Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 2019 41 kalda, norðlæga fylki Alaska sem og Pennsylvaníu, þar sem garður þessi er staðsettur. Það er helst á Suðurskautinu sem erfitt getur reynst að finna brönugrös í náttúrunni, en það er svo sem ekki útilokað að óheft beit mörgæsa hafi haft eitthvað með það að gera, þó ekkert bendi til þess. Enda grös frekar á matseðli margæsa en mörgæsa. Að sama skapi kemur mörgum á óvart að mestu tegundafjölbreytni þeirra er ekki að finna í hitabeltisskógum Suður-Ameríku, heldur er hana að finna í Himalayafjöllum, í ríkinu Nepal. Innan ættarinnar er svo auðvitað m.a. að finna orkídeuna Vanilla planifolia, en þurrkaðir ávextir hennar eru helsta náttúrulega uppspretta vanillu í heiminum. Flögrandi fegurð Hitahúsið (e. Stove room) er sérlega ánægjulegt að heimsækja utan vetrartíðar, því frá vori og fram eftir hausti er það ávallt boðið fiðrildum til umráða. Þar eru þá upplýsingaskilti um fiðrildi, en einnig klekjast þau þarna úr púpum sínum og flögra um rýmið. Maður gengur því um meðal fiðrildanna meðan maður dáist jafnt að fegurð þeirra, sem og plantnanna. Hér getur verið gaman að koma með börnin til að fræða þau og ekki síður skemmta þeim, því þau börn sem voru þarna samtímis okkur virtust algerlega heilluð. Ekki sakar þegar fiðrildin lenda á manni og sitja róleg meðan maður grandskoðar þau. Einn af mörgum Phipps er ágætis grasagarður og alger- lega heimsóknarinnar virði sé maður á þessum slóðum. Verður þó að játast að hann trónir ekki á toppnum í mínum huga yfir flottustu garða heims. En þar er líka erfið samkeppnin, þegar mikið er um stórfenglega garða. Margt er þarna áhugavert og fallegt að skoða og greinilega mikill metnaður fyrir starfsem inni. Ýmis rými breytast milli árstíða og geta því innihaldið allt aðrar plöntur að vori en hausti auk þess að jólatíðin tekur yfir desember- og janúarmánuði, með tilheyrandi ljósum, skreytingum o.fl. sem eflaust er smekksatriði hvort telja skal jákvætt eður ei. Kristján Friðbertsson, garðyrkjunörd Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Vandaðar heyrnarhlífar og samskipta búnaður með margskonar eiginleikum; bluetooth, útvarpi og talstöð. Veldu það sem hentar. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. HEYRNARHLÍFAR & SAMSKIPTATÆKI Heyrnarhlífar - með meiru! Gróðurtröllin tvö sem falin eru meðal plantna. Sítrus af NA Indverskum uppruna, Citrus medica var. Sarodactylis, Buddha‘s hand citron. Lady´s slipper orkídea Paphiopedilum. Sveitarfélagið Hörgársveit hefur selt félagsheimilið Hlíðar bæ, en kaupandi er Regla Musterisriddara á Akureyri sem tók við rekstri hússins í byrjun síðustu viku. Hlíðarbær er sögufrægt hús sem stendur á áberandi stað norðan Akureyrar, skammt frá þjóðleið 1 í Hörgársveit. Hlíðarbær þótti henta ágætlega undir starfsemi Reglunnar. Húsið verður áfram staðarprýði Musterisriddarar flytja nú með starfsemi sína úr Strandgötu 23 á Akureyri og út fyrir bæjarmörkin. Reglan hefur starfað á Íslandi frá árinu 1949 og heldur um þessar mundir upp á 70 ára afmæli sitt. Á Akureyri hefur félagsskapurinn verið með starfsemi frá árinu 1970 og lengst af í fallegu gömlu húsi við Strandgötu á Akureyri. „Við erum því vanir að vera í sviðsljósinu og munum virða beiðni sveitarstjórnar Hörgársveitar um að halda húsinu í góðu ástandi svo það verði áfram staðarprýði. Það verður áfram fallegt heim að líta og húsið verður áfram opið til samkomuhalds hér eftir sem hingað til,“ segir Birgir Stefánsson, meistari í RM Öskju á Akureyri. Spenntir að hefja starf á nýjum stað Hann segir Hlíðarbæ hafa mikið tilfinningagildi fyrir íbúa sveitarfélagsins og eigi þeir flestir hverjir góðar minningar um húsið sem verið hefur einn helsti samkomustaður sveitarinnar í áratugi. Húsið hefur um tíðina heitið öðrum nöfnum en Hlíðarbær, eða Kuðungur og Þinghúsið. „Það eru allir mjög spenntir að hefja starfið á nýjum stað. Framtíðin er hulin en ef til vill getum við innan tíðar haft opið hús og boðið til okkar gestum úr héraðinu,“ segir Birgir. Regla Musterisriddara starfar á öllum Norðurlöndum nema Grænlandi og eru helstu verkefni á sviði mannræktar. Leitast er við að fá til starfa menn með opna, víða og heilbrigða lífssýn. Notkun áfengis- og vímuefna er hafnað enda telja meðlimir að menn nái ekki árangri nema vera allsgáðir alltaf. Gott að nýta féð til nýrra verkefna Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar, segir að það hafi um nokkurt skeið staðið til að selja félagsheimilið og það auglýst til sölu. Áður hefur Leikfélag Hörgdæla keypt félagsheimilið að Melum af sveitarfélaginu og þriðja fyrrum félagsheimilið, Freyjulundur, var selt fyrir nokkuð löngu. Auk þess að nýta húsnæðið undir eigin starfsemi mun Regla Musterisriddara reka húsið sem félagsheimili og það fæst áfram rekið sem félagsheimili og leigt út til viðburða af allra handa tagi. Hlíðarbær hefur verið vinsæll undir tækifærisveislur af ýmsu tagi, til funda- og ráðstefnuhalds og þá hefur sveitarfélagið notað húsið fyrir skólaslit Þelamerkurskóla. Gerir Snorri ráð fyrir að sá háttur verði áfram hafður á. Snorri segir að Hörgársveit standi í fjárfestingum um þessar mundir og gott að geta nýtt þá fjármuni sem fást með sölu félagsheimilisins í önnur verkefni. /MÞÞ Hörgársveit selur félagsheimilið Hlíðarbær er nú í eigu Reglu Musteris riddara á Akureyri, en verður áfram nýtt sem félagsheimili og leigt út til mannfagnaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.