Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 201930 LÍF&STARF Guðmunda Tyrfingsdóttir, 87 ára bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi, er hætt með kýrnar en er áfram með kálfa, sauðfé, hænur og hross: Hefur bara komið á Vestfirðina á Íslandi, aldrei neitt annað, hvað þá til Vestmannaeyja eða útlanda Guðmunda Tyrfingsdóttir, bóndi á bænum Lækjartúni í Ásahreppi, er mögnuð kona sem kallar ekki allt ömmu sína þegar um búskap er að ræða. Hún er ein af tíu systkinum, átta þeirra eru á lífi í dag. Guðmunda, sem er 87 ára, hefur alltaf búið ein með sínar skepnur á bæ sínum, sem er í Ásahreppi. Tímamót urðu í lífi Guðmundu í síðasta mánuði þegar hún seldi kýrnar sínar níu og hætti þar með mjólkur framleiðslu. Hún ætlar að vera áfram með kálfa, kindur, hænur og hross, eða á meðan heilsan leyfir. Blaðamaður settist niður með Guðmundu og fór yfir það helsta með henni sem á hennar daga hefur drifið í gegnum árin. Tók við búskapnum 1978 Guðmunda er fædd á Herríðarhóli í Ásahreppi en flutti síðan á fyrsta ári sínu í Lækjartún með foreldrum sínum. Hún tók við búskapnum af þeim 1978. „Það hefur alla tíð verið kúa­ búskapur á þessum bæ þangað til núna. Ég sakna þess óskaplega að geta ekki farið út í fjós og heilsað upp á kýrnar mínar og mjólkað þær en svona er þetta bara, lífið er alltaf að taka einhverjum breytingum,“ segir Guðmunda og bætir við: „Kýrnar hafa gefið mér mjög mikið um ævina enda hef ég haft mitt lifibrauð af þeim og yndi og ánægju, þær eru dásamlegar skepnur.“ Kýr eru bráðgáfaðar Guðmunda segir að kýr séu bráð­ gáfaðar ef það er talað við þær og þannig látið að þeim, það hafi hún margoft séð. Hún náði mjög góðum árangri í mjólkurframleiðslu og var búið hennar oft eitt af afurðahæstu búum landsins. „Ég vil færa mjólkurbúinu á Selfossi kærar þakkir fyrir sam­ starfið í gegnum árin, þeir voru alltaf með góða eftirlitsmenn, sem reyndust mér vel,“ segir Guðmunda og sömu sögu er að segja með Fóðurblönduna, hún hefur alltaf verslað við það fyrirtæki og líkað vel. Margir vilja jörðina Guðmunda segist ekki hafa hugmynd um hvað verði um jörðina hennar þegar hennar dagar eru taldir. „Það eru margir sem vilja fá jörðina því þetta er stór og góð jörð. Þegar foreldrar mínir fluttu hingað bjuggu þau til að byrja með í torfkofa en það breyttist svo. Það var mjög gott að alast upp í Ásahreppnum og þetta er góð sveit með góðu fólki. Það var engin vélvæðing fyrstu árin, sem ég man eftir, það var bara notast við orf, ljá, hrífur og farið um allt á hestum,“ segir Guðmunda. Eftir að hún hóf búskap var hún oft með ungling í sveit og nokkrar vinnukonur frá útlöndum hafa verið hjá henni, m.a. frá Þýskalandi og Frakklandi. Hitaveitan breytti öllu Guðmunda hefur upplifað miklar breytingar á öllu frá því að hún var barn og til dagsins í dag. „Þetta er bara allt önnur veröld, það hefur svo mikið breyst. Fyrst vil ég nefna símann og rafmagnið en mesta breytingin var þegar við fengum hitaveitu, það er engin hætta á að það kvikni í út frá henni og hún er þægileg.“ Þrátt fyrir að Guðmunda sé hætt með kýrnar þá er hún enn með nokkra kálfa í fjósinu, auk þess að eiga kindur, nokkra hesta og hænur. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmunda og systkini hennar, átta þeirra eru á lífi í dag. Hún er lengst til hægri sitjandi. Mynd / Úr einkasafni Guðmundu Guðmunda Tyrfingsdóttir, 87 ára bóndi á bænum Lækjartún í Ásahreppi, sem líður hvergi annars staðar eins vel og heima í sveitinni. Mynd / MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.