Bændablaðið - 22.03.2018, Qupperneq 51

Bændablaðið - 22.03.2018, Qupperneq 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018 2016 en skýrist fyrst og fremst af breytingu á danska skattkerfinu og ef sú breyting er tekin út fyrir sviga lækkaði framleiðslukostnaður mjólkurinnar á árinu. Í stefnumörkun fyrir mjólkur- framleiðslu Danmerkur hefur verið miðað við að framleiðslukostnaður mjólkur, til lengri tíma litið, þurfi að vera að jafnaði ekki meiri en 2,55 danskar krónur á kílóið eða um 42 íslenskar krónur eigi búgreinin að geta staðið sterk bæði gegn innflutningi sem og á alþjóðlegum markaði. Árið 2017 reyndust 70% allra kúabúa Danmerkur vera með framleiðslukostnað sem var lægri en 42 íslenskar krónur á kílóið og er því þorri búanna afar vel rekinn nú um stundir. Skýr framleiðslumarkmið Gitte Grønbæk, framkvæmda- stjóri samtakanna, kom inn á framleiðslumálin í máli sínu og sagði m.a. að til þess að dönsk mjólkurframleiðsla gæti staðið fjárhagslega sterk til lengri tíma þyrfti meðalnyt kúnna að hækka enn frekar. Markmiðið væri að meðalnytin, reiknuð sem orkuleiðrétt mjólk, færi í 12.000 kg á kúna og er nokkuð í land þar enda var orkuleiðrétt meðalnyt danskra kúa 10.603 kg um áramótin. Sé eingöngu horft til Holstein-kúa sem ekki eru nýttar í lífrænt vottaða framleiðslu var orkuleiðrétt meðalnyt 11.246 kg um áramótin. Þá sagði Gitte að stefna þurfi að því að stórauka hlutfall verðmætaefna mjólkurinnar og sagði hún að markmiðið þar væri að hver árskýr myndi framleiða að jafnaði 900 kg vermætaefna en um áramótin framleiddi meðalkýrin í Danmörku 793 kg verðmætaefna mjólkur. Þá sagði hún mikilvægt að auka endingu kúnna og með því að auka endinguna úr 2,5 mjaltaskeiðum í 3,5 mjaltaskeið megi vænta þess að framleiðslukostnaður mjólkur geti lækkað um 6-16 danska aura eða 1-2,5 íslenskar krónur á hvert framleitt kíló. Fyrir danskt meðalstórt kúabú myndi sá sparnaður svara til 2-5 milljónum íslenskra króna á ársgrunni. Innflutningur ógnar nautakjötsframleiðslunni Þrátt fyrir að búskapur gangi í raun vel í Danmörku þá er framleiðslukostnaður nautakjöts þar hærri en í mörgum löndum utan Evrópusambandsins og nýr fyrirhugaður samningur um tollfrjáls viðskipti á milli ESB og Mercosur landanna Brasilíu, Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ veldur kúabændum í Danmörku miklum áhyggjum. Nautakjötsútflutningur skiptir þessi lönd afar miklu máli og hefur ESB þegar boðið löndunum 99 þúsund tonna kvóta í skiptum fyrir aðgengi með aðrar vörur frá löndum Evrópusambandsins. Dagljóst er að ef þetta verður niðurstaðan í viðræðunum mun verð á nautakjöti, sem er mun lægra í framangreindum löndum Suður-Ameríku en í löndum Evrópusambandsins, lækka að því að talið er um 5,5% og er það mikið áhyggjuefni dönsku bændanna. Vegna þessa berjast dönsku Bændasamtökin nú fyrir því að vernda búgreinina með því að tryggja opinberan stuðning við framleiðsluna. Þá vilja þau að sett verði almennt þak á það hve miklu magni nautakjöts megi hleypa inn í ESB án tolla. Samstaðan skiptir mestu máli Í máli Christian kom fram sú skýra sýn stjórnar nautgriparæktarhluta dönsku Bændasamtakanna að samstaða bæði bænda og afurðastöðva nautgripaafurða væri grundvöllur góðs árangurs til framtíðar. Skipti þar engu hvort búin væru stór eða smá eða afurðastöðvarnar í lítilli framleiðslu eða mikilli. Samstaða bændanna og samvinna bæði þeirra og afurðastöðva landsins sé lykillinn að áframhaldandi vexti og sókn greinarinnar bæði innanlands og á erlendum mörkuðum og til þess að búgreinin geti staðið sterk til framtíðar þurfi að hlúa vel að henni. Dönsku bændasamtökin vilja að sett verði almennt þak á það hve miklu magni nautakjöts megi hleypa inn í ESB án tolla. Aðalfundur Íslandsdeildar NJF verður haldinn þann 4. apríl 2018 á Keldnaholti í Reykjavík (húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands) og hefst kl. 13.00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Núverandi og nýir félagar velkomnir. Stjórnin NJF eru samtök norræns og baltnesks búvísindafólks og fagna 100 ára afmæli á þessu ári. Bonito ehf. • Praxis • Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • www.praxis.is Útsala 30-70% afsláttur ...Þegar þú vilt þægindi LOKAÐ 26. mars til 10. apríl v. páskaleyfa. Hægt er að senda pantanir á praxis@praxis.is            www.heimavik.is Sími 892-8655 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Mat á umhverfisáhrifum Álit Skipulagsstofnunar Hvammsvirkjun, landslag, útivist og ferða- þjónusta, í Skeiða– og Gnúpverjahreppi og Rangárþingi ytra Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000. Álitið liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík. Álitið og matsskýrslu Landsvirkjunar er einnig að finna á vef stofnunarinnar www.skipulag.is. Álit Skipulagsstofnunar lítur eingöngu að áhrifum á ofangreinda umhverfis- þætti. Umfjöllun um og mat á aðra umhverfisþætti er að finna í úrskurði stofnunarinnar frá því í ágúst 2003 sem einnig er að finna í gagnagrunni umhverfismats á vef stofnunarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.