Bændablaðið - 22.03.2018, Qupperneq 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018
Árið 1916 fékk Charles
E. Boring frá Illinois
í Bandaríkjunum
einkaleyfi á dráttarvél
sem hann hannaði og
smíðaði sjálfur. Þrátt
fyrir að nafnið væri ekki
það heppilegasta nefndi
Charles dráttarvélina
í höfuðið á sér og fékk
hún nafnið Boring. Á
íslensku héti traktorinn
því Leiðinlegur.
Boring starfað um
tíma í stáliðnaði og við
framleiðslu á sporvögnum
en lét sig dreyma um að
framleiða litla og hentuga
dráttarvél fyrir smærri býli.
Frumgerðin var reynd við
margs konar aðstæður til að
finna á henni galla áður en
hún fór í framleiðslu.
Þrátt fyrir heitið hóf Boring
Tractor Co. fyrirtækið að
framleiða dráttarvélar árið 1918.
Fyrsta týpan sem framleidd var
kallaðist Boring 12-25, fjögurra
strokka margnota dráttarvél með
áfestanlegum plógi sem sagt vað
að tæki innan við hálftíma
að tengja við traktorinn.
Þriggja hjóla
Boring 12-25 var þriggja
stálhjóla dráttarvél
með tveimur stórum
hjólum að framan og
einu litlu að aftan og
var plógurinn staðsettur
milli framhjólanna og
undir vélinni. Hægra framhjólið
var knúið áfram með keðju sem
var tengd öxli sem vélin sneri.
Auk þess var hægt að hæðarstilla
vinstra framhjólið í sömu hæð eða
dýpt og plóginn. Ökumannssætið
var staðsett ofan við litla hjólið
að aftan og var það jafnframt
stýrishjólið.
Erfiður rekstur
Frátt fyrir góðan vilja og talsverða
eftirspurn náði fyrirtækið sér aldrei
á strik. Deilur komu upp meðal
hluthafa um hvert skyldi stefnt, sem
leiddi til þess að Boring Tractor Co.
gat ekki staðið við skuldbindingar
hvað framleiðslu varðaði né arð til
hluthafa. Meðal skuldbindinga sem
fyrirtækið gat ekki staðið við
var pöntun á 30 dráttarvélum
sem áttu að fara til Frakklands
og undir lokin vöru söluaðilar
farnir að reyna að losna við
traktorana á hálfvirði.
Framleiðslu á Boring
12-25 var hætt árið 1922.
Nýhönnun
Boring var ekki af baki dottinn
og hannaði vél sem hægt var
að nota á vélar sem áður höfðu
verið knúnar hestum og fékk
einkaleyfi á þeim árið 1924. Sú
vél fór aldrei í framleiðslu.
Síðar hannaði hann vélar til að
sópa götur og verksmiðjugólf og
garðsláttuvélar.
Einn í hjólhýsi með
minningunum
Á fimmta áratug síðustu aldar
bjó Boring eignalítill og flestum
gleymdur í hjólhýsi í Illinois.
Seinna, þegar hann var fluttur
á elliheimili, fannst kista full
af auglýsingabæklingum,
teikningum, myndum og
blaðaúrklippum um Boring-
dráttarvélarnar. Kistan er í dag
geymd á safni og er innihald
hennar ómetanleg heimild um
þennan einstaka traktor.
Ekki er vitað hversu margar
dráttarvélar af gerðinni Boring
voru framleiddar en þær eru
eftirsóttir safngripir í dag.
/VH
Boring – tóm leiðindi
FAO hefur virkjað app sem
gerir bændum og land búnaðar-
verkamönnum sem berjast
gegn ágangi og útbreiðslu
herorma í Afríku kleift að
bregðast skjótt við verði þeir
varir við orminn.
Með appinu má greina orminn,
meta útbreiðslu hans og kortleggja
þau svæði sem hann finnst á.
Appið veitir einnig upplýsingar
um það hverjir náttúrulegir
óvinir herormanna eru og hvaða
aðgerðir eru líklegastar til að
skila árangri í baráttunni gegn
þessari plágu.
Á hverju ári herja herormar
á milljónir hektara af maís í
Afríku og ógna lífsafkomu og
matvælaöryggi hátt í 300 milljón
manns, aðallega smábænda. /VH
BASF kaupir matjurtafræja- og
efnaframleiðsludeild Bayer
Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna:
App gegn herormum
UTAN ÚR HEIMI
BASF, sem er þriðja stærsta
fyrirtæki í heimi, þegar kemur
að erfðabreytingu og framleiðslu
á efnum sem notuð eru til
matvælaframleiðslu, eykur hlut
sinn í sölu matjurtafræja.
BASF hefur fest kaup
á matjurtafræja- og efna-
framleiðsludeild Bayer, sem er
í hópi fimm stærstu fyrirtækja
í heimi í framleiðslu og sölu á
matjurtafræjum og efnum sem
notuð eru í landbúnaði. Frædeild
Bayer, sem kallast Numhems,
starfar við framleiðslu og sölu á
matjurtafræjum á alþjóðamarkaði
og er metin á 1,85 milljarða
Bandaríkjadala, sem jafngildir
ríflega 184 milljörðum íslenskra
króna. BASF hefur áður yfirtekið
annars konar fræframleiðslu Bayer.
Sagt er að BASF hafi greitt sjö
milljarða Bandaríkjadala, tæpa
700 milljarða íslenska, í reiðufé
fyrir matjurtafræjahluta- og
landbúnaðarefnaframleiðslu Bayer.
Með kaupunum fylgja meðal
annars fræ yrki kálplantna
sem seld eru í Bandaríkjunum
og Evrópu og mikið notuð til
framleiðslu á kanólaolíu, fræ
plantna til bómullarframleiðslu í
Bandaríkjunum og Evrópu og soja
í Bandaríkjunum.
Ástæða sölunnar er kaup
Bayer á efnaframleiðslu- og
fræsölufyrirtækinu Monsanto.
Kaupverð Monsanto er 63,5
milljarðar Bandaríkjadala, eða tæpir
6.337 milljarðar íslenskra króna.
Þess má geta í þessu sambandi að
ekki er langt síðan DowDuPont og
ChemChina yfirtóku Syngenta. Allt
eru þetta ríkjandi fyrirtæki á markaði
sem framleiða og selja fræ og efni
til matvælaframleiðslu, auk þess
sem þau eru ríkjandi þegar kemur að
rannsóknum og sölu á erfðabreytum
fræjum. /VH
Ræktun á plöntum til fræframleiðslu er að mestu vélvædd.
Herormar valda á hverju ári gríðarlegu tjóni í maísræktun í Afríku.
Lýðheilsa og útbreiðsla búfjársjúkdóma:
Reynt að forðast heimsfaraldur
Matvælastofnun og land-
búnaðarstofnun Sameinuðu
þjóðanna og heilbrigðisyfirvöld
í Bandaríkjunum vinna í
sameiningu að leiðum til
að hindra aukna útbreiðslu
búfjársjúkdóma í heiminum.
Undanfarna áratugi hafa
sýkingar af völdum fuglaflensu
af stofnunum H5N1og H1N,
Ebola og SARS valdið
heilbrigðisyfirvöldum miklum
áhyggju og er reynt að halda
sýkingum af völdum þeirra
niðri. Í dag er talið að 75% nýrra
smitsjúkdóma í mönnum berist
úr búfé.
Samstafið felur meðal annars í
sér að sér þjálfa 4.700 dýralækna í
25 löndum til að fást við og koma
í veg fyrir útbreiðslu hættulegra
dýrasjúkdóma. Flestir munu
dýralæknarnir starfa í Afríku,
Asíu og Mið-Austurlöndum.
Auk þessa að þjálfa dýra-
læknana stendur til að veita þeim
aðgang að rannsóknarstofum og
búnaði sem koma á í veg fyrir
smit.
Vonir eru bundnar við að
þjálfun dýralæknanna muni
ekki eingöngu draga úr líkum á
að alvarlegir búfjársjúkdómar af
völdum veira berist í fólk heldur
líka einnig að draga munu úr
útbreiðslu þeirra í búfé.
Aukinn fólksfjöldi, sívaxandi
þörf eftir mat og aukin viðskipti
með matvæli milli landa
auka hættuna á að alvarlegir
sjúkdómar breiðist hratt út milli
landa. /VH
Talið er að 75% nýrra smitsjúkdóma í mönnum
berist úr búfé.