Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 2019 7 LÍF&STARF Iceland Comedy Film Festival fór fram á Flateyri um helgina að viðstöddu miklu fjölmenni, en hátíðin hefur tæplega tífaldað gestafjölda sinn á sínum fyrstu fjórum árum. Er þetta í í fjórða sinn sem hátíðin var haldin og hefur dagskrá aldrei verið eins vegleg. Meðal helstu viðburða hátíðarinnar í ár má nefna Tónleika-bíósýningu Tónlistarskóla Ísafjarðar, þar sem nemendur léku undir Buster Keaton-myndinni The Boat undir troðfullu húsi. Þá var Edda Björgvinsdóttir heiðruð fyrir framlag sitt til gamanmyndagerðar á Íslandi á undan sérstakri hátíðarsýningu á Stellu í orlofi ásamt því sem Arctic Fish bauð upp á Laxaveislu í anda Stellu Löve. Þann 25. september verða 10 ár frá því að Algjör Sveppi og leitin að Villa var frumsýnd og var því fagnað með barnasýningu að viðstöddum Sveppa. Vinnusmiðjur leiklistarskóla Borgarleikhússins Haldnar voru tvær vinnusmiðjur í tengslum við hátíð ársins, leiklistarskóli Borgar- leikhússins var með námskeið í persónu- sköpun fyrir börn og þá var í fyrsta sinn haldin 48 stunda gamanmyndakeppni, þar sem þrjú lið voru skráð til leiks og unnu gamanmynd á 48 klukkustundum undir handleiðslu Arnórs Pálma, þar sem þema ársins var Fiskur. Myndin Ballarhaf eftir þá Margeir Haraldsson, Andra Fannar Sóleyjarson og Rúnar Inga Guðmundsson var kosin fyndnasta mynd 48 stunda keppninnar af áhorfendum. Heimildamyndin Kanarí var fyndnasta mynd hátíðarinnar Einnig var kosið um fyndnustu mynd hátíðarinnar og var það heimildamyndin Kanarí eftir þær Magneu B. Valdimarsdóttur og Mörtu Sigríði Pétursdóttur sem áhorfendum þótti fyndnust og skemmtilegust. Myndin fjallar um þá einstöku íslensku menningu sem hefur tekið sér bólfestu á Kanarí. Fyndnasta erlenda stuttmyndin, að mati áhorfenda, var Robbish Robbers eftir Anders Teig, myndin fjallar um nokkra bankaræningja og eina flugu. Fyndnasta erlenda gamanmyndin í fullri lengd var Sawah eftir leikstjórann Adolf El Assal, þar sem íslenska leikkonan Elísabet Jóhannesdóttir fer með eitt aðalhlutverkið. Myndin fjallar um Skaarab, plötusnúð frá Egyptalandi, sem er boðið að spila í Brussel. Á leiðinni glatar hann vegabréfinu sínu sem verður til þess að hann er álitinn flóttamaður og þarf að beita öllum ráðum til að komast á leiðarenda. Nokkuð „fjárbragð“ var yfir síðasta vísnaþætti, og verður svo einnig með þennan þátt. Af berri heimsku og þekkingarleysi þar á ofan, tókst mér að klúðra upplýsingum um höfund lokavísu síðasta þáttar. Þar var að sönnu höfundurinn Páll Guðmundsson frá Holti. En bærinn Holt er einnig til á Ásum, og þar var einmitt Páll Guðmundsson, höfundur vísunnar, búandi. Þökk sé þér, Guðmundur Arason, fyrir að leiðrétta mig. Guðmundur Arason er nefnilega bróðursonur Páls Guðmundssonar. En aftur að kveðskap tengdum sauðfjárhaldi og heiðaferðum. Enn er sögusviðið í Austur- Húnavatnssýslu. Jónas Tryggvason frá Finnstungu orti til heiðarinnar. Jónas var búinn ríkum hæfileikum þrátt fyrir að sjón hans tæki að daprast um tvítugt, og endaði fullorðinn maður nánast alblindur: Þú hefur bak við bölva gnótt búið í draumum mínum, þó hef ég aðeins eina nótt átt í faðmi þínum. Oft þó dável út við strönd yndi ég gráum leiðum, átti þráin öll sín lönd inni á bláum heiðum. Höskuldur Einarsson frá Vatnshorni eyddi sínum efstu árum á Mosfelli í Svínadal hjá syni sínum Einari og konu hans Bryndísi Júlíusdóttur. Höskuldur orti margar snotrar heiðarvísur: Landið mitt er lítið breytt líti ég upp til fjalla. Ég kannast við það kalt og heitt, kosti þess og galla. Höskuldur og Sigurður Jónsson frá Brún í Svartárdal voru góðvinir og áttu góðan félagsskap við öræfaleiðir. Til Sigurðar orti Höskuldur: Ef að frysi uppi á heiðum allt þitt ljóðaspaug án yfirsöngs og moksturs vígðra presta, menn kynnu að sjá í kvöldrökkrinu kjálkalangan draug sem kvæði vísur bæði um menn og hesta. Þessi vísa Ásgríms Kristinssonar er hér á þessum blöðum flokkuð með gangnavísum úr Austur-Húnavatnssýslu: Sá ég eina kind í kveld sem kviðar metur þingin. Hún ‘hefur opið, að ég held allan sólarhringinn. En víkjum nú ögn tali. Þórarinn Þorleifs ­ son bjó ásamt konu sinni Helgu Kristjáns­ dóttur á smábýlinu Vegamótum við Blönduós. Þórarinn starfaði lengst af sinni ævi sem verkamaður Kaupfélags Austur- Húnvetninga á Blönduósi. Þórarinn var ágætur hagyrðingur og hafa varðveist margar af vísum hans. Þau hjón bjuggu með fáeinar kýr og kindur. Þórarinn, eða „Þóri“ eins og hann var kallaður, þurfti því að sinna gangnaskilum. Um gæðing sinn orti Þóri: Undra grátt mér gaman bjó gripur fátt sem kunni, urðum sáttir aftur þó úti í náttúrunni. Þóri var í réttum ásamt Jóni í Gröf. Kalsaveður var á og til að sækja sér yl fengu þeir sér heitt kaffi bragðbætt: Ekki má af hólmi hopa, hér skal kaffi drukkið frekt. Setjum í það söngvatnsdropa svo það verði mátulegt. En fleira getur þó fært yl en blessað brennivínið. Þórarinn (Þóri) yrkir: Ég er orðinn fær í flest, fékk á sárum bætur. Ævinlega orna best ungar heimasætur. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 234MÆLT AF MUNNI FRAM Heimildamyndin Kanarí sló í gegn á gamanmyndahátíð á Flateyri Heimildarmyndin Kanarí eftir þær Magneu B. Valdimarsdóttur og Mörtu Sigríði Pétursdóttur var myndin sem áhorfendum þótti fyndnust og skemmtilegust. Myndin fjallar um þá einstöku íslensku menningu sem hefur tekið sér bólfestu á Kanarí. Þar sem aðstandendur sigurmyndar hátíðarinnar Kanarí voru ekki viðstaddir, tóku allir gestir hátíðarinnar, sem hafa farið til Kanarí, við verðlaununum. Myndir / Arjan Wilmsen og Tom Reinders Edda Björgvins með heiðursverðlaunin ásamt Ársæli Níelssyni og Eyþóri Jóvinssyni, skipuleggjendum hátíðarinnar. Nokkrir nemendur leiklistarskóla Borgarleikhússins á Flateyri. Nemendur Tónlistarskóla leika undir Buster Keaton-myndina The boat. Sigurður Hafberg (t.v.) sem lék eitt aðalhlutverkið í sigurmynd 48 stunda keppninnar ásamt aðstandanda myndarinnar. Gamall bræðslutankur þjónar hlutverki kvikmyndahúss á gamanmyndahátíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.