Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 20192 Skýrsla sem unnin var um ör slátrunar verkefni Matís í Skaga firði er nánast tilbúin til útgáfu. Sveinn Margeirsson lagði grunn­ inn að skýrslugerðinni áður en honum var sagt upp störfum sem forstjóra Matís í byrjun desember á síðasta ári og var vinnu við hana að mestu lokið síðastliðið sumar. Starfandi forstjóri kannast hins vegar ekki við að skýrslan sé tilbúin. Skýrslan fjallar um tilrauna­ verkefni Matís sem útfært var í Skagafirði í lok september á síðasta ári; á bænum Birkihlíð – þar sem lömbum var slátrað samkvæmt tilteknum verklagsstöðlum Matís – og á bændamarkaði á Hofsósi þar sem afurðirnar voru seldar. Tilgangurinn var að leggja fram tillögur sem gerðu ráð fyrir að bændur gætu komið sér upp aðstöðu til að slátra sjálfir og stunda bein viðskipti með sínar afurðir. Oddur Már Gunnarsson, starfandi forstjóri Matís, segir í svari við fyrirspurn að skýrslan sé ekki tilbúin til útgáfu, verkefnið sé ófjármagnað og því liggi vinna við það niðri. Mikilvægi nýsköpunar sauðfjárbænda Í inngangi skýrslunnar er fjallað um mikilvægi nýsköpunar í land­ búnaði og í sjálfri skýrslunni farið yfir kjötmat, slátrun og örslátrunar­ verkefnið. Þar kemur fram að með tilraunaverkefninu hafi verið unnið að því að sýna fram á mikil­ vægi nýsköpunar í ljósi aðstæðna sauðfjárbænda, með því að stuðla að eflingu samkeppnishæfni innlendrar matvælaframleiðslu með könnun á nýjum úrræðum fyrir frumfram­ leiðendur. Áður en kom að örslátruninni í Skagafirði hafði Matís haldið opinn fræðslufund um áhættumat og heimaslátrun, auk þess sem tillögur Matís um örslátrunarfyrirkomulag höfðu verið sendar ráðherra í byrjun september 2018. Í verkefni Matís var unnin svokölluð blockchain­ lausn í samvinnu við Advania, sem gerði ráð fyrir fullkomnu rekjanleikakerfi afurðanna beint til bóndans. Þá eru í skýrslunni tilgreindar niðurstöður úr örverumælingum sem gerðar voru á sláturstaðnum og niðurstöður meyrnimælinga. Skýrslan leiðir í ljós að örverumagn afurðanna var langt undir viðmiðunarmörkum auk þess sem meyrni kjötsins var metin góð, en skrokkarnir höfðu fengið að hanga í tæpa viku. Þá var mikil eftirspurn eftir afurðunum á bændamarkaðinum og verðið sem fékkst fyrir þær þar gefur tilefni til að ætla að bændur geti aukið verðmæti sinna afurða talsvert með heima­ slátrun og ­vinnslu og sölu beint frá býli eða á bændamarkaði. /smh Eins og fram hefur komið hér í Bændablaðinu á undan förnum vikum voru bæði Sveinn Margeirs­ son, fyrrverandi for stjóri Matís, og Þröstur Heiðar Erlingsson, bóndi í Birkihlíð, kærðir af Matvælastofnun í nóvember á síðasta ári vegna örslátrunar­ verkefnis Matís. Yfirheyrslum er lokið og er nú beðið ákvörðunar lögreglustjóra á Norðurlandi vestra hvort ákæra verði gefin út. Í lok september á síðasta ári stóð Matís fyrir tilraun á nýrri aðferð við heimaslátrun á lömbum (örslátrun) á bænum Birkihlíð í Skagafirði og afurðirnar voru síðan seldar á bændamarkaði á Hofsósi. Matvælastofnun kærði Svein og Þröst vegna gruns um meint brot á lögum um slátrun og sláturafurðir, að sauðfé hafi verið tekið til slátrunar á starfsstöð sem ekki hafi leyfi til slátrunar og afurðirnar settar á markað án þess að þær hafi verið heilbrigðisskoðaðar í samræmi við lög. Viðurlög sektir eða fangelsi Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá umdæmi lögregl unnar á Norður landi vestra er yfir heyrslum lokið og málið sé nú til skoðunar og yfirferðar hjá lögreglunni. Mun ákvörðun um framhald þess verða tekin eins fljótt og hægt er, en það er lögreglustjóri umdæmisins sem fer með ákæruvald í málinu. Brot gegn fyrrgreindum lögum varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum ef sakir eru miklar. Þröstur var kallaður til skýrslutöku strax og kæra Matvælastofnunar kom fram í nóvember á síðasta ári. Sveinn var hins vegar kallaður til lögreglunnar á Blönduósi til yfirheyrslu nú síðsumars. Sveinn gekkst við ábyrgð í málinu í viðtali við Bændablaðið í ágúst, en tók jafnframt fram að hann hafi farið af stað með verkefnið í þeim tilgangi að sinna hlutverki Matís; að auka verðmæti landbúnaðarafurða og bæta matvælaöryggi. Þröstur sagði, í viðtali við blaðið í lok ágúst, að hann teldi sig ranglega liggja undir grun um að eiga einhverja sök í málinu. „Matvælastofnun lagði málið þannig upp fyrir lögregluna að ég hefði komið að því að selja kjötið á Bænda markaðnum í Hofsósi, sem er alveg út í hött […] Þeim var full­ kunnugt um að þetta var verkefni á vegum Matís, þeir kjósa að vilja ekki skilja það að Matís hafi verið með þetta verkefni,“ var haft eftir Þresti. /smh FRÉTTIR Örsláturverkefni Matís í Birkihlíð: Yfirheyrslum lokið yfir Sveini og Þresti og beðið ákvörðunar um hvort ákært verði Lambalæri úr örslátrunarverkefni Matís í Birkihlíð. Mynd / Matvælastofnun Mikil óánægja er innan garð­ yrkj unnar vegna fyrir hugaðra breytinga á fyrirkomu lagi starfs mennta náms í greininni. Til stendur að flytja námið af framhaldsskólastigi og færa undir háskóla deildir innan Landbúnaðar háskólans. Skapar það óvissu um m.a. meistara­ réttindi starfs greinanema að námi loknu. Heiðar Smári Harðarson, for­ maður Félags skrúðgarðyrkju­ meistara, segir að hann og fleiri hafi talsverðar áhyggjur af nýrri stefnu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands þegar kemur að starfsmenntanámi í garðyrkju. „Garðyrkjuskólinn er hluti af Landbúnaðar háskóla Íslands og það er verið að gera skipu­ rit Landbúnaðarskólans meira pýramídalagað og taka starfs­ námið og færa það undan framhaldsskólalögum undir 19. grein háskólalaga um aðfara nám fyrir háskóla. Vandamálið við þetta er að ef námið er fært undir lög um háskóla er það ekki lengur undir framhaldsskólalögum eins og allar aðrar iðngreinar og það hefur óljósar afleiðingar í för með sér fyrir skrúðgarðyrkjuna sem lög gilda iðngrein og nemendur sem leggja stund á það nám,“ segir Heiðar. Ekkert samstarf við hagaðila „Eins og stefnan hefur verið kynnt fyrir mér er Landbúnaðarháskólinn að setja starfsmenntanám í skrúð­ garðyrkju og öðrum garð yrkju­ greinum í uppnám. Þegar ákveðið var að fara í þessar breytingar á skipuriti skólans var ekki haft samráð við fagaðila garðyrkjunnar og þeir fengu ekki að leggja neitt til málanna eða koma með ábendingar. Í raun var stefnan kynnt fyrir okkur eftir að búið var að ákveða hana eins og málið væri okkur nánast óviðkomandi og við fengum lítið sem ekkert að tjá okkur á fundinum sem ætlaður var til þessa. Opinberlega var stefnan á vinnslustigi þegar kynningin fór fram og hefur hún lítið sem ekkert breyst síðan, þrátt fyrir að við höfum sent bréf til rektors og háskólaráðs Landbúnaðarháskólans og þeirra ráðuneyta sem málið varðar og óskað sérstaklega eftir því að þessi vinna yrði lögð til hliðar þar til mögulegar afleiðingar svona stefnubreytingar hefðu verið skoðaðar ofan í kjölinn. Lítið hefur verið um greinargóð svör,“ segir Heiðar. „Nám í skrúðgarðyrkju, sem er löggild iðngrein, er eins uppbyggt og aðrar iðngreinar þar sem nemendur halda dagbók utan um sitt 60 vikna verknám úti í atvinnulífinu og ljúka námi með sveinsprófi. Í reglugerð um sveinspróf er gert ráð fyrir að nemendur hafi lokið burtfararprófi frá iðnmenntaskóla á framhaldsskólastigi. Hvaða áhrif koma svona breytingar til með að hafa fyrir þá nemendur sem óska eftir að þreyta sveinspróf í skrúðgarðyrkju? Hvaða áhrif hafa þessar breytingar á fagið, stéttina eða mögulega aðrar iðngreinar í kjölfarið?“ Engin greining á afleiðingunum fór fram „Flestir sem ég hef talað við um þetta mál eru sammála um að þetta sé óheillaþróun þar sem ekki virðist hafa farið fram nein greining á mögulegum afleiðingum stefnubreytingarinnar og ekkert samráð haft við starfsgreinaráð námsbrauta eða atvinnulífið. Hagaðilar hafa komið saman á nokkrum fundum í sumar og rætt þessi mál og er þungt hljóð í mönnum. Þetta mál snertir ekki aðeins skrúðgarðyrkjunámið, það eru sjö brautir á framhaldsskólastigi innan Landbúnaðarháskólans. Margir þessara hagaðila fengu ekki fundarboð á kynningarfundinn og maður setur stórt spurningarmerki við svona vinnubrögð. Það er eins og það eigi bara að keyra þetta mál í gegn,“ segir Heiðar. „Við erum að skoða þetta mál betur í samstarfi við Samtök iðnaðarins og munum tjá okkur frekar á næstunni.“ /VH Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA VERÐ FRÁ 129.900 KR. GOLFFERÐIR TIL SPÁNAR NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS/GOLF ALICANTE Landbúnaðarháskóli Íslands: Starfsmenntanám í garðyrkju í uppnámi Skýrsla um örslátrunarverkefni Matís tilbúin til útgáfu – starfandi forstjóri kannast hins vegar ekki við að skýrslan sé tilbúin og segir verkefnið vera ófjármagnað Aðalfundur Matís ohf. Taprekstur og hagræðing – Níu vilja starf forstjóra Hákon Stefánsson er nýr stjórnarformaður Matís ohf. Aðalfundur félagsins var haldinn þriðju daginn 24. september, eftir að hafa tvívegis verið frestað þrátt fyrir að í samþykktum félagsins sé kveðið á um að hann sé haldinn fyrir lok júní ár hvert. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs­ og landbúnaðar ráðherra hefur skipað nýja stjórn fyrir félagið sem er opinbert hlutafélag og alfarið í eigu íslenska ríkisins. Ný stjórn verður áfram skipuð þeim Arnari Árnasyni, Drífu Kristínu Sigurðar dóttur, Helgu Sigurrós Valgeirsdóttur, Sigmundi Einari Ófeigssyni, Sigrúnu Traustadóttur og Sindra Sigurðssyni. Hákon kemur nýr inn í stjórn í stað Sjafnar Sigurgísladóttur, fráfarandi stjórnarformanns. Hákon er lögmaður og stjórnarformaður Creditinfo. Á aðalfundinum kom fram að tæplega 37 milljóna króna tap var á rekstri félagsins á síðasta ári. Til að mæta rekstrarvandanum hefur stöðugildum verið fækkað um tíu á þessu ári, þremur hefur verið sagt upp störfum en sjö aðrir farið frá félaginu. Níu umsóknir um stöðu forstjóra Staða forstjóra félagsins var auglýst laus til umsóknar á dögunum og rann umsóknarfresturinn út síðastliðinn mánudag. Umsækjendur eru eftirfarandi: Anna Kristín Daníelsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Bjarni Ó. Halldórsson, Guðmundur Stefánsson, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Oddur Már Gunnarsson, Richard Kristinsson, Sigrún Elsa Smáradóttir og Steinar Sigurðsson. Starfandi forstjóri er Oddur Már Gunnarsson sem tók við stöðunni þegar Sveini Margeirssyni var sagt upp störfum í byrjun desember á síðasta ári. Hjá Matís er unnið að fjölbreyttum verkefnum á sviði matvæla og líftækni í þágu atvinnulífsins, matvæla öryggis og lýðheilsu, þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og verðmætaaukningu. /smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.