Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 201938 LÍF&STARF Í ævintýraför með undradrykk Hjónin Manuel Plasencia Gutierrez og Ragna Björk Guðbrandsdóttir byrjuðu að framleiða kombucha- drykkinn fyrir tveimur árum og í fyrstu var einungis hægt að fá drykkinn á krana hjá fáeinum aðilum. Í dag eru drykkir þeirra í níu mismunandi bragðtegundum seldir um allt land og virðist sem Íslendingar hafi tekið vel í þessa nýjung á markaðnum. „Manuel hefur lengi haft mikinn áhuga á því flókna ferli sem fer í gang við gerjun og hefur í mörg ár verið að gera ýmsar tilraunir. Eftir að hafa aflað sér upplýsinga um hráefni til bruggunar rakst hann á forna aðferð við að gerja te-Kombucha. Manuel fann fljótt fyrir jákvæðum áhrifum á líðan eftir að hafa drukkið kombucha reglulega og þá fyrst og fremst á magaflóruna. Sjálf hef ég ástríðu fyrir heilbrigðu líferni og finnst mikilvægt að láta gott af mér leiða, bæði fyrir samfélagið og náttúruna. Þarna rann þetta tvennt vel saman. Við áttuðum okkur fljótlega á sérstöðu Kombucha-drykkjarins og langaði okkur til að deila þessum undrarykk með sem flestum og þá hófst kombucha-ævintýrið okkar,“ útskýrir Ragna. Heilsusamlegur svaladrykkur Kombucha Iceland er lítið fjölskyldu- fyrirtæki rekið af hjónunum og fögnuðu þau tveggja ára afmæli fyrirtækisins í ágúst síðastliðnum. „Í byrjun var hægt að fá drykkinn á krana hjá nokkrum aðilum, þá gat fólk komið með eigin flösku og fyllt á. Í dag erum við mjög stolt af því að geta boðið upp á áfyllingar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, hjá Frú Laugu í Laugardal, Sólir jóga úti á Granda, Mamma veit best í Kópavogi og Litlu hönnunarbúðinni í Hafnarfirði. Nú nýlega hefur bæst við áfyllingarstöð í Fisk kompaní á Akureyri og í Húsi handanna á Egilsstöðum. Þetta fyrirkomulag leggst vel í kramið hjá fólki sem hugsar um umhverfið og vill sniðganga óþarfa umbúðir. Við hlökkum til að kynna drykkinn fyrir fólki á Austurlandi en við munum taka þar þátt í viðburði sem tengist plastlausum september. Við erum alltaf að leita að nýjum endursöluaðilum og okkur langar að fólk geti nálgast Kombucha Iceland hvar sem er á landinu,“ segir Ragna og aðspurð um hvað kombucha sé í raun er hún fljót til svars: „Kombucha er gerjað te sem inniheldur fjölbreytt úrval af heilsu bætandi efnasamböndum. Þetta er sem sagt heilsusamlegur svaladrykkur sem inniheldur mikið af góðgerlum. Drykkurinn er aðeins súr með náttúrulegri kolsýru en einstaklega hressandi. Það sem er sérstakt við drykkinn er botn- fallið sem sjá má en er fullkomlega eðlilegt og einnig í sumum tilfellum er hægt að sjá fljótandi SCOBY (örveruþyrping) í flöskunni, ef að maður er heppinn.“ Fá hvatningu og innblástur Fyrsta árið sem þau hjónin fram- leiddu drykkinn seldu þau að meðaltali 1600 lítra á mánuði og hefur salan aukist jafnt og þétt frá byrjun. Í dag selja þau drykkinn með 9 mismunandi bragðtegundum. „Við erum fyrst og fremst craft brugghús þar sem okkar aðalvara er Kombucha en við gerum margar tilraunir með bragðsamsetningar. Okkar helstu bragðtegundir eru engifer, krækiber, glóaldin, spirulina, rabarbari-vanilla, original, rauðrófa og mynta,“ útskýrir Ragna og segir jafnframt: „Við gerð kombucha er byrjað á því að hella upp á gæða te og lífrænum sykri er bætt út í. Þegar teið nær réttu hitastigi er gerjunin sett í gang. Um er að ræða svipað ferli og við framleiðslu á jógúrti, súrkáli og kefir. Notuð er lifandi örveruþyrping sem kallast SCOBY (e.Symbiotic Solony of Bacteria and Yeast) sem knýr áfram gerjunina og nærist á sykrinum og koffíninu úr teinu. Við gerjunina breytir SCOBY teinu yfir í flókinn og bragðgóðan drykk, stútfullan af góðgerlum, sýrum og fleira. Það gleður okkur mikið að sjá hversu hratt kombucha-samfélagið á Íslandi hefur vaxið á þessum tíma frá því að við byrjuðum. Okkar helsta hvatning og innblástur kemur frá okkar tryggu kombucha-unnendum. /ehg Hjónin Manuel Plasencia Gutierrez og Ragna Björk Guðbrandsdóttir, stofnendur og eigendur fyrirtækisins Kombucha Iceland, framleiða nú kombucha-svaladrykkinn með níu mismunandi bragðtegundum. Kombucha er gerjað te með náttúrulegri kolsýru og góður svaladrykkur. Hér er um að ræða eina vinsælustu blómstrandi potta plöntu síðari áratuga, ekki síst í Evrópulöndum. Plantan er dæmigerður þykkblöðungur og getur geymt í laufi og stilkum talsvert af raka sem gerir plöntuna jafn auðvelda í umhirðu og allir vita sem reynt hafa. Hún er skyld íslensku holta blómunum hellu- hnoðra og flagahnoðra en í náttúrunni vex hún helst á hinni fjarlægu eyju Madagaskar í Indlandshafi. Vinsæl vegna fallegra blaða Kóraltoppur, Kalanchoe blossfeldiana, er lágvaxin, þéttgreind og sígræn planta, nokkurs konar jurtkenndur hálfrunni. Tennt laufblöðin eru gljáandi og dökk græn á heilbrigðum plöntum. Fáeinar skyldar tegundir hafa þann sérstaka eiginleika að geta myndað agnarlitlar smáplöntur eftir endilöngum blaðjöðrunum sem falla að lokum af og mynda nýja einstaklinga, en sá eiginleiki er afar sjaldgæfur í plönturíkinu. Blómstilkar kóraltopps eru lágir og marggreindir og á endum þeirra vaxa litrík blóm sem geta ólíkt mörgum öðrum plöntum af þessari stærð staðið mjög lengi, jafnvel í tvo til þrjá mánuði. Hæstu stilkarnir ná dálítið upp fyrir laufið en einnig myndast lágir, þéttir blómsveipir sem gera plöntuna enn meira aðlaðandi. Algengasti liturinn er hárauður en til eru gul, bleik og hvít afbrigði sem öll eru ljómandi falleg. Best er að hafa plöntuna í góðri birtu en vökva hana sparlega og nota mjög þynntan áburðarlög í 2-3 hvert skipti sem vökvað er á sumrin. Pottahlíf er sjálfsögð. Stýrð ræktun Garðyrkjubændur nota ýmis ráð til að ná plöntunni þéttri og blómríkri svo varla er hægt að búast við að hún endist lengur en nokkra mánuði á því stigi sem hún er þegar hún er sett á markað. Yfirleitt eru þetta ódýrar plöntur og betra kann að vera að kaupa nýja plöntu tvisvar eða þrisvar á ári en að reyna með misgóðum árangri að halda henni fallegri í langan tíma. Sé það hins vegar ætlunin má halda henni þéttri með því að klípa greinaendana af þegar þeir eru orðnir 15-20 cm háir og umpotta síðla vetrar. Við náttúrulega daglengd blómstrar kóraltoppur á vorin. Ef við viljum fá blómstrandi kóraltopp til dæmis fyrir jól þarf að halda daglengdinni í 10 klukkustundum í rúman mánuð að hausti. Þá myndar plantan blóm- vísa í stað greina. Græðlingar róta sig vel. Teknir eru greinabútar án blóma, settir í vatn eða raka mold og má búast við góðum árangri. Fræfjölgun er líka auðveld. Kóraltoppur þrífst við fremur lágt hitastig í nokkurn tíma og getur staðið á skjólgóðri verönd eða garðskála sumar- langt. Hitinn má þó aldrei fara neðar en í 12°C, kjörhiti er um 18°C. Enn ein eiturjurtin Hér er á ferðinni jurt sem sumum dýrum getur orðið verulega meint af. Hundar, kettir og jafnvel fuglar geta veikst og jafnvel drepist ef þau éta lauf eða blóm plöntunnar. Ingólfur Guðnason, brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu LbhÍ GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Kóraltoppur – ástareldur Við náttúrulega daglengd blómstrar kóraltoppur á vorin. Algengasti liturinn er hárauður en til eru gul, bleik og hvít afbrigði. Dýrum getur orðið verulega meint af plöntunni. Tennt laufblöðin eru gljáandi og dökkgræn. 1 2 3 4 5 6 Meðallestur prentmiðla á landsbyggðinni þróun lestrar síðastliðin fimm ár samkvæmt könnunumGallup 20 14 4 3, 3% 20 15 4 5, 0% 20 16 4 3, 8% 20 17 4 3, 1% 20 14 3 3, 9% 20 15 3 1, 0% 20 16 28 ,6 % 20 17 27 ,3 % 20 14 2 7, 8% 20 15 2 6, 0% 20 16 2 5, 3% 20 17 2 2, 0% 20 14 1 1, 3% 20 15 7 ,0 % 20 16 1 0, 8% 20 17 1 1, 2% 20 14 5 ,7 % 20 15 1 0, 0% 20 16 7 ,3 % 20 17 8 ,0 % 20 18 9 ,1 % 20 18 2 4, 6% 20 18 2 2, 1% Bændablaðið Fréttablaðið Morgunblaðið Stundin DV Viðskiptablaðið 20 18 4 5, 6% 20 18 1 0, 8% 20 18 5 ,1 % Bæ nd ab la ði ð / H Kr .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.