Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 201946 Þegar ég prófaði Volkswagen T-Roc frá Heklu kom upp spurning um hvort maður ætti að segja að bíllinn væri jepp lingur eða fjórhjóladrifinn fólks bíll. T-Rock er fáanlegur í nokkrum mismunandi útfærslum, ýmist með bensínvél eða dísilvél. Bíllinn sem ég prófaði var með 2,0 lítra dísilvél sem á að skila 150 hestöflum og kostar 4.890.000. Útlitið eins, en fjórir mismunandi bílar Verðið á Volkswagen T-Roc Style er ódýrast frá 3.790.000 sem er beinskiptur 115 hestafla bensínbíll, en dýrastur af Style bílunum er 190 hestafla bensínbíllinn og kostar 5.290.000 (svo eru í boði Style+ og R-line sem eru dýrari útgáfur af Volkswagen T-Roc). Í Style bílnum er eins og í flestum nýjum bílum mikið lagt upp úr öryggi og er bíllinn m.a. með neyðarhemlunar- búnaði, vöktunarkerfi fyrir gangandi vegfarendur, akreinavari/lesari, ESC stöðugleikastýringu og ýmislegt fleira. Prufuaksturinn í styttra lagi Til að kynnast bílum sem best hef ég reynt að keyra prufubíla helst ekki minna en 100 km, en sökum veðurs og anna var þessi prufuakstur rétt tæpir 70 km á mismunandi vegum. Í innanbæjarakstri er bíllinn lipur og þægilegur í akstri og hentar vel við þröngar aðstæður, gott að leggja í stæði, en persónulega hefði ég viljað að hliðarspeglar mættu vera aðeins stærri til að fylgjast með umferð fyrir aftan bílinn. Á malbiki er gott að keyra bílinn en samt fannst mér veghljóð á malbikuðum vegi vera fullmikið. Á malarvegi er Volkswagen T-Roc bíll sem ég gef hærri einkunn en sambærilegum bílum fyrir lítið malarvegahljóð undir bílnum. Mjög dempað hljóð og greinilega vel hljóðeinangraður undirvagn. Einnig kom það mér á óvart hversu ákveðið má keyra bílinn í lausamöl án þess að skriðvörnin fari á. Maður var hreinlega hissa hvað mátti keyra bílinn hratt í gegnum beygju í lausamöl með fullt grip á hjólin án þess að skriðvörnin færi á. Eyðsla, plúsar og einn mínus Allan prufuaksturinn var ég að skipta á milli vélarstillinga frá eco yfir í sport til að finna muninn á upptaki og akstri á mismunandi stillingum. Ég verð að viðurkenna að ég var ekki að taka neitt mikið á bílnum þ.e.a.s. lítið um botngjafir. Samkvæmt aksturstölvunni var ég að eyða 6,5 lítrum á hundraðið á þessum tæpu 70 km sem ég ók á meðalhraða upp á 44 km. Mestan tímann var vélin stillt á sport þannig að ég var ekki mikið að hugsa um sparakstur. Ég get ekki verið annað en ánægður með eyðsluna þar sem í sölubæklingi er uppgefin meðaleyðsla í blönduðum akstri 6,8 l/100 km. Það er gott að sitja í fram- sætunum, pláss gott og þá sérstaklega fyrir þá sem sitja í aftur sætunum. Farangurs rýmið er í samræmi við bílinn, en ég saknaði þess að sjá varadekk í þar til gerðu hólfi. Sennilega kem ég aldrei til með að sætta mig við varadekkslausa bíla, en það er eini mínusinn sem ég gef þessum bíl. Lokaorðin, fjórhjóladrifinn bíll á góðu verði sem gott er að keyra. Ég einfaldlega get ekki ákveðið hvort ég kalla Volkswagen T-Roc fjórhjóladrifinn fólksbíl eða minnstu gerð af jepplingi. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Þyngd 1.990 kg Hæð 1.573 mm Breidd 1.819 mm Lengd 4.234 mm Helstu mál og upplýsingar Volkswagen T-Roc, ódýr, fjórhjóladrifinn og kraftmikill Volkswagen T-Roc Style. Myndir / HLJ Fínt pláss í aftursætunum og rými gott. Baksýnisspeglarnir á hliðunum mættu vera stærri. Það besta við bakkmyndavélarnar í VW er að linsan verður aldrei skítug. Myndi halda að þetta hólf væri hannað fyrir varadekkið, en hvar er það? Undir vörumerkinu er augað fyrir linsuna fyrir bakkmyndavélina og þess vegna alltaf hrein mynd. Get ekki annað en verið montinn af því að vera undir uppgefinni eyðslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.