Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. ágúst 20192 FRÉTTIR Afurðaverð sláturleyfishafa 2019 fyrir komandi sauðfjárslátrun: Landsmeðaltalshækkun er nú rúm níu prósent – enn vantar verðskrá frá Fjallalambi Sex af sjö sláturleyfishöfum hafa birt verðskrár sínar fyrir komandi sauðfjársláturtíð. Ein ungis Fjallalamb á eftir að birta upplýsingar um afurðaverð til bænda. Samkvæmt upplýsingum af vef Landssamtaka sauðfjárbænda greiðir Sláturfélag Suðurlands áfram hæsta meðalverðið fyrir lambið, eða tæpar 455 krónur á kílóið. Mesta hækkunin tæp 15 prósent Næsthæsta meðalverðið fyrir lambið greiða Kaupfélag Skagfirðinga og SKVH, eða tæpar 452 krónur á kílóið. Mesta hækkunin nú í ár á meðalverði fyrir lamb, miðað við verð með uppbótum síðasta árs, er hjá Norðlenska sem hækkar verð um tæp 15 prósent á kílóið. Sláturtíð hefst hjá Norðlenska 29. ágúst. Forslátrun hófst 9. ágúst hjá KS og SKVH og hefðbundin sláturtíð byrjar 4. september og einnig hjá Sláturfélagi Suðurlands. Slátrun hefst 3. september hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga, hjá SAH verður byrjað að slátra 6. september og 12. september hjá Fjallalambi. /smh 23. eða 30. MAÍ 2020 - 5 DAGAR Á MANN M.V. TVO FULLORÐNA VERÐ FRÁ 79.900 KR. ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGI | 585 4000 | UU.IS Netverslun sækir í sig veðrið: Selja matvörur fyrir hundruð milljóna á netinu Netfyrirtækið Heimkaup hefur hafið sölu á matvörum og heim­ sendingu á vörunum í gegn um netið og fer salan vel af stað, að sögn Guðmundar Magnasonar hjá Heimkaupum. Áætlað er að sala fyrirtækisins á matvörum fyrsta árið muni velta hátt í 400 milljónum króna. „Við byrjuðum að selja matvöru fyrir rétt rúmum átta mánuðum. Hlutfall íslenskrar matvöru er mjög hátt hjá okkur og spilar ferskvaran stóran þátt þar. Yfir 90 prósent af pöntunum hjá okkur eru heimsendar. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu geta fengið fría heimsendingu alla daga vikunnar frá morgni til kvölds og þurfa bara að panta 60 mínútum fyrir þann afhendingarglugga sem þeir velja. Þar að auki höfum við afhent samdægurs (að kvöldi til) á Reykjanesinu og Suðurlandi en annars staðar er afhent daginn eftir. Eins og gefur að skilja getum við ekki afhent frosna eða kælda vöru nema að hún komist til viðskiptavina á innan við nokkrum tímum og þá með kælipoka í pakkanum. En þetta hefur farið vel af stað og miðað við ganginn sem við sjáum núna í sölunni gerum við ráð fyrir að fyrsta árið í sölu á matvöru fari í hátt í 400 milljóna króna sölu,“ útskýrir Guðmundur Magnason. /ehg Kjöt og aðrar matvörur eru á boðstólum á netinu. Ef pantað er fyrir ákveðna upphæð er frí heimsending hvert á land sem er. Íslandspóstur sér um dreifingu á landsbyggðinni. Skjáskot / Heimkaup.is Slátrun Matís dregur dilk á eftir sér: Sveinn Margeirsson í skýrslutöku hjá lögreglunni – tæpu ári eftir að hann stóð fyrir örslátrun í Birkihlíð og afurðasölu á Hofsósi Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, var á dögunum kallaður á skrifstofur lögreglunnar á Blönduósi til skýrslutöku vegna mála frá því í október í fyrra. Þá stýrði hann nýrri aðferð við heimaslátrun á lambi (svokallaðri örslátrun) á bænum Birkihlíð í Skagafirði – og seldi afurðir þess síðan í kjölfarið á bændamarkaði á Hofsósi. Í nóvember fór Mat væla­ stofnun fram á opinbera rannsókn á málinu vegna sölunnar á þessum afurðum. „Já, ég var í skýrslutöku hjá lögreglunni þar sem ég var spurður út í framkvæmdina á þessari tilraun fyrir tæpu ári síðan. Ég var auðvitað ábyrgur fyrir þessu en ég taldi mig bara vera að sinna hlutverki félagsins, sem er að auka verðmæti landbúnaðarafurða og bæta matvælaöryggi,“ segir Sveinn. Meint brot mun felast í því að hann hafi tekið sauðfé til slátrunar utan löggilts sláturhúss og sett kjötafurðir af því á markað án þess að þær hafi verið heilbrigðisskoðaðar í samræmi við lög. Fyrirkomulag heimaslátrunar víða vandamál Sveinn segir að flestir viti að heimaslátrun tíðkist mjög víða. „Vandamálið við þá slátrun alla alla er m.a. meðhöndlunin á lífrænum úrgangi. Á meðan heimaslátrun grasserar undir yfirborðinu er verið að skapa slík vandamál en ekki leysa. Tillögur okkar hljóðuðu á þá lund að bændur gætu komið sér upp aðstöðu til að slátra sjálfir og stunda bein viðskipti með sínar afurðir. Í þeim voru verklagsstaðlar sem gera ráð fyrir eðlilegu innra eftirliti og þeim fylgdum við í hvívetna í tilrauninni í Birkihlíð. Til dæmis voru öll sýni örverumæld og reyndust langt innan þeirra marka sem miðað er við - og þegar það lá fyrir ákvað ég að setja kjötið á markað. Þá tók við næsti hluti tilraunarinnar; að athuga hvort áhugi væri á slíkum afurðum á markaði og það kom á daginn að það reyndist svo sannarlega vera. Ég hef farið víða á undanförnum misserum og skoðað svipað fyrir— komulag í ýmsum löndum þar sem þetta virkar vel, til dæmis í Sviss. Þar er litið á þetta sem eðlilega verðmætasköpun til sveita. Með slíku fyrirkomulagi gætu bændur líka stýrt betur sláturtíma sinna gripa og haft margvíslegt hagræði af því að auki.“ Rangar áherslur „Mér finnst skjóta skökku við að eltast við svona mál í stað þess að einbeita sér að því að búa bændum betra umhverfi til þess að skapa sér verðmæti úr sínum afurðum, ekki síst vegna þess hvernig lögin hljóma sem ég er kærður fyrir brot á [lög um slátrun og sláturafurðir], þar sem segir að tilgangur laganna sé að tryggja svo sem kostur sé gæði, heilnæmi og hollustu sláturafurða,“ segir Sveinn. „Þarna virðist gleymast stundum þáttur gæðanna í þessu öllu saman. Einn aðaltilgangurinn okkar í þessari tilraun var til að mynda að hámarka gæði kjötsins og meyrni þess. Sveinn segir að í stóra samhenginu skipti það hann ekki aðalmáli hverjar málalyktir verða í þessu, heldur hvað gerist varðandi afkomumöguleika sauðfjárbænda á næstu misserum. „Þetta snýst dálítið um pólitískan vilja til að breyta regluverkinu þannig að bændum séu gefin eðlileg tækifæri til að stunda atvinnurekstur eins og þeir vilja gera það.“ /smh Verð 2018 með uppbótum Sláturleyfishafi Lömb Fullorðið Samtals SS 430 kr. 120 kr. 415 kr. NL 376 kr. 111 kr. 364 kr. SAH 395 kr. 115 kr. 382 kr. KS og SKVH 419 kr. 118 kr. 406 kr. Fjallalamb 382 kr. 122 kr. 371 kr. SV 397 kr. 117 kr. 383 kr. Landsmeðaltal 401 kr. 116 kr. 388 kr. Verð 2019 Sláturleyfishafi Lömb Fullorðið Samtals SS 455 kr. 122 kr. 439 kr. NL 432 kr. 111 kr. 418 kr. SAH 435 kr. 115 kr. 420 kr. KS og SKVH 452 kr. 139 kr. 438 kr. SV 442 kr. 117 kr. 427 kr. Landsmeðaltal 439 kr. 125 kr. 424 kr. Breytingar frá 2018 Sláturleyfishafi Lömb Fullorðið Samtals SS 5,8% 1,5% 5,8% NL 14,9% 0,00% 14,6% SAH 10,2% 0,00% 10% KS og SKVH 7,9% 18,5% 8,1% SV 11,2% 0,00% 11,3% Landsmeðaltal 9,4% 7,3% 9,3% Verð í krónum á kíló. Heimildir fengnar af vef Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), saudfe.is. Útreikningarnir byggja á landsmeðaltali í vikum 34-45. Vægi einstakra vikna í verðinu byggir á sláturmagni á landinu öllu og sömuleiðis kjötmati á landinu öllu eftir einstökum vikum haustið 2018. Vægi afurðastöðva í landsmeðaltali er eftir hlutdeild þeirra í slátrun á tímabilinu í heild. Raunverð sem einstakar afurðastöðvar greiða er síðan breytilegt, enda er niðurstaða kjötmats hjá hverri fyrir sig ekki sú sama og landsmeðaltalið, né heldur sláturmagn í einstökum vikum. Af sömu ástæðum er meðalverð sem einstakir bændur fá líka breytilegt. Allir bændur eru hvattir til að reikna út afurðaverð á forsendum þeirra bús, en LS telur útreikninga gefa eins góða mynd og hægt er af meðalverði útfrá forsendum sauðfjárframleiðslunnar í heild. Greiðslufyrirkomulag sláturleyfishafa í sláturtíðinni Sláturfélag Suðurlands (SS) Innlegg verður staðgreitt föstudag eftir innleggsviku. Norðlenska ehf. (NL): Greitt verður fyrir innlegg í ágúst og september hinn 9. október og október innlegg hinn 8. nóvember. SAH Afurðir ehf.: Innlegg verður greitt á föstudegi eftir sláturviku. Kjötafurðastöð KS SF.: Greitt er fyrir innlegg 1-2 vikum eftir slátrun. Sláturhús KVH ehf.: Greitt er fyrir innlegg 1-2 vikum eftir slátrun. Sláturfélag Vopnfirðinga HF.: Fyrir viku 36 er greitt 26. sept, viku 37 er greitt 3. okt og vikur 38 og 39 er greitt 9. okt. Greitt verður fyrir október 10. nóv og 25. nóv. Slátrun hafin á Hvammstanga „Það gekk allt mjög vel, en ég hefði gjarnan viljað sjá meiri viðbrögð,“ segir Davíð Gestsson, framleiðslustjóri hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur­Húnvetninga, SKVH. Þar á bæ hófst sumarslátrun á föstudag í liðinni viku og var alls slátrað 427 dilkum þann daginn. Meðalþyngd var 15,1 kg sem er að sögn Davíðs ágætt á þessum tíma. Næsta slátrun hjá SKVH er í dag, 15. ágúst, og er álagsgreiðsla þá 22,5%. Markaðurinn kallar á ákveðnar kjötvörur Í næstu og þarnæstu viku eru einnig fyrirhugaðir þrír sláturdagar í hvorri viku og fara álagsgreiðslur stiglækkandi eftir því sem á líður, verður 15% í næstu viku og 10% í þarnæstu. Hefðbundin sláturtíð hefst hjá SKVH í byrjun september og er að sögn Davíðs gert ráð fyrir að um 100 þúsund fjár verði slátrað hjá félaginu í komandi sláturtíð. Það er álíka margt og var í fyrra. Davíð segir að ákveðið hafi verið að bjóða upp á sumarslátrun nú í ágúst þar sem markaður hefði kallað á ákveðnar kjötvörur. Bændur hafi brugðist við og ætla að koma með fé til slátrunar nú síðsumars, en hann kveðst vissulega hafa viljað sjá hressilegri viðbrögð en raun ber vitni. „Við getum alveg bætt við okkur,“ segir hann. /MÞÞ Norðlenskur hrútur. Mynd / MÞÞ Sveitasæla í Skagafirði Landbúnaðarsýningin og bænda- hátíðin „Sveitasæla í Skagafirði“ verður haldin um næstu helgi í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Fjöldi atriða er á dagskrá og eitthvað fyrir alla fjölskylduna. Sýningin verður opnuð klukkan 10 laugardaginn 17. ágúst. Þar verður m.a. handverksmarkaður, vélasýning, leiktæki fyrir börnin og veitingasala. Á sunnudeginum verða opin bú í sveitinni og söfn opna dyr sínar fyrir gestum. Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.