Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 201914 HLUNNINDI&VEIÐI Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is • Allar almennar vélaviðgerðir • Almenn renni- og fræsivinna • Rennum og slípum sveifarása • Málmsprautum slitfleti, t.d. á tjakkstöngum • Gerum við loftkælingu bíla • Almenn suðuvinna • Plönum hedd • Tjakkaviðgerðir alhliða vélaverkstæði Hafðu samband í síma 587 1300 og við sérsníðum lausn sem hentar þér! Hann er á í Norðurá í Borgarfirði á fyrsta degi hjá Guðrúnu Sigurjónsdóttur, formanni félagsins, með fyrsta flugulaxinn sinn. Mynd / María Gunnarsdóttir. Tíu til fimmtán þúsund færri laxar en í fyrra Veiðisumarið er að verða búið í laxinum, en mun minna hefur veiðst af honum en í fyrra. Það er samt hellingur eftir í sjó birt­ ingum og hann hefur gengið vel fyrir austan, Tungufljótið og Tungulækur að gefa vel. „Við vorum í Geirlandsá um daginn og fengum 4 laxa og einn sjóbirting, birtingurinn var bara alls ekki mættur en hann kemur,“ sagði veiðimaður sem var á veiðislóðum fyrir austan og veiddi mest lax, það sem hefur vantað í laxveiðiárnar í sumar víða um land. Við erum að tala um líka 10 til 15 þúsund færri laxa í laxveiðiánum þetta sumarið og það munar um minna í veiðinni. Kíkjum aðeins á veiðilistann, í efsta sæti er Eystri- Rangá, síðan kemur Ytri-Rangá og Sela í Vopnafirði, svo Miðfjarðará. „Það var gaman í Miðfjarðará um daginn og áin er skemmtileg,“ sagði Hafþór Óskarsson, sem var á árbökkunum undir það síðasta í ánni. Svo kemur Þverá í Borgarfirði, Urriðafoss í Þjórsá, svo Laxá á Ásum og síðan Hofsá, svona mætti lengi telja. Góðar laxveiðiár eru ekki ofar- lega eins og Norðurá í Borgarfirði og Laxá í Kjós en það kemur sumar eftir þetta sumar. Bara verst að enginn veit hvernig næsta sumar verður, það er heila málið. Við skulum sjá stöðuna þegar nær dregur. Allt getur gerst á árbökkunum en þetta þarf að batna verulega. Gunnar Bender gunnarbender@gmail.com Laxá í Leirársveit lokað snemma „Stóra­Laxá er hrikalega skemmti­ leg á sem við fengum að kynnast 8.–10. september þegar við veiddum ána í fallandi vatni,“ sagði Dagur Árni Guðmunds son sem var að koma úr Stóru­Laxá í Hreppum sem hefur heillað margan veiðimanninn. Fegurðin við ána er stórkostleg og hver hylurinn á fætur öðrum sem hefur eitthvað að geyma á góðum degi. „Fyrstu vaktina komum við að ánni eftir miklar rigningar, en daginn áður hafði áin hækkað frá 5 rúm- metrum í yfir 18. Lítið gerðist fyrri partinn af vaktinni, þar sem það var smá litur á ánni eftir rigningar. En um sex leytið byrjaði allt að gerast og við settum í nokkra laxa, og enduðum með 5 stykki. Sá stærsti var 87 sentímetrar. Næsta morgun var sól og áin búin að lækka töluvert. Þar með fengum við laxa á alls konar aðferðir, frá „hitch“ yfir í litlar silungapúpur. Lax var á flestum stöðum, og fiskur að ganga á fullu úr Hvítá. Fyrir utan laxinn var töluvert af fallegri bleikju úti um allt, mest frá Bergsnös og langt fyrir neðan brú, og eitthvað var af vænum sjóbirting á svæðinu. Síðasta kvöldið rigndi mikið og því hækkaði áin mikið um nóttina, sem skilaði enn meiri göngum úr Hvítá inn í ána, og við fengum sex laxa síðasta morguninn í grenjandi rigningu og roki. Stóra- Laxá er klárlega með skemmtilegri og fallegri laxveiðiám sem ég hef veitt, sérstaklega þegar maður er heppin með vatnsmagnið,“ sagði Dagur Árni enn fremur. Það er minni veiði í Stóru-Laxá en í fyrra og vantar svolítið upp á það, en áin gaf vel þegar fór að rigna vel. Sjóbirtingsveiðin er að byrja á fullu þessa dagana og stendur fram í október. Veiðin lofar góðu og vel hefur veiðst á nokkrum stöðum, eins og fyrir austan Kirkjubæjar klaustur á sjóbirtings slóðum ­ þessa dagana. Og Í Leirá í Leirársveit tók veiðin kipp þegar fór að rigna. „Já, við fengum fína veiði, flotta fiska,“ sagði Stefán Sigurðsson, sem var á veiðislóðum með fjölskyldunni og áin var í fínu vatni og það rigndi meira. „Þetta voru flott skilyrði og fiskur víða um ána, sjóbirtingur og lax,“ sagði Stefán. Hann kastaði flugunni og fiskurinn stökk, skömmu seinna negldi hann sig á fluguna og það var tignarleg sjón. Honum var landað eftir snarpa baráttu og fékk frelsið aftur, feginn því, og og lét sig hverfa út í straum árinnar. – Við létum okkur hverfa líka. Guðlaugur P. Frímannsson með laxinn úr Steinholtskvörn fyrr í sumar. Dagur Árni Guðmundsson með flottan lax úr Stóru-Laxá. Fengum sex laxa morguninn eftir „Ég var undir það síðasta í Laxá í Leirársveit og veiddi skemmti legan fisk í Steinholts­ kvörn og var fiskurinn 85 sentímetrar,“ sagði Guðlaugur P. Frímannsson, veiðimaður inn snjalli, og bætti við: „Laxinn tók „sunray“ og þetta var gaman.“ Það vakti athygli að Laxá í Leirársveit var lokuð fyrr en heimilt var að hafa opið þetta sumarið og það vegna þess að minna var af fiski en oft áður í ánni. Þetta var líka skynsamleg ákvörðun með tilliti til aðstæðna í ánni en áin þarf að vera með eitthvað af fiski til að hrygna þegar tilhugalífið byrjar fyrir alvöru í henni. Þetta hefði kannski átt að gera í fleiri laxveiðiám og það fyrr í sumar, lítið af fiski í sumum ánum og það á eftir að hafa sitt að segja þegar fram líða stundir. „Jú, maður er aðeins búinn að veiða í sumar og fá nokkra fiska, ég fer oft með soninn með mér að veiða,“ sagði Anthony Evans Berry er við hittum hann við veiðar í Minnivallarlæk. Kastaði hann flugunni fyrir fiska í Stöðvarhylnum þar sem fiskurinn vakti, en var tregur að taka flugur veiðimanna. „Fiskurinn er tregur en þetta er bara gaman, mér finnst skemmtilegt að veiða hérna. Aldrei veitt hérna áður,“ sagði Anthony og hélt áfram að kasta flugunni fimlega fyrir fiskana í læknum. Við kvöddum hann og í ljósaskiptunum fengu hann og veiðifélaginn fiskinn til að taka hjá sér. Silungsveiðin hefur gengið vel í sumar og margir fengið góða veiði, Arnarvatnsheiði, Skagaheiðin og Veiðivötn sem dæmi. „Við vorum á Skagaheiði fyrr í sumar, oft komið þangað áður og veitt vel, alltaf einhver veiði þar efra,“ sagði Pétur Pétursson um Skagaheiðina. Alltaf gaman að veiða Gekk vel í Leiránni Stefán Sigurðsson við Leirá í Leirársveit. Mynd / Harpa. Anthony Evans Berry með flottan fisk úr Minnivallarlæk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.