Bændablaðið - 22.03.2018, Side 39

Bændablaðið - 22.03.2018, Side 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018 starfsmenn sinna mjög afmörkuðum sviðum,“ segir Meri. Lærdómsríkt Búnaðarþing 2018 „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að koma til Íslands núna á Búnaðarþingi og sjá hvernig vinnan á því fer fram. Finnar geta lært ýmislegt af því. Ég var mjög hrifin af því hversu mikill hluti starfsins á þinginu á sér stað í samvinnu þingfulltrúanna – og reyndar ekki bara á þinginu heldur líka undirbúningsvinna fyrir þingið, áður en málin eru lögð fram,“ segir Meri full aðdáunar. Hún hvetur líka Íslendinga til að standa í fæturna varðandi viðbrögð í svokölluðu hráakjötsmáli – í kjölfar EFTA-dómsins frá því nóvember síðastliðnum. „Ef þessi dómur nær óbreyttur fram að ganga þá er verið að stofna í hættu einhverju sem er svo sérstakt að það verður að vernda – og þá er ég að tala um íslenska búféð og sjúkdómastöðuna á Íslandi. Ef ég mætti nefna eitt sem ég myndi vilja færa frá Finnland og yfir til Íslands, hvað varðar bændur og landbúnaðinn, þá væri það finnska afleysingakerfið. Ekki óbreytt, heldur aðlagað íslenskum aðstæðum. Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir bændur að geta átt frí annað slagið og búið við öruggi ef veikindi koma upp. Afleysingakerfið eykur lífsgæði bænda, það er ekki spurning, en um leið gefur það nemendum og tilvonandi bændum frábært tækifæri til að kynnast fjölbreyttum búskap og starfsaðferðum,“ segir Meri þegar hún er spurð um það sem Íslendingar geti lært af finnskum starfssystkinum sínum. /smh ÞVOTTAHÚSINNRÉTTINGAR, FATASKÁPAR & RENNIHURÐIR HÁGÆÐA DANSKAR STYRKUR - ENDING - GÆÐI OPIÐ: ÚRVAL INNRÉTTINGAVIÐ HÖNNUM OG TEIKNUM VÖNDUÐ GÆÐAVARAGOTT SKIPULAG Mynd / Úr einkasafni Mynd / TB Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 12. apríl

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.