Bændablaðið - 22.03.2018, Page 49

Bændablaðið - 22.03.2018, Page 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018 Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 12. apríl Sandblásturskassi m/ryksugu 2 stærðir Verð frá 361.900 + vsk Hobby Sandblásturskassi m/ryksugu Verð 146.900 + vsk Hobby Borð-Sandblásturskassi Verð 39.320 + vsk Sandblásturskútur 38L Verð 39.320 + vsk Sandblásturskútur m/ryksugu 80L Verð 53.200 + vsk Verkfæraskápur m/205 verkfærum Verð 99.900 + vsk Þvottakör 3 stærðir Verð frá 8.900 + vsk Ultrasonic Cleaner 36L Verð 199.900 + vsk HREINSIEFNI SANDBLÁSTURSSANDUR VÉLAHLUTAÞVOTTAVÉLAR HÁÞRÝSTIDÆLUR DÆLUR O.m.fl. SENDUM FRÍTT UM ALLT LAND MEÐ FLYTJANDA Aðalfundur og árshátíð Landssambands kúabænda 2018 verða haldin dagana 6.–7. apríl á Hótel Selfossi. Hefðbundin aðalfundarstörf verða á föstudags morgninum en eftir hádegi hefst Fagþing nautgriparæktarinnar. Laugardags- kvöldið 7. apríl verður árshátíð LK þar sem kúabændur og velunnarar munu gleðjast og skemmta sér saman. Dagskrá Fagþings nautgriparæktarinnar Frá heimsráðstefnunni um búfjárkynbætur - Yfirlit nýlokinna verkefna og í vinnslu Losun gróðurhúsalofttegunda - Erfðamengisúrval, staða verkefnisins og næstu skref Mælidagalíkan fyrir íslenska kúastofninn - SpermVital: fyrstu tölur um notkun og árangur Hagrænt vægi eiginleika - Losun gróðurhúsalofttegunda Árshátíð LK á Hótel Selfossi laugardaginn 7. apríl Húsið opnar kl. 19:00. Forréttur: Humarsúpa með humarhölum, hvítsúkkulaðirjóma og dill. Aðalréttur: Íslensk nautalund með sveppa pomme anna, haricot vert og rauðvínssósu. Eftirréttur: Heit súkkulaðikaka með vanilluís og ávöxtum. • Óvænt skemmtiatriði. • Hljómsveit Hússins heldur uppi fjörinu fram eftir nóttu. Miðaverð er 7.900 kr. fyrir félaga LK og 8.900 fyrir aðra. Miðapantanir í síma 460 4477. Tekin hafa verið frá herbergi á Hótel Selfossi í síma 480 2500. Taka þarf fram við pöntun að viðkomandi sé á vegum LK. Vegna mikillar ásóknar í gistirými er árshátíðargestum bent á að hafa hraðar hendur við að panta gistingu. Bráðungir skólastjórar Þeir hafa stundum verið nokkuð ungir skólastjórarnir sem ráðnir hafa verið í þær miklu ábyrgðarstöður á Íslandi. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er yngsti starfandi skólastjórinn á landinu í dag líklega aðeins 34 ára að aldri. Í síðasta Bændablaði var frétt um að Sigursveinn Sigurðarson, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, hefði verið ráðinn skólameistari í eitt ár við skólann, frá 1. ágúst 2018 til 1. ágúst 2019. Í fréttinni var einnig sagt að Sigursveinn væri mjög líklega yngsti skólastjóri landsins, ekki nema 38 ára. Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, sendi Bænda- blaðinu til gamans viðbótar upplýsingar um unga skólastjóra, en Sigursveinn er reyndar frændi hans. Benti Sveinn á að sonur hans, Sæmundur Sveinsson, er nú rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann er fæddur 29. ágúst 1984 og því aðeins 34 ára að aldri. Vert er líka að minnast á að afi hans, Runólfur, var aðeins 27 ára þegar hann varð skólastjóri á Hvanneyri og langafi hans Halldór var 32 ára þegar hann varð skólastjóri í sama skóla. /HKr. Umræddir bráðungu skólastjórar. Vinstra megin er Sigursveinn Sigurðarson og hægra megin Sæmundur Sveinsson. Landbúnaðarsafn Íslands hefur notið gjafmildi félaga í Fergusonfélaginu. Talið frá vinstri: Þór Marteinsson, Ragnhildur H. Jónsdóttir, Sigurður Skarphéðinsson og Bjarni Guðmundsson. Fergusonfélagið styrkir varðveislu gamalla landbúnaðartækja Fergusonfélagið hefur á undan- förnum árum veitt söfnum víða um land styrki til að standa að varðveislu gamalla landbúnaðavéla. Fergusonfélagið er áhugamanna- félag um gamlar landbúnaðarvélar, fjöldi félagsmanna telur nú 255 sem dreifist jafnt um landið. Félagið er 10 ára gamalt, var stofnað á jólaföstu 2007. Á þessu tímabili, m.a. af hagnaði af sölu á bolum, húfum og könnum með merki félagsins, hefur það veitt nokkra styrki til safna sem varðveita gamlar landbúnaðarvélar. Á síðasta ári var Samgöngu- minjasafninu á Ystafelli í Köldukinn veittur 350.000 króna styrkur. Áður hafði Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri fengið samskonar styrk frá félaginu og að auki færðar vélar sem Fergusonfélagið tók þátt í kostnaði við uppgerð. Má í því sambandi nefna afturenda af gömlum Ferguson sem hafði verið settur á gluggi, til að sýna hvernig vökvakerfið sem Harry Ferguson fann upp vinnur, en sú uppfinning olli byltingu í jarðvinnslu fyrir 80 árum síðan, einnig færði félagið safninu kartöfluupptökuvél. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var þriðjudaginn 6. febrúar var samþykkt að veita Búminjasafninu í Lindabæ í Sæmundarhlíð 300.000 kr. styrk í viðurkenningarskyni fyrir frábært starf þeirra hjóna Helgu Stefánsdóttur og Sigmars Jóhannssonar við uppbyggingu safnsins og varðveislu gamalla véla og muna er tengjast landbúnaði. Norðurál kaupir nýjan sorptroðara Norðurál bs. sem rekur urðunar- staðinn Stekkjarvík við Blönduós fékk afhentan nýjan sorptroðara í lok febrúar. Troðarinn er af gerðinni Bomag BC772 RS-4 og er tæp 40 tonn að þyngd. Í honum er mótor af gerðinni Mercedes Benz, OM471LA. 340kw. Hann er með sérstökum troðarahjólum með ásoðnum göddum og skóflugálga eins og á hjólaskólfum með hleðsluhæð 3,25 m og 4,5 rúmmetra skóflu. Innkaupsverð á troðaranum er tæpar 52 milljónir án virðisaukaskatts. Tækið er keypt í gegnum Vélafl ehf. sem er umboðsaðili fyrir Bomag á Íslandi. Með nýjum sorptroðara aukast afköst við móttöku á sorpi og betri þjöppun næst á urðunarreinar. Þetta kemur fram á vefnum huni.is. /MÞÞ Þórðarson.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.