Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 201912 FRÉTTIR „Við sjáum fyrir okkur að mögulegar lausnir felist annars vegar í því að auka virkni og rekstraröryggi hreinsibúnaðar enn frekar en nú er og einnig og ekki síður að lengja útrás og koma henni fyrir á meira dýpi,“ segir Sigurjón Þórðarson, framkvæmda­ stjóri Heilbrigðiseftirlits Norður­ lands vestra, vegna mengunar frá frárennsli sláturhúss KVH á Hvammstanga. Áberandi fitubrák sést gjarnan umhverfis affallið og í það leitar mikill fjöldi fugla. Ábúendur á Sæbóli og Ytri-Bakka hafa sent bréf til sveitarstjórnar Húnaþings vestra og krafist úrbóta. Óska upplýsinga um magn lífræns úrgangs sem fer frá sláturhúsinu Sigurjón segir að hreinsun við Sláturhús KVH á Hvammstanga sé nú þegar meiri en víða annars staðar hjá sambærilegri starfsemi, en staðsetning útrása sé hins vegar viðkvæmari. Það geri m.a. nábýli við hratt vaxandi ferða- mennsku á Vatnsnesi og æðarrækt á svæðinu. Sigurjón hefur tvívegis farið og skoðað aðstæður við sláturhúsið nú í haust. Hann segir að Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hafi óskað eftir upplýsingum frá sláturhúsinu um það magn lífræns úrgangs í fráveituvatni sem fer frá fyrirtækinu og að það verði mælt með beinum hætti. Hann segir mögulega hægt að áætla það út frá því sem eftir verður þegar búið er að draga magn afurða og úrgangs frá innvegnu hráefni í sláturhúsið. Þá óskaði heilbrigðiseftirlit eftir upplýsingum um gerð, aldur og rekstur búnaðarins og afstöðu KVH til málsins. „Hér er fyrst og fremst um að ræða sjónmengun vegna lífræns efnis sem sleppur fram hjá hreinsibúnaði sláturhússins. Mengunin veldur aðallega ama, auk þess sem það er ekki viðunandi að fóðra vargfugl í nágrenni við æðarvarp og matvæla- framleiðslu,“ segir Sigurjón. Hann á von á að niðurstöður mælinga berist á næstu dögum. Verulegum fjármunum varið í endurbætur á hreinsibúnaði Hallfríður Ósk Ólafsdóttir, gæða- stjóri hjá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga, segir að þegar athugasemdir berist fyrir tækinu vegna mengunar frá frárennsli sé heilbrigðiseftirliti gerð grein fyrir orsökum frávika og brugðist sé við með endurbótum og auknu eftirliti með hreinisbúnaði og það sé gert í samráði við eftirlitið. Hún segir að á undanförnum árum hafi verulegum tíma og fjármunum verið varið í endurbætur á hreinsunarbúnaði við fyrirtækið. Fitubrákin hænir að fjölda máva og hrafna Ingvar H. Jakobsson hjá ferða- þjónustunni á Ytri-Árbakka og Ástmundur og Hanný Norland, æðarbændur á Sæbóli á Vatnsnesi, sem einnig reka hrossaræktarbúið Hindisvík, sendu sveitarstjórn Húnaþings vestra bréf í fyrrahaust þar sem krafist er úrbóta á frárennslismálum slátur- hússins á Hvamms tanga. Þar kemur fram að mjög mikil og greinileg mengun hafi runnið frá sláturhúsinu mörg undanfarin ár og að þau hafi reglulega kvartað undan henni bæði við heilbrigðisfulltrúa og MAST. „Mengunin lýsir sér þannig að fitubrák og annar úrgangur rekur á fjörur sem hænir að hundruð máva og einnig hrafna. Einnig finnst greinileg lyktarmengun þegar fitulögin þrána í fjörunum, sem gerir þær óhæfar til útivistar,“ segir í bréfi þeirra til sveitarstjórnar. Benda þau jafnframt á að enn hættulegri mengun komi frá mávunum sjálfum, sem séu miklir sýklaberar þegar kemur að kamfílóbakter og salmonellu líkt og fjöldi rannsókna hafi sannað, „og í raun ótrúlegt að hæna þá í þessum mikla fjölda að þétt býlinu. Frárennslið er í raun eldisstöð fyrir vargfugl, sem er einnig skaðvaldur í friðslýstu æðarvarpi og varpi annarra fugla,“ segja þau. Fjaran sé þeim í raun ónothæf og jafnvel hættuleg til útivistar og að þau meini sínum gestum og fjölskyldu að fara í fjörurnar á þessum árstíma. Hafa kvartað árlega frá 2013 Ástmundur og Hanný á Sæbóli segja málið einkum og sér í lagi snúast um fuglagerið sem sveimi umhverfis affallið allan sólarhringinn og sitji í fjörunni að tína upp kjötbita. Þau segjast hafa kvartað yfir þessu til heilbrigðiseftirlits árlega frá árinu 2013, en ástandið sé ævinlega óbreytt. Fleiri aðilar, eins og sveitar- félagið og MAST, hafi fengið afrit af bréfunum en síðarnefnda stofnunin segir málið ekki koma sér við og vísar á heilbrigðiseftirlit. Ástmar og Hanný segja að fugla- gerið við affallið skapi óþolandi stöðu fyrir æðarfuglinn, því fylgi að auki mikill óþrifnaður fyrir þorpið. Sveitarfélagið fylgist með Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitar stjóri í Húnaþingi vestra, segir að málið hafi verið rætt við ábúendur á Ytri-Árbakka fyrir nokkru og í framhaldinu hafi sveitarfélagið sent ábendingu til heilbrigðiseftirlits en hlutverk eftirlitsins væri að fara með heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Vissi hún til þess að kallað hefði verið eftir upplýsingum frá sláturhúsinu. „Ég mun fylgja þessu eftir og fá nánari upplýsingar frá Heilbrigðiseftirlitinu þegar þau hafa lokið sinni úttekt,“ segir hún. /MÞÞ Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík - Sími 569-6000 - www.os.is Tækifæri og áskoranir við uppbyggingu smávirkjana á Íslandi Ráðstefna á Grand Hótel 17. október 2019 08:00 Skráning og morgunverður 08:30 Setning ráðstefnu - Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri 08:40 Ávarp ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 08:50 Öryggisstjórnkerfi virkjana - Óskar Frank Guðmundsson, sérfræðingur hjá Mannvirkjastofnun 09:10 Umhverfismat fyrir smærri virkjanir - Jakob Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Skipulagsstofnun 09:30 Smávirkjanir og dreifikerfið - Kjartan Rolf Árnason, deildarstjóri tæknisviðs hjá RARIK 09:50 Kaffihlé 10:10 Smávirkjanir og flutningskerfið - Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs 10:30 Fjármögnun smávirkjana - Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar 10:50 Smávirkjanir í Noregi - Knut Olav Tveit, Daglig leder, Småkraftforeningen 11:10 Hafa orkufyrirtækin áhuga á að kaupa orku frá smávirkjunum - Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri framleiðslu og sölu hjá HS Orku 11:30 Virkjanasaga Húsafells - Arnar Bergþórsson, stjórnarformaður Arnarlækjar 11:50 Samantekt og fundi slitið Fundarstjóri Erla Björk Þorgeirsdóttir verkefnisstjóri hjá Orkustofnun Skráning á fundinn og útsending frá fundinum er á os.is Orkustofnun efnir til ráðstefnu um tækifæri og áskoranir við uppbyggingu smávirkjana á Íslandi. Fjallað verður um umhverfismat, tengingar smávirkjana við dreifikerfið, fjármögnun og fleiri atriði er varðar smávirkjanir. Einnig verða sagðar reynslusögur af uppbyggingu smávirkjana bæði á Íslandi og í Noregi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra mun ávarpa ráðstefnuna. Kýrin Hrollaug á bænum Skíðbakka í Austur­ Landeyjum gerði sér lítið fyrir nýlega og bar þremur kálfum, sem voru reyndar allir dauðir. Um var að ræða tvær kvígur og eitt naut, allt full­ skapaðir kálfar. „Við höfum aldrei upp lifað nokkuð þessu líkt í þau 33 ár sem við höfum verið í búskap. Ég hef heldur aldrei heyrt af þremur kálfum í burði þótt það hafi örugglega gerst einhvern tímann,“ segir Guðbjörg Albertsdóttir á Skíðbakka en hún og Rútur Pálsson eru þar með myndar- legt kúabú. „Það gekk mjög vel að ná kvígunum, þær voru númer eitt og tvö en þegar Rútur athugaði með þriðja kálfinn kom í ljós að hann var með pung og líka dauður. Við höfum ekki hugmynd um af hverju þeir drápust allir en það hefði óneitanlega verið gaman að eiga þrjá sprelllifandi kálfa undan Hrolllaugu. Hún er þrátt fyrir þetta allt brött og ber sig vel. Við „lánuðum“ henni sólarhrings gamlan kvígukálf til að hafa hjá sér nóttina eftir burðinn og hún var bara ánægð með það,“ segir Guðbjörg. /MHH Hrollaug bar þremur kálfum á Skíðbakka Hrollaug er greinilega mjög frjósöm enda bar hún þremur kálfum, sem er mjög, mjög fátítt á Íslandi. Mynd / Guðbjörg Albertsdóttir. Kálfarnir þrír sem komu allir í heiminn dauðir, tvær kvígur og eitt naut. Hrossa- og æðarbændur á Vatnsnesi kvarta yfir mengun frá sláturhúsinu á Hvammstanga sem dregur að mikið fuglager: Hægt að leysa með meiri hreinsun og lengri útrás – segir Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra Þykk fitubrák í fjörunni á Sæbóli , fyrir neðan æðarvarpið, stutt frá slátur hússaff allinu. Svona sést oft og víða í fjörunni á sláturtí ðinni. Sporin í fitu brákinni eru eftir mjög stór an hund af labradorkyni. Mikill fjöldi fugla sækir í úrganginn frá sláturhúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.