjan einhverjir alvinsælustu réttirnir í jólakörfunum sem þeir útbúi á hverju ári í stórum stíl. „Við getum því verið mjög stoltir af þessu hráefni sem við erum að vinna með,“ segir Páll. Rétt er að halda því til haga að þótt þessar vörur Matvex hafi þarna fengið mikinn gullgæðastimpil hjá dómurum MFK urðu þær samt ekki hlutskarpastar þegar gert var upp á milli gullverðlaunahafanna í flokki þeirra sem skiluðu inn afurðum sem unnar voru úr silungi. Eins og fram kemur í umfjöllun um keppnina á öðrum stað í blaðinu varð Hjörtur Jóhannesson í Kjarnafæði þar hlutskarpastur með sinn reykta silung. Þó umfangið sé mikið hjá Matvex er yfirbyggingin ekki mikil og dags daglega eru þeir feðgar oftar en ekki aðeins tveir að störfum. Segja þeir að aðrir fjölskyldumeðlimir séu einfaldlega kallaðir til þegar mikið liggur við og aukafólk að auki þegar mest er að gera. Hafa þeir komið sér upp mjög góðri aðstöðu í Dalshrauninu og hafa meistarakokkar m.a. fengið að nýta sér hana við að undirbúa keppnisþátttöku úti í heimi. Vegna vaxandi umfangs telja þeir þó að það styttist í að þeir þurfi að stækka við sig. Eru þeir því farnir að líta hýru auga á sambyggt húsnæði Trésmiðjunar Gosa. Kælingin lykilatriði í vinnslunni Þegar Bændablaðið leitt inn hjá fiskvinnslu Fjallableikju í Hafnarfirði var Jónas Stefánsson með hinum fasta starfsmannakjarna að ljúka við snyrtingu og beinhreinsun á bleikjuflökum sem voru á leið til viðskiptavina. Sagði Jónas að þótt leyfi væri fyrir vinnslu á hvers konar fiskafurðum í húsinu sinntu þeir þar eingöngu vinnslu á bleikju. „Frá því að við hófum þessa starfsemi hér á Eyrartröð í Hafnarfirði 2016 hefur það verið grundvallaratriði hjá okkur að vera með kælinguna eins neðarlega og mögulegt er. Ég hafði það þá strax sem markmið að kælirinn færi aldrei yfir 2 gráður. Það var síðan tekið upp í reglugerð Matvælastofnunar ári seinna, en áður var leyfilegt að vera með hitastigið á bilinu 0 til 4 gráður. Þetta lága hitastig hjá okkur er stór þáttur í því hvað afurðirnar okkar eru ferskar og eru oftast einungis tveggja daga gamlar þegar þær eru komnar á áfangastað til kaupenda. Hiti og súrefni er það sem veldur mesta vandanum við meðhöndlun á fiski. Gerlaflóran vex hratt með auknum hita. Þetta er lítil vinnsla og við erum ekki að keppast við að koma miklu magni í gegn, heldur leggjum við ofuráherslu á að halda gæðunum á bleikjunni ávallt í hámarki,“ segir Jónas. Kletthálsi 3 |110 Reykjavík | sími 540 4900 www.yamaha.is TRAKTOR SEM LÉTTIR ÞÉR STÖRFIN GRZZLY 700 EPS MEÐ TRAKTORSSKRÁNINGU Ný útgáfa með dráttarspili, LED ljósum og 26“ dekkjum. Aukin burðargeta og lækkaður þyngdarpunktur gerir gott hjól enn betra. TILBOÐSVERÐ KR. 2.190.000,- M/VSK. Einnig fáanlegt með aukasæti og innbyggðum farangurskassa. TILBOÐSVERÐ KR. 2.240.000,- M/VSK. VERKSTÆÐISÞJÓNUSTA! Tímapantanir í síma 540 4980 Vinnuþjarkur! Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 540 4980 til að fá frekari upplýsingar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.