Bændablaðið - 26.09.2019, Page 23

Bændablaðið - 26.09.2019, Page 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 2019 23 – Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN HUSQVARNA FS 400 LV Sögunardýpt 16,5 sm HUSQVARNA K 770 Sögunardýpt 12,5 sm HUSQVARNA K 2500 Sögunardýpt 14,5 sm HUSQVARNA DM 230 HUSQVARNA K 3600 MK II Sögunardýpt 27 sm HUSQVARNA Steinsagarblöð og kjarnaborar Velosit SL 503 Iðnaðarflot Desjamýri 8 Mosfellsbæ s. 4204010 - www.murefni.is Eru steyptu gólfin slitin ? Frábær lausn á gömul sem ný gólf. Notkunarstaðir gripahús, vélaskemmur , stéttar og fl. inni sem úti. Þykktarsvið 3 - 38 mm. Styrkur 60 mpa Ráðgjafarnefnd Orkusjóðs hefur ákveðið að styrkveitingar Orkusjóðs á árinu 2019 verði til verkefna samkvæmt b) lið 7. gr. reglugerðar nr. 185/2016 um Orkusjóð en þar segir: „Styrkir til verkefna sem leiði til lægri kostnaðar við óniðurgreidda rafkyndingu húsnæðis og mannvirkja í eigu sveitarfélaga“. Til greina kemur meðal annars: Uppsetning varmadæla, uppsetning eða endurbætur hitastýringar- kerfa og önnur verkefni sem leiða til minni raforkunotkunar við hitun. Um er að ræða fjárfestingarstyrki, sem hæst geta numið 50% af áætluðum kostnaði við einstök verkefni, þó að hámarki 5 m.kr. Við mat á umsóknum verður sérstaklega litið til: • Að verk- og kostnaðaráætlun sé vönduð og ítarleg. • Að raunsætt mat sé lagt á áætlaðan raforkusparnað. • Hlutfalls orkusparnaðar miðað við kostnað. Umsóknarfrestur er til 20. október 2019 Skrifleg staðfesting á afgreiðslu umsókna mun berast umsækjendum eigi síðar en 20. nóvember 2019 Umsóknum skal skila rafrænt af vef Orkustofnunar www.os.is undir Orkusjóður Nánari upplýsingar á www.os.is og hjá Orkusjóði, Rangárvöllum við Hlíðarfjallsveg, 603 Akureyri. Símar 569 6083 – 894 4280 – Netfang jbj@os.is ORKUSJÓÐURORKUSTOFNUN ORKUSJÓÐUR Orkusjóður auglýsir sérstaka styrki 2019 Bændablaðið Auglýsingar 56-30-300 Tjörneshreppur: Segir sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Eyþingi „Þetta er fyrst og fremst tákn­ ræn mótmæli hjá okkur og við gerum ekkert frekar ráð fyrir að fleiri fylgi okkar fordæmi,“ segir Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson, oddviti Tjörneshrepps, sem á dögunum sagði sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Eyþingi, samtökum sveitar félaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu. Með úrsögninni vilji hreppurinn mótmæla þingsályktun sem kveður á um að 1000 íbúar skuli að lágmarki vera í hverju sveitarfélagi en hún var samþykkt á aukalandsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga nýverið. Kristaltært að þetta er stefnan Aðalsteinn segir að gert sé ráð fyrir að við næstu sveitarstjórnarkosningar árið 2022 verði gengið út frá því að ekki verði færri en 250 íbúar í hverju sveitarfélagi. Í Tjörneshreppi eru nú um 55 íbúar. „Þetta snýst ekki svo mikið um Tjörneshrepp, miðað við þróunina síðustu áratugina erum við deyjandi sveitarfélag, við gerum okkur grein fyrir því að fyrr eða síðar þurfum við að sameinast öðum nema miklar breytingar eigi sér stað í íbúðaþróun sem eru ekki í kortunum. Engu að síður hefðum við kosið að vera ein áfram þangað til við sjálf hefðum ákveðið annað. Við viljum með þessu mótmæla þessari aðferðafræði sem við teljum ranga. Það er síður en svo að hægt sé að sýna fram á að sameining muni setja öll samfélög í betri stöðu en nú er. Það er verið að dæma ákveðin sveitarfélög til þess að verða jaðarsvæði í sínu samfélagi sem er aldrei spennandi kostur. Ég einhvern veginn trúði því að þessi tilskipun næði ekki fram að ganga núna en eftir aukalandsþingið um daginn er það orðið kristaltært að þetta er stefnan og ekki aftur snúið með það. Satt best að segja hélt ég alltaf að sveitarfélögin yrðu ekki þvinguð til sameiningar, ég hélt í þá von að svo yrði ekki,“ segir Aðalsteinn. Skuldlaust sveitarfélaga með góða inneign í banka Hann segir að sitt sjónarmið sé að hreppurinn hafi ekki neitt að gera með að vera innan samtaka sem vilji ekki að það sé til. Samband íslenskra sveitarfélaga eigi að vera samband allra sveitarfélaga en sé það augljóslega ekki lengur. Hvað Eyþing varðar hafi hreppurinn lagt fram sitt framlag til starfseminnar, en þurfi nú að horfa í hverja krónu og betra sé að verja þeim fjármunum sem það hafi úr að spila í annað, nú þegar ljóst er að hreppurinn verði ekki til nema í rúm tvö ár í viðbót Tjörneshreppur er að hans sögn í góðum málum fjárhagslega, er skuldlaust sveitarfélag með góða inneign á bankareikningi. „Það eru ekki mörg sveitarfélög á landinu í þeirri stöðu,“ segir Aðalsteinn. Hreppurinn á í ágætu samstarfi við Norðurþing og önnur nágrannasveitarfélög m.a. í skóla-, öldrunar- og félagsmálum. /MÞÞ Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson. Frá Tjörnesi. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.