Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 20196 Þrátt fyrir vitundarvakningu um umhverfis- og loftslagsmál og vanda málin sem mannkyn stendur frammi fyrir vegna vaxandi losunar gróðurhúsalofttegunda heldur útblástur þeirra áfram að aukast. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Aukningin hefur verið meiri síðastliðin fimm ár en sama árafjölda þar á undan. Þrátt fyrir að við vitum betur virðist erfitt að ná utan um viðfangsefnið. Hérlendis er þetta sambærilegt, loftslagsmálin eru mikið í umræðunni þar sem rætt er um mikilvægi þess að grípa til aðgerða á meðan að útblástur eykst. Vandinn stækkar Í losunarbókhaldi gróðurhúsalofttegunda frá hagkerfi Íslands, sem mæld eru í hitunargildum (CO2 -ígilda) eftir atvinnugreinum á árabilinu 1996 til 2018, eru birtar losunartölur meðal annars frá matvælaiðnaði, heimilum og flutningum í lofti og láði. Athyglisvert er að sjá samanburðinn og hvar losun eykst og hvar hún dregst saman. Það er alveg ljóst að ef mannkynið tekst ekki á við þessar breytingar þá verður vandinn stærri og stærri. Það verður ekki á færi eins lands, einnar ríkisstjórnar, einstakrar atvinnugreinar, eins heimilis eða einstaklings að breyta um stefnu. Kannski er það mikilvægasta að viðurkenna að við þurfum öll að takast á við þessa áskorun hvert í okkar atvinnugrein, á okkar heimili í okkar lífi. Lönd og ríkisstjórnir verða að vinna saman að sameiginlegu markmiði. Við megum ekki við því að reyna að finna aðra sökudólga til að geta firrt sjálf okkur ábyrgð. Fjöldamargar ráðstefnur hafa verið haldnar, yfirlýsingar hafa verið birtar og áætlanir um minnkun losunar gefnar út. En við þurfum aðgerðir. Aðgerðir í öllum krókum og kimum samfélagsins þar sem hver og einn maður, hver og ein atvinnugrein og hvert og eitt heimili leggur sitt af mörkum. Við getum ekki beðið lengur. Bændur geta minnkað losun Í íslenskum landbúnaði eru tækifæri til að minnka losun og bæta nýtingu líkt og í öðrum greinum. Þar þarf sameiginlegt átak bænda, ríkisstjórnar, fyrirtækja og stofnana sem og fræðasamfélagsins til að ná alvöru árangri. Nú þegar eru verkefni í vinnslu sem stuðla að því að minnka metanmyndun í meltingarvegi dýra en það er einn þáttur sem veldur losun. Bætt nýting búfjáráburðar og hagkvæmari áburðarnýting er ein leið sem minnkar loftslagsáhrif landbúnaðar líkt og bætt nýting lífmassa. Margt er hægt að telja til og víða liggja tækifæri til að gera betur. Tækifæri verða þó ekki að neinu nema þau séu nýtt. Eftir hverju erum við að bíða? Mikið af þekkingunni er til, verkþekking er að talsverðu leyti til en hvað er það þá sem hamlar? Við vitum öll að breytingar eru á næsta leiti. Hvort sem við tökum frumkvæði og tökumst sameiginlega á við vandann eða neitum að horfast í augu hann þá líður tíminn og við losum meira sem heild. Loftslagsváin er svolítið eins og tíminn, staldrar ekki við og bíður meðan við erum að hugsa. Hún nálgast meir og meir hvort sem við erum tilbúin eða ekki. Spurningin er: „Hvað erum við að gera og hvað ætlum við að gera?“ Þegar við höfum ákveðið það getum við sett upp plan um það hvernig við ætlum okkur að takast á við framtíðina. Við þurfum þekkingu, rannsóknir og þverfaglega sýn til framtíðar. Við vitum að það verður erfitt að forgangsraða en við verðum að taka sameiginlega ábyrgð með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Skilgreinum saman hvað við viljum gera og finnum leiðina þangað. Við sköpum samfélögin sem við viljum búa í með nútíðina og framtíðina í huga en lærum af fortíðinni. Togstreita milli atvinnugreina, samfélags og stjórnmála skilar okkur engu til frambúðar. Það er sama hvernig á það er litið – við erum öll í sama liðinu hvort sem okkur líkar betur eða verr. Matvælastefna er nauðsyn Í þessu samhengi er veruleg þörf á því að við Íslendingar náum samkomulagi um það hvernig landbúnað við viljum sjá á Íslandi og hvernig við ætlum að haga honum. Viljum við vera sjálfum okkur nóg um framleiðslu matvæla og hvaða skilyrði eigum við að búa matvælaframleiðslu svo hún verði íbúum þessa lands til heilla? Landbúnaðurinn er mikilvægur hluti innlendrar matvælaframleiðslu og verður það áfram. Hins vegar eru margir áhrifaþættir sem geta skorið úr um hvernig atvinnugreinin þróast á komandi árum. Meðal þeirra er sá stuðningur sem bændur fá til þess að framleiða matvæli og tollaumhverfi sem atvinnugreinin býr við. Við sem búum á Íslandi njótum í raun forréttinda þegar við horfum á okkar matvælaauðlindir. Við verðum hins vegar að marka okkur stefnu hvert við viljum fara og hvernig við ætlum að nýta þær. Það skiptir ekki svo miklu máli hvaða leið við veljum ef við vitum ekki hvert förinni er heitið. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 5.450 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Fyrirhuguð hlutdeildarlán ríkisins til íbúðarkaupa er trúlega það gáfulegasta sem gerst hefur á íslenskum lána- markaði vegna húsnæðiskaupa frá stofnun íslenska lýðveldisins. Ef rétt er skilið þá eiga þessi lán að gagnast þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð og eins þeim sem lentu í erfiðleikum í hruninu. Fólk sem missti sínar íbúðir og hefur síðan ekki haft bolmagn vegna okurkjara á leigumarkaði að safna sér fyrir útborgun í íbúð. Snilldin felst í því að ríkið kaupir ákveðinn hlut í íbúð með væntanlegum kaupanda og á þennan hlut um ákveðinn tíma eða þar til íbúðin verður seld aftur. Ekki er þörf á að greiða inn á þann hlut nema íbúðarkaupandi hafi bolmagn til þess. Sé hluturinn t.d. 20% af upphaflegu kaupverði þá á ríkið það hlutfall þar til íbúðin er seld eða kaupandi kaupir hlutinn af ríkinu. Ríkið tapar engu, en nýtur væntanlega hagnaðar af hækkun íbúðaverðs til jafns við íbúðarkaupandann. Eflaust verður sett skynsamlegt þak á upphæð þessara hlutdeildarlána. Eigi að síður er mikilvægt við innleiðingu þessa kerfis að settar séu geirnegldar skorður við því að þetta verði ekki að féþúfu fyrir braskara á fasteignamarkaði. Það er tími til kominn að stjórnvöld líti til þess sem vel er gert á þessu sviði í öðrum löndum. Það þarf nefnilega ekki alltaf að finna upp nýtt hjól í hvert sinn sem leysa þarf brýn verkefni og því sjálfsagt að nýta sér reynslu annarra. Nú horfa stjórnvöld í samstarfi við verkalýðs hreyfinguna m.a. til reynslu Breta af hlutdeildarlánum. Það er vel að menn horfi þá líka til þess sem miður hefur farið við framkvæmd innleiðingar hlutdeildarlána. Í Bretlandi hafa stjórnvöld litið á þetta kerfi sem hreyfiafl til að hvetja til nýbygginga vegna skorts á íbúðamarkaði. Það svínvirkaði þar um slóðir, en hér á landi er afar mikilvægt að kerfið komist sem fyrst til framkvæmda. Vandi fólks á leigumarkaði er gríðarlegur og margir hafa neyðst til að flýja land vegna okurs á þeim markaði. Margir fleiri eru að þrotum komnir. Því dugar ekki að einblína í upphafi á nýbyggingar. Þá eru menn ekki að horfa á neina lausn fyrir það fólk sem nú er í vanda fyrr en eftir tvö ár eða svo. Fyrir marga verður það of seint. Kerfið verður því í upphafi að gefa möguleika til kaupa á eldra húsnæði, en auðvitað er nauðsynlegt að setja þar ákveðnar skorður til að koma í veg fyrir misnotkun kerfisins. Það er líka afar mikilvægt að samið sé við sveitarfélög að lóðir undir nýbyggingar sem fara inn í þetta kerfi séu afhentar á raunhæfu lágmarks kostnaðarverði. Reykjavíkur borg reið á vaðið á sínum tíma og innleiddi uppboðsleið við lóðaúthlutun sem sprengdi upp markaðinn. Það leiddi síðan til stórhækkaðs íbúðaverðs sem er stór hluti af þeim vanda sem nú er verið að berjast við. Sveitarstjórnarmenn verða líka að sjá ljósið í því að lóðir á raunhæfu kostnaðarverði eru að búa til skjól fyrir útsvarsgreiðendur til framtíðar. Ætli ekki sé til einhvers vinnandi að fá slíka tekjustofna til sín frekar en að fá þá ekki vegna okurs á lóðaverði? Einn hlutur er líka afar mikilvægur við innleiðingu hlutdeildarlána til íbúðarkaupa. Það er að tryggja að slík lán verði ekki forréttindi íbúa höfuðborgarsvæðisins. Víða á landsbyggðinni hefur verið að myndast skortur á íbúðarhúsnæði vegna þess að lánastofnanir hafa verið tregar til að lána þangað fé. Að þessu verða þeir að huga sem nú vinna að samsetningu á því lánakerfi sem ætti að geta orðið til mikillar blessunar ef rétt er á málum haldið. /HKr. Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 ÍSLAND ER LAND ÞITT Guðrún S. Tryggvadóttir formaður Bændasamtaka Íslands gst@bondi.is Flateyri við Önundarfjörð er heimabær Lýðháskólans sem vakið hefur mikla athygli. Með skólanum hefur Flateyri öðlast nýjan sess meðal sjávarþorpanna á Vestfjörðum og hefur hann jafnframt skapað líf í plássinu og aukið eftirspurn eftir húsnæði á staðnum. Snjóflóðavarnagarðarnir ofan við þorpið, sem gerðir voru í kjölfar snjóflóðanna í október 1995, var mjög umdeild framkvæmd. Þeir urðu hins vegar að veruleika og veitir íbúum nú mikið öryggi. Þá eru varnargarðarnir orðnir gróðri vaxnir og þar er nú vinsælt útivistar- og útsýnissvæði. Mynd / HKr. Tær snilld Við erum öll í sama liðinu hvort sem okkur líkar betur eða verr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.