Bændablaðið - 22.03.2018, Qupperneq 52

Bændablaðið - 22.03.2018, Qupperneq 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018 Á meðal þess fáa sem haldist hefur svo til óbreytt frá upphafi byggðar á Íslandi er afréttakerfið; göngur, réttir og notkun marka. Fyrstu markaskrárnar voru prentaðar upp úr miðri 19. öld, áður voru þær handskrifaðar en mest virðast mörkin hafa varðveist í munnlegri geymd, mann fram af manni, öld eftir öld. Landmarkaskráin Eftir útgáfu markaskráa um land allt árið 2012 kom prentútgáfa landsmarkaskrár út í fjórða skiptið og þau tímamót urðu þá um haustið að vefútgáfa hennar kom út hjá Bændasamtökum Íslands ( www.landsmarkaskra.is). Hún hefur verið uppfærð eftir því sem ný mörk hafa verið skráð og hefur reynst vel. Einkum er um að ræða eyrnamörk og brennimörk svo og bæjarnúmer fyrir sauðfé og geitfé en mikið hefur dregið úr skráningu frostmarka fyrir hross sem var veruleg á tímabili. Skráning marka Hér fylgir með skrá yfir alla markaverði í landinu, 22 að tölu í 17 umdæmum sem hvert fyrir sig gefur út eigin markskrá. Landsmarkaskráin er því samsafn allra þeirra marka, öllum raðað eftir markaheitum. Markaverðir taka við mörkum til skráningar, hver í sínu umdæmi, þeir úthluta nýjum bæjarnúmerum eftir þörfum og senda til Bændasamtaka Íslands. Þetta kerfi stendur á traustum grunni og hefur reynst vel. Nýjar markaskrár árið 2020 Í samræmi við lög um afréttamálefni o.fl., reglugerð um búfjármörk og fleira og fjallskilasamþykktir skal gefa út nýjar markaskrár í öllum markaumdæmum eigi sjaldnar en áttunda hvert ár. Þannig eiga næstu markaskrár að koma út fyrir haustið 2020 og má reikna með að undirbúningur hefjist ári áður. Þótt tölvuvæðingin auðveldi mjög aðgengi að öllum skráðum mörkum hafa prentaðar markaskrár enn töluvert gildi auk þess að vera meðal aðgengilegustu heimilda um nöfn og heimili sauðfjáreigenda á hverjum tíma. Guðlaug Eyþórsdóttir landsmarkavörður Ólafur R. Dýrmundsson fv. landsmarkavörður. Á FAGLEGUM NÓTUM Markaverðir 2018 Markaskrá Nafn Heimili Póstnr. Staður Sími Gsm Netfang Landnám Ingólfs Arnarsonar Ólafur R Dýrmundsson Jóruseli 12 109 Reykjavík 841-1346 oldyrm@gmail.com Borgarfjarðarsýsla Ingimundur Jónsson Deildartungu 1a 320 Reykholt í Borgarfirði 861-5171 zetorinn@visir.is Mýrasýsla Þórir Finnsson Hóli 311 Borgarnes 435-0041 Snæfellsness- og Hnappadalssýsla Jónas Jóhannesson Jörfa 311 Borgarnes 435-6782 869-4584 Dalasýsla Arndís Erla Ólafsdóttir Ásgarðslandi 371 Búðardalur 434-1261 erla22@simnet.is Vestfirðir - A.-Barð. Arnór Grímsson Arnórshúsi 380 Króksfjarðarnes 434-7763 896-7763 soleygv@simnet.is Vestfirðir - V.-Barð. Barði Sveinsson Innri-Múla 451 Patreksfjörður 456-2019 innrimuli@simnet.is Vestfirðir - Ís. Aðalsteinn L Valdimarsson Strandseljum 401 Ísafjörður 456-4812 alvald@snerpa.is Vestfirðir - Str.s. Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir Lækjartúni 15 510 Hólmavík 451-3196 696-3196 hrafnh@snerpa.is Húnavatnssýslur - V.-Hún. Eggert O Levy Garðavegi 12 530 Hvammstangi 451-2430 Húnavatnssýslur - A.-Hún. Jóhann Guðmundsson Holti 541 Blönduós 452-7127 861-5592 holtsvinadal@emax.is Skagafjarðarsýsla Lilja Björg Ólafsdóttir Kárastöðum 551 Sauðárkrókur 453-6531 Eyjafjarðarsýsla Ólafur Geir Vagnsson Hlébergi 601 Akureyri 8943230 hleberg@simnet.is S-Þingeyjarsýsla og Kelduneshreppur Sveinbjörn Þór Sigurðsson Buvellir 641 Húsavík 464-3546 898-8306 buvellir@simnet.is N-Þingeyjarsýsla austan Jökulsár Árni Davíð Haraldsson Gunnarsstöðum 2 681 Þórshöfn 863-1265 arnihar@hotmail.com Austurland - N.-Múl. Jón Víðir Einarsson Hvanná 1 701 Egilsstaðir 471-1052 Austurland - S.-Múl. Björn Björgvinsson Sólbakka 4 760 Breiðdalsvík 475-6643 893-1824 breiddal@simnet.is A-Skaftafellssýsla Guðfinna Benediktsdóttir Volaseli 781 Höfn í Hornafirði 478-1713 895-0026 V-Skaftafellssýsla Jón Jónsson Prestsbakka 880 Kirkjubæjarklaustur 487-4754 891-6009 prestsb@talnet.is Rangárvallasýsla Sigríður Helga Heiðmundsdóttir Kaldbak 851 Hella 4875133 8692042 kaldbakur@uppsveitir.is Árnessýsla Loftur Þorsteinsson Ásastíg 10b 845 Flúðir 486-6715 863-7915 hannalb@simnet.is Vestmannaeyjar Birgir Sigurjónsson Illugagötu 79 900 Vestmannaeyjar 481-2115 Skráning eyrnamarka og útgáfa markaskráa 23. febrúar síðastliðinn var haldin Starfamessa í Háskóla Akureyrar fyrir 9. og 10. bekkinga á Eyjafjarðarsvæðinu. Sóttu vel yfir 600 nemendur messuna í ár. Á starfamessunni komu saman fyrirtæki, framhaldsskólar og háskólar af svæðinu til að kynna fyrir krökkunum möguleika og starfstækifæri sem bíða þeirra. Lagt var upp með að þeir sem væru að kynna hverja atvinnugrein gætu svarað nokkrum grundvallarspurningum um tiltekna grein eins og vinnutíma, laun og mögulegar menntunarkröfur. Fyrir hönd bænda stóðu Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi í Klauf, og Sara María Davíðsdóttir, bóndi í Torfum, vaktina en markmið þeirra var að vekja áhuga nemendanna á starfi bóndans og þeim störfum sem tengjast þjónustugreinum landbúnaðarins. Til gamans fengu krakkarnir að smakka á kjarnfóðri, saltsteinum og orkudrykk fyrir nýbærur og vakti það mikla lukku. MS tók þátt í kynningunni með þeim með því að gefa nemendunum Hleðslu og má segja að krökkunum hafi þótt hún hvað einna best af þeim veitingum sem bændurnir buðu upp á. Starfamessa á Akureyri: Bændur framtíðarinnar kynntu sér landbúnað Sara María Davíðsdóttir bóndi í Torfum. Fjöldi 9. og 10. bekkinga mætti á Starfamessu í Háskóla Akureyrar. Lóð undir tjaldsvæði á Norðurlandi Óska eftir að taka á leigu landsvæði til langs tíma í nálægð við þjóðveg 1 á Norðurlandi. • Æskilegt er að stutt sé í rafmagn. • Leigutaki mun kosta framkvæmdir í samráði við landeiganda. Tillögur óskast sendar á kolbeinn@gmail.com
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.