Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 201948 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Stóra-Ármót hefur verið í eigu Búnaðarsambands Suðurlands frá því 1979. Hér hefur verið rekið tilraunabú í nautgriparækt, lengst af í samstarfi við Bændaskólann á Hvanneyri, seinna LbhÍ. Búrekstur á Stóra-Ármóti er í höndum bústjóra og hafa Hilda og Höskuldur sinnt því starfi frá því í september 2001. Býli: Stóra-Ármót. Staðsett í sveit: Flóahreppur. Ábúendur: Hilda Pálmadóttir og Höskuldur Gunnarsson. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Auk okkar hjóna þá eru það börnin 5; Helga Margrét, Hannes, Hólmar, Hallgerður og Hanna Dóra. Tíkarkjáninn Píla og meindýravarnirnar í fjósinu (lesist kettirnir) Ponta, Klói og Steypa. Stærð jarðar? 650 ha. Gerð bús? Blandaður búskapur. Fjöldi búfjár og tegundir? Mjólkur- kýrnar á búinu eru um 50 talsins og kvígur og kálfar í samræmi við það. Sauðfé um 145 hausar á vetrarfóðrum og svo eigum við prívat einhver 10 hross sem aðallega sjá um að hreinsa vegkanta og snyrta í kringum bæinn. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fyrst og síðast morgna og kvöld eru fjósverkin og svo annað tilfallandi þar á milli. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Flest er skemmtilegt þegar vel gengur, hins vegar er alltaf leiðinlegt að þurfa að farga skepnum. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði og nú er, hugsanlega aukin mjólkur framleiðsla til að fullnýta aðstöðuna sem er til staðar. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Þakklát þeim sem gefa sig í þá vinnu. Það er ekki alltaf öfundsvert hlutverk og sjaldnast að allir séu sáttir við það sem gert er. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Ef fólk áttar sig á því að við eigum að kaupa það sem framleitt er næst okkur þá vegnar honum vel. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Fyrst og fremst á að einblína á að uppfylla innan- lands markaðinn. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, lýsi og egg. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Sitt sýnist hverjum um það. Lambahryggurinn á jólunum ofarlega á blaði hjá flestum, yngri kynslóðin yfirleitt hamingjusöm með heimagerða pitsu og steiktur fiskur í raspi kemur líka sterkur inn. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Fjósbreytingarnar haustið 2017 voru skemmtilegar og gott þegar loksins tókst að hýsa kýrnar það árið. Eftirminnilegra hjá flestum fjölskyldumeðlimum er þó smalabrjálæði húsbóndans og annars sonarins þegar rekið var í fyrsta skipti inn í ný fjárhús 2015, enda fór fjarri því að blessuð sauðkindin vildi fara þangað sem ætlast var til. Kjúklingur, kalkúnn og súkkulaði Kjúklingur er frábær fæða enda fara vinsældir hans sívaxandi. Kjúklingaréttir passa vel fyrir lífsstíl margra í dag, þar sem maturinn þarf að vera fljótlegur og hollur. Sérstaklega eru þeir hentugir þegar nýja haustgrænmetið er komið í verslanir og þá er lítið mál að slá upp hversdagsveislu. Ofnbökuð gljáð kjúklingalæri með nýjum hráum gulrótum › 600 g kjúklingalæri › 100 g nýjar gulrætur beint úr garðinum eða frá bónda › salt og pipar Aðferð Steikið lærin í ofni við 160–170 gráður í 35–40 mínútur eða grillið ef það er enn við höndina. Gott er að bera lærin fram með fersku salati og steiktum kartöflu- bátum – og hráum gulrótum sem gott er að dýfa í sýrðan rjóma með kryddjurtum með ögn af sítrónusafa. Líka hægt að nota sem sósu með kjúklingnum. Kalkúnabringur með maltgljáa og rósmarin Ef margir eru í mat ætti að vera auðvelt að hægelda kalkúnabringu og svo brúna á grilli eða pönnu. › 1 heil kalkúnabringa › 1 lítil maltdós › 1 hvítlaukur › 1 grein rósmarín › 20 g púðursykur › 20 g sinnep › olía › salt og pipar Aðferð Blandið kryddleginum saman í poka; olíu, söxuðum hvítlauk, púðursykri, salti, pipar og sinnepi. Setjið til hliðar. Færið kalkún í ofnfast fat og bakið við vægan hita þar til kjötmælir nær 65 gráðum, brúnið svo á pönnu eða undir grilli í ofni. Ef notað er grill skal grilla við vægan hita í um hálftíma eða þar til kalkúnninn er fulleldaður. Penslið reglulega yfir kalkúninn með kryddleginum. Gott getur verið að krydda aðeins betur með salti og pipar. Ef mikill safi lekur niður er gott að setja álpappír undir kalkúninn svo kvikni ekki í veislunni. Súkkulaðikaka í formi › 200 g dökkt hágæðasúkk ulaði › 1 egg › 3 eggja- rauður › 175 g smjör › 40 g sykur Saxið súkkulaðið og hitið við vægan hita í örbylgjuofni eða yfir vatns- baði. Bætið bræddu smjöri við og hrærið saman við einu eggi og svo einni rauðu ásamt sykri. Bakið til dæmis í sílikon formi eða formi með smjörpappír við 180 gráður í 6–7 mínútur. Gott að reiða fram með súkku- laði sósu og jafnvel vanillu- ís og íslenskum berjum eða þeyttum rjóma (stundum þarf að kæla súkkulaðið til að ná því úr forminu). Bjarni Gunnar Kristinsson Matreiðslumeistari Stóra-Ármót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.