Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 2019 35 Eigum á lager nýja kynslóð af MultiOne EZ-7 liðléttingum sem eru 100% rafknúnir með góða endingu á rafhlöðunni. Frábær fjölnotavél með 1600 kg lyftigetu og möguleika á ýmsum aukahlutum. Vélarnar afhendast með skóflu og taðgreip. Hafðu samband við Ívar Atla í síma 590 5116 eða sendu línu á iab@klettur.is. Ný kynslóð 100% rafmagn! KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 / 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is dró úr vexti í sumar. Hér var einnig ríkjandi norðvestanátt í sumar, hvasst og kalt og það dró örugglega líka úr vextinum. Tilraunasvæðið skiptist í mörg minni hólf sem eru að stórum hluta í kringum íbúðarhúsið og í nágrenni við það. Hólfin eru alls níu og hvert um sig um 13 metrar á kant. Vöxturinn var greinilega mestur þar sem við gátum vökvað reglulega. Til að byrja með var vöxturinn víðast lítill vegna vatnsskorts, vinds og kulda og plönturnar ekki nema 5 til 10 sentímetra háar fram í byrjun júlí. Þá fór að rigna og var milt í veðri í tæpar tvær vikur og þá var dagamunur á plöntunum. Ég gat nánast horft á þær vaxa, eða að minnsta kosti mælt 5 til 7 sentímetra vöxt á sólarhring.“ Uppskera og vinnsla „Fyrsta skrefið í uppskerunni var að skera blómin af Finola afbrigðinu, þurrka og skoða kristalmagnið í þeim. Restin verður svo öll skorin og bundin í knippi og látin standa úti í um mánuð til að veðrast. Eftir það eru stönglarnir þurrkaðir og marðir til að merja kjötið frá trefjunum og að lokum eru stönglarnir valsaðir. Afurðin sem eftir stendur er hnoðri af trefjum sem er spunninn eins og hver annar þráður eða ull. Eða þá að trefjarnar eru pressaðar í plötur eins og ég ætla að gera við þær. CBD kristallarnir sem hamp­ plantan framleiðir er meðal annars notað sem fæðubótarefni sem hefur góð áhrif á ónæmis kerfi mannslíkamans. CBD er til dæmis notað við mígreni, flogaveiki og margs konar öðrum manna meinum með góðum árangri og margir sem hafa góða reynslu af notkun hennar. Notkun á olíunni hefur ekki vímu í för með sér og því ekki notuð í þeim tilgangi. Til geta flutt inn fræ af iðnaðar hampi þarf að fá leyfi frá Matvælastofnun, eins og með öll önnur fræ. Það sem Matvælastofnun skoðar er meðal annars hvort fræ­ framleiðandinn sé með tilskilin vottorð um að fræin innihaldi innan við 0,2% af THC og að þau séu sótthreinsuð.“ Pálmi segist hafa séð talsvert magn af kristöllum í blómum bæði af Finola og Felina 75 afbrigðunum eftir sumarið, jafnvel í mjög lág­ vöxnum plöntum, en þessi afbrigði eiga að innihalda um 3–6% af CBD kannabíóðum. „Satt best að segja kemur kristal magnið í plöntunum mér á óvart og ég er sannfærður um að það liggja miklir möguleikar í framleiðslu á olíum úr svona blómum hér á landi, enda gríðarlegur markaður fyrir efnið bæði hérlendis og erlendis og verðið mjög hátt.“ Góð landnámsjörð Pálmi segir að Gautavík sé góð landnámsjörð og talið að Þang­ brandur hafi búið þar um tíma og reynt með takmörkuðum árangri að kristna menn með Biblíuna í annarri hendi og sverð í hinni. „Hér var kaupstaður áður en hann var fluttur á Djúpavog og búskapur þar til skömmu eftir síðustu aldamót. Ég var búinn að fylgjast með jörðinni í nokkur ár, en Oddný vildi vera nær höfuðborgarsvæðinu. Þegar ég sýndi henni hana svo síðastliðið vor og bað hana að gefa henni séns, þrátt fyrir fjarlægðina frá Reykjavík, áttaði hún sig á því að hún uppfyllti allar okkar kröfur og rúmlega það. Tveimur mánuðum seinna vorum við alflutt. Hér er gott íbúðarhús og rúmir þúsund fermetrar af útihúsum. Þar á meðal 110 fermetra einangruð vélaskemma sem nú hýsir fyrirtækið okkar, Geisla, sem var áður til húsa í Bolholti í Reykjavík.“ Engin spurning hvort tilraununum verður haldið áfram Pálmi er ekki í neinum vafa um að þau muni halda hampræktuninni áfram. „Árangurinn í sumar var mjög góður og við höfum lært talsvert af þeirri reynslu og munum nýta okkur hana. Ég komst til dæmis að því að uppskeran var mest þar sem var tætt, sáð, vökvað og valtað og sett plast yfir í nokkra daga eftir sáningu. Við erum fyrst og fremst að gera þessar tilraunir til að vekja athygli á öllum þeim tækifærum sem felast í ræktun á iðnaðarhampi og vinnslu óteljandi vara úr honum. Hampurinn gefur Íslendingum tækifæri til að verða sjálfbærari um fjölbreytt hráefni í iðnað, eins og byggingarefni, textíl, pappír, plast, eldsneyti, matvæli, lyf og fæðubótarefni svo eitthvað sé nefnt og eru bændur lykillinn að því að svo geti orðið, því fyrsta skrefið er auðvitað ræktunin sjálf,“ segir Pálmi Einarsson, bóndi og iðnhönnuður, að lokum. Oddný Anna Björnsdóttir, sjálfstæður ráðgjafi og bóndi í Gautavík, í miðjum hampakri. Góður vöxtur var í plöntunum í sumar þrátt fyrir sérlega slæma tíð og náðu þær um 130 sentímetra hæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.