Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 2019 27 Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 Plettac vinnupallar - Protekt fallvarnarbúnaður Láttu öryggi og lausnir ráða ferðinni s. 618 8418 • vinnupallarehf@gmail.com ÞÖKK UM F YRIR FRÁB ÆRT SUMA R - SJÁ UMST Á VE RK O G VIT 2020 Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Þjórsárdalur: Kvartað undan sauðfé vegna skemmda á trjáplöntum Þorvaldur Örn Árnason, for maður Sjálfboðaliðasamtaka um náttúru­ vernd hefur skrifað sveitar stjórn Skeiða­ og Gnúpverja hrepps bréf þar sem kvartað er undan síendurteknum skemmdum sauð­ fjár á þúsundum trjáplantna í Þjórsárdal. Um er að ræða plöntur, sem félagsmenn samtakanna hafa plantað og er það hluti af Hekluskógaverkefninu. Þorvaldur segir að ítrekað hafi verið kvartað undan ástandinu við forsvars menn Hekluskógaverkefnisins en án árangurs. Hann hvetur sveitarstjórn til að beita sér í málinu til að stöðva þessa eyðileggingu á merkilegu og mjög þörfu skógræktarstarfi. Sveitarstjóra og oddvita hefur verið falið að afla betri upplýsinga um hvað sendandi erindisins á við með innihaldi þess og óska eftir fundi ef þurfa þykir. /MHH Hótel Selfoss: Fullfrágenginn menningarsalur kostar 472 milljónir króna Nú er unnið hörðum höndum að því að fjármagna menningarsal á Selfossi í Hótel Selfossi, sem hefur staðið fokheldur í 40 ár. Vonast er eftir að ríkissjóður komi með myndar legt framlag í salinn, ásamt Sveitarfélaginu Árborg. Á síðasta fundi Eigna- og veitunefndar Árborgar kom m.a. fram að kostnaðaráætlun við að gera salinn fullkláraðan hljóðar upp á 472 milljónir króna. Forsendur áætlunargerðar innar gera ráð fyrir að salurinn verði hannaður fyrir „náttúrulegan hljómburð“ og þannig miðað við að gera hljóðvist sem besta fyrir algengustu notkun, s.s. fyrir popp-, rokk- og djasstónleika, söngleiki, leiksýningar, kvikmyndasýningar og ráðstefnur. „Ljóst er að vegna stærðar- takmarkana salarins hvað varðar lofthæð verður hljómburður sinfónískrar tónlistar og kórsöngs þó síðri. Ekki er þó lokað fyrir þann möguleika síðar að setja upp hljómburðarkerfi ef slík þörf verður til staðar. Tekið hefur verið tillit til þeirra framkvæmda sem fara þarf í þannig að rekstur salarins geti hafist, s.s. frágang innanhúss, tæknikerfi og búnað ásamt endurbótum á stoðrýmum og í lóð“, segir í texta áætlunargerðarinnar. Skrifstofustjóri mennta- og menningarmálaráðuneytis hefur fengið kostnaðaráætlunina í hendurnar en forsætisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, ásamt skrifstofustjóra, aðrir ráð- herrar í ríkisstjórn og þingmenn Suðurkjördæmis hafa heimsótt og skoðað aðstæður í menningarsalnum og lýst áhuga sínum á að salnum verði komið í notkun sem fyrst. /MHH Katrín Jakobsdóttir forsætis ráðherra skoðaði ófullgerða menningarsalinn í Hótel Selfossi snemma í vor. Hún sagði þá að salurinn væri eitt best varðveitta leyndarmál Suðurlands og gaf góð fyrirheit um stuðning frá ríkinu til að ljúka við salinn. Mynd /MHH LÍF&STARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.