Bændablaðið - 22.03.2018, Síða 33

Bændablaðið - 22.03.2018, Síða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018 allra sterkustu töltarar landsins! 31. mars 2018 í Samskipahöllinni í Spretti Mótið er fjáröflun íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. Heimsmeistarar, Íslandsmeistarar og landsmótssigurvegarar taka þátt og leggja þannig sitt af mörkum! Peningaverðlaun fyrir efstu 3 sætin: 1. Kr. 300.000 - 2. Kr. 200.000 - 3. Kr. 100.000 Glæsilegir stóðhestar stíga léttan dans í höllinni og minna á komandi sýningartímabil með hápunkti á Landsmóti í Reykjavík í sumar! Happdrættið verður með veglegum hætti þar sem sam- starfsaðilar LH leggja til ótrúlega vinninga! Miði kostar kr. 1.000. Aðgangseyrir kr. 3.500. Húsið opnar kl. 17:00. Keppni hefst kl. 19:00. Bjórkvöld og stemning! Miðasala í Líflandi, Top Reiter og Baldvini & Þorvaldi á hráu kjöti ekki borið með sér neina búfjársjúkdóma sem hafa borist í búfé í Færeyjum svo hann viti til, að minnsta kosti ekki enn. „Ástandið er aftur á móti verra þegar kemur að garðyrkju og mörg vandamál hafa komið upp. Innflutningur á matjurtum og plöntum er frjáls til Færeyja og fyrir nokkrum árum barst okkur spánarsnigill sem étur allar plöntur sem hann nær til og veldur miklum skaða í ræktun. Um 20% af innanlandsneyslu á kartöflum eru ræktuð í Færeyjum auk þess sem við ræktum einnig korn í tilraunaskyni og lítilsháttar af grænmeti og þá aðallega með heimaræktun. Annað er flutt inn. Þrátt fyrir að matjurtarækt sé vaxandi er ekki enn sem komið er ræktað grænmeti eins og tómatar og agúrkur til framleiðslu í gróðurhúsum. Á sjöunda og áttunda áratugnum var lítilsháttar gróðurhúsaframleiðsla á grænmeti í Færeyjum en hún lagðist af vegna ódýrs innflutnings og smæðar markaðarins. Skógrækt Færeyja er ríkisrekin og rekur hún garðyrkjustöð sem ræktar skógræktarplöntur og garðplöntur sem eru seldar almenningi. Einnig er talsvert flutt inn af garðplöntum og er líklegt að spánarsnigillinn hafa borist með þeim. Vespur eru einnig tiltölulega nýjar í Færeyjum og allt bendir til þess að þær hafi fylgt með þökum sem voru fluttar inn til að leggja á fótboltavöll, eins furðulegt og það kann að hljóma.“ Sigert segir að plöntur sem fluttar hafa verið inn sem garðplöntur hafi í mörgum tilfellum náð fótfestu í náttúrunni og séu víða talsvert ágengar og fjölgi sér mikið á kostnað innlends gróðurs og gróðursamfélaga. „Það er því ekki alltaf til bóta að gefa allt frjálst og hleypa öllu inn í landið án eftirlits.“ Margir smábændur Í Færeyjum er mikill fjöldi smábýla að sögn Sigerts. „Um helmingur lands í Færeyjum er í einkaeigu og helmingurinn er í eigu ríkisins. Bændur sem hafa til þess leyfi og mega nytja land í eigu ríkisins og selja nýtingarréttinn en þeir geta ekki selt landið sem slíkt. Land í einkaeigu er í eigu margra og hver um sig á litlar jarðir eða skika. Margir, bæði menn og konur, eiga fáeinar kindur og jafnvel bara eina kind og við lítum ekki í raun á það fólk sem bændur heldur áhugafólk um sauðfjárrækt. Bændur sem lifa á búskap, nautgripa- eða sauðfjárrækt eða stunda aðra vinnu samhliða búskap eru á milli 50 og 60.“ Styrkir til landbúnaðar „Ríkið styrkir mjólkurframleiðslu um 50 aura danskra króna á lítrann auk þess sem bændur fá einnig styrk vegna framleiðslu á heyi Ef allt er tekið saman og miðað við framleiðslu á mjólk er upphæðin 1 króna og 30 aurar danskar á lítra. Lambakjötsframleiðsla í Færeyjum er án allra ríkisstyrkja en bændur fá 7 krónur danskar fyrir hvert kíló af nautakjöti. Þeir sem eiga kindur geta aftur á móti sótt um niðurfellingu á 75% af virðisaukaskatti vegna sölu á lambakjöti.“ Áhersla á aukið eldi og ræktun „Núverandi landbúnaðarráðherra vil leggja aukna áherslu á aukna landbúnaðarframleiðslu, hvort sem það er í framleiðslu á kjöti eða kartöflu- eða grænmetisrækt. Við erum ekki enn farin að ræða um grænmetisræktun undir gleri þrátt fyrir möguleika á að vinna jarðvarma eða beisla vindorku og hita gróðurhúsin þannig. Möguleikarnir eru margir en allt veltur á því að fólk vilji kaupa framleiðsluna og hægt sé að framleiða vöruna á því verði sem fólk er til í að borga fyrir hana.“ Sigert segir að í Færeyjum, líkt og annars staðar í heiminum, vilji fólk að matur sé ódýr og að það sé tilbúið að greiða hátt verð fyrir nánast hvað sem er nema mat. „Fólk er eða var til í að borga háar upphæðir fyrir nánast allt nema það allra nauðsynlegasta, sem er náttúrulega góður og hollur matur. Þetta er smám saman að breytast og ég held að fólk sé orðið meira meðvitað um mat og matvælaframleiðslu og hvað góður matur skiptir miklu máli. Margir í dag vilja kaupa vistvæna framleiðslu og það er áskorun fyrir bændur í Færeyjum að bjóða upp á hana. Ég sé þó ekki fram á að við getum boðið upp á vistvæna framleiðslu í miklu magni í náinni framtíð. Jarðvegur í Færeyjum er næringarefnasnauður og þarf áburð til ræktunar. Uppeldi á fiskeldisseiðum í Færeyjum er sífellt meira að flytjast í kvíar á landi áður en þau fara í sjó. Sem stendur erum við með tilraun, í samstarfi við fiskeldisfyrirtæki, um að nota úrgang sem fæst við endurvinnslu eldisvatnsins og mykju sem áburð.“ Framtíðin er björt Aðspurður segir Sigert að staða landbúnaðar í Færeyjum sé ágæt og hann telji framtíðina bjarta. „Okkar helsta vandamál er skortur á landi og ekki síst ræktunarlandi. Í Færeyjum er það þannig að þegar ríkið selur land vegna útþenslu þéttbýliskjarna fer hluti andvirðisins í sjóð sem bændur geta sótt um fé til vegna framkvæmda til að brjóta land til ræktunar eða bygginga gripahúsa.“ Líkt og annars staðar í heiminum er sífellt meira af náttúrulegu landi brotið til ræktunar. Sigert segir að þessu sé svipað farið í Færeyjum. „Við verðum einfaldlega að brjóta meira land til ræktunar ef við ætlum að auka landbúnaðarframleiðslu. Í dag eru einungis 2% af landi í Færeyjum ræktað og ólíklegt að það sé hægt að rækta meira en 6 til 7% vegna þess að mikill hluti eyjanna er fjalllendi en ég sé aukna ræktun ekki sem vandamál í nánustu framtíð. Að vísu er land víða í beit en ég sé það heldur ekki sem vandamál.“ /VH Sigert Patursson afhendir Sindra Sigurgeirssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, veglega bók um sauðfé í Færeyjum. Seinna um kvöldið leiddi Sigert gesti á lokahófi Búnaðarþings í þróttmiklum vikavakadansi. Mynd/TB

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.