Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 2019 31 2019 er besta sumarið Guðmunda segist muna eftir mörgum hlýjum og góðum sumrum en það toppi ekkert sumarið í sumar, sumarið 2019. „Ég hef ekki heyrt svona hlýjar tölur í veðurfréttunum eins og þær hafa verið í sumar, þetta var einstakt sumar, sem verður lengi í minnum haft.“ Engin matarsóun í gamla daga Eins og áður segir þá er Guðmunda ein af tíu systkinum. Hún segist hafa fengið gott uppeldi og heimilið hafi verið eins og leikskóli enda mikið að gera á stóru heimili með öll börnin. „En það þurfti ekki að vera að tala um neina matarsóun á þeim tíma, það var ekki inni í myndinni,“ segir Guðmunda og hlær, allt var borðað, engum mat var hent. Sjálf var hún í farskóla þar sem kennt var í hálfan mánuð í Kálfholti og hálfan mánuð í Vettleifsholtshverfinu, bæði í Ásahreppi. Ísland er nógu stórt Guðmunda er næst spurð hvort hún hafi komið einhvern tímann til útlanda og hvort hún hafi ferðast mikið um landið. „Nei, Ísland er nógu stórt handa mér, ég hef aldrei farið til útlanda. Ég hef ekkert ferðast um landið, eini staðurinn sem ég hef komið á fyrir utan staði hér á Suðurlandi eru Vestfirðir, annað hef ég ekki farið. Þegar ég fór á Vestfirðina var farið með rútu vestur til Arngerðareyrar og með Fagranesinu vestur á Ísafjörð. Við fórum svo til baka með flugvél. Þetta er eina ferðin mín um Ísland, ég hef ekki farið meira síðan, mér hefur alltaf fundist best að vera heima.“ Hlustar alltaf á veðurfréttir í útvarpi Guðmunda segist reyna að fylgjast með þjóðmálunum eins og hún geti, hún horfi reyndar lítið sem ekkert á sjónvarp, það sé helst útvarpið sem hún hlusti á, þá einna helst veðurfréttir, hún vill ekki missa af þeim. Guðmunda hristir höfuðið þegar hún er spurð út í Alþingi Íslendinga og ástandið þar. „Ég vil nú heldur hafa færri flokka en fleiri, þeir eru alltof margir í dag,“ segir hún. Á móti orkupakka þrjú „Ég er á móti því að við séum að fara að flytja út orku, við höfum ekkert svo mikla orku til að flytja til annarra landa. Af hverju ekki frekar að setja upp áburðarverksmiðju hér heima eða einhvern annan iðnað, sem við þurfum á að halda? Ég er ekki samþykk orkupakka þrjú,“ segir Guðmunda aðspurð um hennar skoðun á því máli. Aldrei snert á tölvu Guðmunda er næst spurð út í tæknina, hvort hún hafi nýtt sér hana í búskapnum með tölvu og góðu netsambandi í sveitinni? „Nei, ég er alveg laus við það en í tengslum við það finnst mér mjög slæmt að maður sé hættur að fá póst yfir það sem maður á að borga, það fer allt í gegnum tölvur, ég á enga tölvu og kann ekki á tölvu. Það er þó búið að leggja ljósleiðara inn í húsið mitt, ég nota hann ekki, en það kemur kannski einhver inn í húsið síðar meir sem þarf á slíkum búnaði að halda,“ segir Guðmunda og brosir. Ekki hrifin af Trump „Ég er ekki beint hrifin af karl­ anganum, hann reynir sjálfsagt að gera eitthvað eftir besta viti. Ég verð að játa það að ég er ekki alltaf sammála honum, ætli hann reyni ekki að kaupa Ísland líka eins og hann vildi kaupa Grænland,“ segir Guðmunda og brosir út í annað, aðspurð um skoðun hennar á Donald Trump, forseta Banda­ ríkjanna. Framtíðin björt Guðmunda er að lokum spurð hvernig framtíðin leggist í hana nú þegar kýrnar eru ekki lengur á bænum og aldur hennar farinn að segja til sín. „Ég vona bara að menn og þjóðir hafi vit á því að gera sitt besta. Við höfum það mjög gott á Íslandi að geta lifað í friði og spekt. Kannski finnst mér stundum of mikil heimtufrekja því við höfum nóg til allra hluta. Peningar eru ekki allt sem við þurfum til að lifa, það eru breyttir tímar, það var erfitt hjá bændum í gamla daga en vélvæðingin létti störfin mikið. En ég skil ekki þá bændur sem vilja vera svo stórhuga að þeir vilja vera með allra mest, það er gott að hafa nóg. Græðgin er of mikil. Það mætti vera minna af því. Ég hvet ungt fólk til að hefja búskap ef það getur, það er gaman að vera bóndi og gefandi. Ég óska öllum Íslendingum alls góðs. Ég er stolt af því að vera Íslendingur og þakka Guði fyrir það. Mér var kennt sem ungri konu að erfið leikar væru bara til að sigrast á þeim, ekki ætti að gefast upp fyrir þeim,“ segir Guðmunda að endingu. /MHH Guðmunda segist ekki hafa upplifað eins gott sumar í gegnum þau 87 ár sem hún hefur lifað eins og sumarið í sumar, það hafi verið einstakt á Suðurlandi. Mynd / MHH Guðmunda hefur fengið fjölda viður kenninga fyrir góðan árangur í búskap sínum, m.a. frá Landssambandi kúabænda árið 2000. Mynd / Úr einkasafni Guðmundu Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 limtrevirnet.is Íslenskar einingar fyrir íslenskt veðurfar Hjá Límtré Vírnet færðu hinar einu og sönnu Yleiningar - stálsamlokueiningar með steinullareinangrun á milli. Hagkvæm, umhverfisvæn og myglufrí byggingarlausn. Stuttur afgreiðslufrestur. Kynntu þér Yleiningar á limtrevirnet.is. Söluskrifstofur - Lynghálsi 2 - 110 Reykjavík Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Netfang - sala@limtrevirnet.is Hvar auglýsir þú? Sími 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 45,6% fólks á landsbyggðinni les Bændablaðið 20,4% 45,6% á landsbyggðinniá höfuðborgarsvæðinu 29,5% landsmanna lesa Bændablaðið Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2018. Aldur 12-80 ára. MANNOL TILBOÐ T IL BÆNDA UMBÚÐIR TILBOÐSVERÐ FULLT VERÐ 5 Lítrar 2.490,- kr. 3.495,- kr. 20 Lítrar 8.990,- kr. 12.495,- kr. 60 Lítrar 25.900,- kr. 33.995,- kr. Smiðjuvegi 11, 200 KÓP | Stakkahrauni 1, 220 HFJ S: 512 3030 | www.automatic.is Mannol Traktor Súperolía 15W-40 RAFGEYMAR Í ÖLLUM STÆRÐUM Rafgeymar í allar vinnuvélar og bíla á frábæru verði! Bylting í hreinlæti! i-mop XL - Gólfþvottavél sem auðveldar þrif, sparar tíma og léttir lífið. Hafðu samband og pantaðu kynningu fyrir þitt fyrirtæki Sjá nánar á: i-teamglobal.com Aflvélar ehf. • Vesturhrauni 3 • 210 Garðabær Sími: 480 0000 • aflvelar.is • sala@aflvelar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.