Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 201916 Plöntur beita mörgum og margvíslegum leiðum til að lifa veturinn af. Einærar plöntur lifa af sem fræ sem geymist í jarðvegi. Séu aðstæður óhagstæðar geta fræ sumra tegunda legið í dvala í jarðveginum í nokkur ár en að jafnaði spíra fræin að vori, vaxa upp og blómstra og mynda fræ sem fellur að hausti. Tvíærar plöntur safna forða í rótina á fyrra ári og rótin lifir veturinn af. Á öðru ári blómstrar plantan og myndar fræ. Margar tegundir fjölærra plantna og laukjurta beita svipaðri aðferð. Þær vaxa upp að vori, vaxa og dafna yfir sumarið, safna forðanæringu í rótina eða lauk­ inn, sölna að hausti og lifa í dvala neðanjarðar yfir veturinn. Þar sem snjór liggur eins og teppi yfir jarðveginum eru plönturnar vel varðar fyrir umhleypingum og grasbítum sem byggja lífsafkomu sína á þeim yfir veturinn. Tré og runnar sölna ekki á haustin og þurfa því að beita öðrum ráðum til að lifa veturinn af. Sum tré eru sumargræn en önnur græn allt árið. Lauf sígrænna trjáa nefnist barr, er yfirleitt langt og mjótt og með vaxhúð sem dregur úr útgufun. Fyrir lauffall á haustin draga lauftré blaðgrænuna úr blöðunum og senda hana niður í rótina til geymslu, rétt eins og hagsýnir heimilishaldarar safna vetrarbirgðum í búrið sitt. Blaðgrænan er byggð upp af efnum sem trén eiga ekki greiðan aðgang að og þurfa að eyða mikilli orku í að fram leiða. Eftir í blöðunum verða efni sem trén hafa minna fyrir að búa til. Efnin sem eftir verða eru gul eða rauð og eru ástæðan fyrir því haustlitur trjánna er yfirleitt í þeim litum. Á haustin er að finna í brumi trjáplantna fullþroskaðan vísi að vexti næsta árs. Vaxtarvísirinn er vel geymdur í bruminu og það ver hann fyrir vetrarkuldanum. Frost að vori, eftir að brumið hefur opnað sig, getur skemmt vaxtarvísinn varanlega. Til þess að tré laufgist að vori þarf lofthiti að vera kominn upp fyrir ákveðið lágmark en í öðrum tilfellum þarf dag­ lengd að hafa náð ákveðnum klukku stunda fjölda. Langir hlýindakaflar á veturna geta því vakið ýmsar trjátegundir, einkum frá suðlægari slóðum þar sem vorar fyrr en á Íslandi, af dvala sínum og blekkt tré til að halda að það sé komið vor. Þegar slíkt gerist eru miklar líkur á frostskemmdum ef það kólnar hratt aftur líkt og gerðist í páskahretinu vorið 1963. Lítil hætta er á þessu hjá plöntum sem koma frá svæðum sem eru á næstu eða sömu breiddar gráðum og Ísland. Kólni hratt er hætt við að vökvinn í plöntufrumunni frjósi. Við það eykst rúmmál hans og hætta á að frumuveggurinn rifni en það leiðir til kalskemmda. Miklu máli skiptir að plöntur kólni það hægt á haustin að vatn nái að út úr frumunum í þeim takti sem eðlilegastur er fyrir hverja tegund. Dæmi er um að snögg kólnun niður í 10°C hafi drepið tré sem annars þola kuldann allt að níutíu frostgráðum. Stutt haust valda því að plönturnar ná ekki að mynda eðlilegt frostþol og eru því viðkvæmari en ella. /VH STEKKUR Hlýnun á norðurskauts svæðinu hefur verið meira en tvöfalt hraðari en að meðaltali á jörðinni á síðustu tveimur áratugum. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem Hafrannsóknastofnun og Veðurstofa Íslands sendu frá sér í gærmorgun. Þar er vísað til nýrrar skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um lofts­ lags breytingar (IPCC) um áhrif loftslagsbreytinga á hafið og freðhvolfið. Þessa mögnun hlýnunar má að hluta rekja til samdráttar hafíss og snjóþekju á sama tíma. Á komandi árum og áratugum munu jöklar enn hörfa víðast hvar og snjóhula að vetri endast skemur. Matvælaöryggi og skilyrði til búsetu á norðurskauts­ svæðinu munu breytast. Breytinga er að vænta á náttúruvá, m.a. á flóðum í ám, snjóflóðum, skriðuföllum og vandamálum vegna óstöðugra jarðlaga, sem gera má ráð fyrir að hafi áhrif á innviði, ferðamennsku og aðstæður til útivistar. Grænlandsjökull rýrnar hratt Leysingarvatn frá jöklum mun stuðla að áframhaldandi hækkun sjávar stöðu. Þar munar mest um bráðnun Grænlandsjökuls, en á tíma bilinu 2006–2015 rýrnaði Grænlands jökull að meðaltali um 280 gígatonn á ári, sem samsvarar um 0,8 mm hækkun sjávar borðs heimshafanna árlega. Sjávarborð heimshafanna hækkaði að jafnaði um 3,6 mm á ári á tímabilinu 2005– 2015 og er sú hækkun 2,5 sinnum meiri en á árabilinu 1901–1990. Aftakaflóð verða algengari Innan þrjátíu ára verða aftakaflóð sem nú henda sjaldan algengari og komi ekki til verulegrar aðlögunar umfram það sem nú er gert mun hækkun sjávar og tíðari aftakaflóð auka verulega áhættu vegna sjávar­ flóða á lágsvæðum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu IPCC, milliríkjanefndar um loftslags­ breytingar, sem kom út í gær. Þar er einnig ályktað að metnaðar fullar og samhæfðar aðgerðir eru nauðsyn legar til þess að samfélög geti aðlagast afleiðingum loftslagsbreytinga. Rýrnun íss og snævar mun aukast á 21. öldinni Á komandi árum og áratugum munu jöklar enn hörfa víðast hvar og snjóhula að vetri endast skemur og sífreri þiðnar enn frekar og hjaðnar. Áhrifa þessara breytinga mun gæta í rennsli vatnsfalla og á háfjalla svæðum munu fjallahlíðar verða óstöðugri vegna hörfunar jökla og þiðnunar sífrera. Einnig munu jaðarlón framan við jökla stækka og slíkum lónum mun fjölga. Búast má við að skriðuföll og flóð muni eiga sér stað þar sem slíkra atburða hefur ekki áður orðið vart. Snjóflóðum mun sennilega fækka og þau munu ekki ná jafn langt frá fjallshlíð og áður, en krapaflóðum og votum snjóflóðum mun fara fjölgandi, jafnvel að vetri til. Flóð í ám sem orsakast af asarigningu á snjó verða fyrr á vorin og síðar um haust en áður. Þau verða líka tíðari hærra til fjalla en fátíðari neðar í fjöllunum. Breytingar á snjó, ís og jöklum munu hafa áhrif á vistkerfi á landi og í fersku vatni á heimskauta­ og háfjallasvæðum. Búsvæði tegunda munu hnikast til norðurs og yfir á hærri svæði til fjalla sem hefur áhrif á uppbyggingu vistkerfa og framleiðni lífríkisins. Gert er ráð fyrir að breytingarnar dragi úr líffræðilegum fjölbreytileika þegar fram í sækir og að tegundir deyja út á líffræðilega einstökum svæðum. Niðurstöður spálíkana benda til þess að rýrnun íss og snævar muni enn aukast á seinni hluta 21. aldar ef losun gróðurhúslofttegunda verður áfram veruleg. Verði stórlega dregið úr losuninni á komandi áratugum er líklegt að hægja taki á rýrnun sífrera og snjóhulu, en leysing og hörfun jökla mun halda áfram. Hækkun sjávarborðs við Ísland getur numið einum metra Samkvæmt athugunum fer sjávar­ borð heimshafanna hækkandi og verður hækkunin örari með árunum. Samanlagt leysingarvatn frá jöklum og jökulbreiðum leggur nú til stærstan hlut þessarar hækkunar og er umfram varmaþenslu hafsins vegna hlýnunar. Samanlögð árleg rýrnun hinna stóru jökulbreiða Grænlands og Suðurskautslandsins fer vaxandi. Massatap þeirra árin 2012–2016 var líklega meira en á árunum 2002–2011 og margfalt á við massatap áranna 1992–2001. Að jafnaði hækkaði sjávarmál um 3,6 mm á ári á tímabilinu 2005–2015 (3,1–4,1 mm á ári) og er sú hækkun 2,5 sinnum meiri en á árabilinu 1901–1990, er hækkunin mældist að jafnaði 1,4 mm á ári (0,8–2,0 mm á ári). Í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem kom út árið 2018 kemur fram að haldi forsendur um álíka mikla bráðnun jökulbreiða Grænlands og Suðurskauts landsins verður hækkun sjávar við Íslands strendur innan við helmingur hnatt rænni meðalhækkun. Landsig og landris munu einnig hafa áhrif. Að teknu tilliti til óvissu getur hækkun hér við land út öldina nálgast einn metra þar sem hún verður mest. Hnattræn hlýnun hefur breytt útbreiðslu fiskistofna Áhrifa veðurfarsbreytinga á vistkerfi norðurslóða gætir nú þegar í fiskafla samkvæmt niðurstöðum skýrslu milliríkjanefndarinnar. Frá árinu 1970 hafa orðið breyt­ ingar í tegundasamsetningu í vist­ kerfum víða á landgrunnssvæðum meginlanda samfara minnkandi heildarafla. Vistkerfi á grunnslóð eru undir álagi vegna hlýnunar sjávar, aukinna sjávarhitabylgna, súrnunar sjávar, minnkandi súrefnisstyrks og hækkandi sjávarstöðu, sem og óhagstæðra áhrifa frá margvíslegri starfsemi mannsins á sjó og á landi. Jafnframt verður tilfærsla í útbreiðslu tegunda í átt til pólsvæða sem leiða mun til breytinga í samfélagsgerðum sem og minnkandi í fisksveiða með aukinni hlýnun hafsvæða á 21. öldinni. Hraði þessara breytinga verður mestur við miðbaug en afleiðingarnar eru margbreyti­ legri á pólsvæðunum. Breytingar á útbreiðslu og stofnstærðum fiski stofna af völdum hlýnunar hafa þegar haft áhrif á stjórnun veiða úr mikilvægum stofnum og á efnahags legan ávinning veiðanna. Þetta hefur torveldað viðleitni haf­ og fiskveiðistjórnunarstofnana til þess að tryggja gott ástand vistkerfa, mynda efnahagslegan ávinning og styrkja lífsafkomu. /HKr. LOFTSLAGSMÁL Veturinn í garðinum Merkjanlegar og líklegar breytingar í hafi og freðhvolfi 1950 2000 2050 210 Helstu vísar fyrir sviðsmyndir með lítilli (RCP2.6) og mikilli (RCP8.5) losun gróðurhúsalofttegunda. Athuganir Líkanreikningar Reiknað RCP8.5 Reiknað RCP2.6 (a) Styrkur CO2 í lofthjúpi (b) Fólkfjöldi Innskotsmynd: Hálendi Láglendi & strandsvæði Hnattrænt (c) Meðalhiti jarðar (vik frá 1986 - 2005) (d) Hnattrænar sjávarstöðubreytingar frá 1986 - 2005 (i) Sjávarhitabreytingar (vik frá 1986 - 2005) (e) Massatap íshvelsins á Grænlandi (í metrum sjávarborðshækkunar) (f) Massatap íshvelsins á Suðurskautslandi (í metrum sjávarborðshækkunar) (g) Massatap jökla (annarra en e og f) (í metrum sjávarborðshækkunar frá 2015) (h) Varmainnihald heimshafanna 0 - 2000m, aukning frá 1986 - 2005 (j) Líkur á sjávarhitabylgjum Meðaltal við yfirborð sjávar miðað við 1850 til 1900 (k) Sýrustig yfirborðssjávar Hnattrænt meðaltal. (i) Útbreiðsla hafíss á Norðurhveli (september) (m) Útbreiðsla snævar á Norðurskautssvæðinu (júní) (n) Útbreiðsla sífrera nærri yfirborði Núverandi mat J H lu ti a f m ill jó n (p pm ) Fj öl di (m ill ja rð ar ) m ill jó n m ill jó n m ill jó n pH e in in ga r H lu tf al ls le g lík in di m m m m 210 Sjávarstöðuhækkun er nú meiri en gert var ráð fyrir í eldri spám: Allar ísbreiður og jöklar á jörðinni eru að minnka vegna loftslagsbreytinga – Áhrifa veðurfarsbreytinga á vistkerfi norðurslóða gætir í fiskafla Breytingar í hafi og freðhvolfi sem þegar eru merkjanlegar auk þeirra breytinga sem má vænta ef losun gróðurhúsalofttegunda er mikil (RCP8.5) eða hóflegri (RCP2.6). Efst eru myndir sem sýna hið hnattræna samhengi (a) styrk CO2 í lofthjúpi, (b) þróun fólksfjölda og spönn vænts fólksfjölda (innskotsmyndin sýnir fólksfjölda á hálendissvæðum og strandsvæðum) og c) þróun hnattræns meðalhita. Fyrir neðan eru tveir dálkar sem sýna útbreidd ummerki loftslagsbreytinga sem eru að eflast. Grænt og grænskyggð svæði sýna athuganir, en brún svæði sýna niðurstöður líkanreikninga fyrir síðustu öld. Blátt sýnir sviðsmynd RCP2.6 og rautt RCP8.5. Mynd d) sýnir hnattrænar sjávarstöðubreytingar til loka þessarar aldar en myndir e, f og g sýna framlag jökulhvela og jökla til sjávarstöðubreytinga. Mynd h) sýnir hlýnun sjávar, þ.e. upptöku varma. Myndir i, j og k sýna breytingar við hafsyfirborð: (i) hlýnun sjávar, (j) líkur á sjávarhitabylgjum (þ.e. tímabil þar sem sjávarhiti er óvenjuhár í nokkra daga), og (k) sýrustig yfirborðssjávar. Myndir l, m og n sýna breytingar tengdar freðhvolfi: (l) útbreiðslu hafíss á Norðurhveli að hausti, (m) snjóhulu á norðurskautssvæðinu í upphafi sumars og (n) útbreiðslu sífrera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.