Bændablaðið - 22.03.2018, Síða 57

Bændablaðið - 22.03.2018, Síða 57
57 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018 Sokkar með bylgjumynstri Bylgjumynstur er virkilega skemmtilegt að prjóna. Fallegir sokkar eru nokkuð sem allir hafa gaman af að eiga og nota. Stærð: 35/37 - 38/40 - 41/43. Lengd á sokk: 22 - 24 - 27 cm. Hæð á stroffi: 11-11-12 cm. Garn: DROPS FABEL 100 g í allar stærðir litur 916, grand canyon 50 g í allar stærðir litur 100, natur Sokkaprjónar nr 2,5 – eða sú stærð sem þarf til að 26 lykkjur og 34 umferðir í sléttu prjóni verði 10x10 cm. RENDUR: Þegar prjónaðar eru rendur eftir mynsturteikningu er þráðurinn dreginn með á röngu á stykkinu, þannig að það þarf ekki að klippa hann frá og festa fyrir hverja rönd. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7-7-8 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 7-7-8 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yf ir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6-6-7 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eina og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yf ir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6-6-7 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yf ir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku alveg eins með því að það fækki um 1 lykkju áður en 1 lykkju er steypt yfir þar til 13-15-15 lykkjur eru eftir á prjóni. SOKKUR: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 81-84-87 lykkjur með grand canyon. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur brugðnar, 1 lykkja slétt). Prjónið stroff í 4 cm, prjónið síðan 1 umferð slétt þar sem fækkaðar eru 11-14-17 lykkjur jafnt yfir = 70-70-70 lykkjur. Prjónið síðan A.1 (= 5 mynstureiningar í öllum stærðum). Þegar stykkið mælist 11-11-12 cm setjið fyrstu 43-43-43 lykkjurnar á band (= miðja ofan á fæti), haldið eftir síðustu 27-27-27 lykkjunum á prjóninum. Prjónið slétt prjón fram og til baka yfir hællykkjur með grand canyon, JAFNFRAMT er lykkjufjöldinn jafnaður í 25-27-29 lykkjur í fyrstu umferð. Prjónið slétt prjón yfir hællykkjur 5-5½-6 cm. Setjið 1 prjónamerki í síðustu umferð. HÉÐAN ER NÚ MÆLT Prjónið nú HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið lykkjur frá hæl, prjónið upp 13-14-16 lykkjur meðfram hlið á hæl, prjónið lykkjurnar af bandi og prjónið upp 13-14-16 lykkjur meðfram hinni hliðinni á hælnum = 82-86-90 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður ofan á fæti (= A.1) og prjónið slétt prjón með röndum yfir þær lykkjur sem eftir eru – JAFNFRAMT er lykkjum fækkað á hvorri hlið þannig: Prjónið 2 síðustu lykkjurnar á undan 43 miðjulykkjunum ofan á fæti snúnar slétt saman (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogann í stað fremri) og prjónið 2 fyrstu lykkjurnar á eftir miðju 35 lykkjunum ofan á fæti slétt saman. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umferð alls 13 sinnum = 56-60-64 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 17-19-21 cm frá prjónamerki á hæl (= 5-5-6 cm eftir til loka). Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið þannig að það verða 28-30-32 lykkjur undir il og ofan á rist. Haldið áfram með slétt prjón yfir allar lykkjur – JAFNFRAMT er fellt af fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin þannig: Á undan prjónamerki: 2 lykkjur slétt saman. Á eftir prjónamerki: 2 lykkjur snúnar slétt saman. Endurtakið úrtöku á hvorri hlið í annarri hverri umferð alls 7-6-7 sinnum og síðan í hveri umferð 4-6-6 sinnum = 12 lykkjur eftir á prjónum. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 1 5 3 7 6 8 4 2 5 9 8 1 4 6 4 5 8 7 9 2 7 6 8 7 6 1 4 3 5 8 2 3 1 2 3 4 3 9 6 2 1 Þyngst 6 1 9 5 8 1 9 4 7 5 6 8 7 4 2 3 9 8 1 4 1 2 3 6 2 5 9 6 8 3 8 5 2 3 7 4 1 4 8 6 2 5 7 4 9 3 9 5 5 7 2 6 2 8 3 4 9 1 7 8 5 4 3 8 5 6 1 1 7 6 2 9 6 8 5 3 7 5 2 9 9 5 4 1 6 8 Ætlar að verða bóndi og spila í hljómsveit Carl Mikael er magnaður 9 ára strákur sem hefur mikinn áhuga á tónlist. Hann er einnig duglegur að hjálpa til í fjárhúsunum. Það besta sem hann veit er þó að fá að fara á snjósleða eða fjórhjól. Nafn: Carl Mikael. Aldur: 9 ára. Stjörnumerki: Vatnsberi. Búseta: Gilsbakki í Öxarfirði. Skóli: Öxarfjarðarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Bjúgu með jafningi. Uppáhaldshljómsveit: DIMMA. Uppáhaldskvikmynd: Bílar 3. Fyrsta minning þín? Þegar við fluttum á Gilsbakka. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég spila á trommur og rafmagnsgítar. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Bóndi og spila í hljómsveit. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég fór einn á snjósleða í fyrsta skiptið og náði að leggja á milli pabba og mömmu. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fór til Reykjavíkur og til Svíþjóðar. Næst » Carl Mikael skorar á Kristínu Svölu í HANNYRÐAHORNIÐ FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.