Bændablaðið - 26.09.2019, Qupperneq 26

Bændablaðið - 26.09.2019, Qupperneq 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 201926 RÉTTIR Bændablaðið tekur saman og birtir yfirlit um fjár- og stóðréttir. Listinn er unninn með þeim hætti að leitað er til sveitarfélaga og bænda um upplýsingar. Rétt er að minna á að villur geta slæðst inn í listann og eins getur veðrátta orðið til þess að breyta þarf tímasetningum á smalamennsku og þar með réttarhaldi. Því er gott ráð að hafa samband við heimamenn á hverjum stað til að staðfesta réttar dag- og tímasetningar. Upplýsingar um viðbætur og leiðréttingar sendist á netfangið tb@bondi.is. Uppfærslur á listanum eru gerðar jafnóðum og eru aðgengilegar á vef Bændablaðsins, bbl.is. /TB Fjárréttir haustið 2019 Suðvesturland Kjósarrétt í Kjós seinni réttir sun. 13. okt. kl. 15.00 Vesturland Bláfeldarrétt í Staðarsveit, Snæf. laugardaginn 28. sept. Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. seinni réttir sunnudaginn 29. sept. Brekkurétt í Saurbæ, Dal. seinnir réttir sun. 29. sept. kl. 13.00 Fellsendarétt í Miðdölum, Dal. seinnir réttir 29. sept kl. 14.00 Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. seinni réttir lau. 28. sept. Fljótstungurétt á Hvítársíðu, Mýr. seinni réttir lau. 28. sept. Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. seinni réttir sun. 29. sept. kl. 16.00 Grafarrétt í Breiðuvík, Snæf. laugardaginn 28. sept. Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. seinni réttir mán. 30. sept. kl. 14.00 og 7. okt. kl. 14.00 Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. seinni réttir 29. sept og 7. okt. Hólmarétt í Hörðudal, Dalabyggð seinni réttir sun. 29. sept. kl. 10.00 Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. seinni réttir lau. 28. sept. Klofningsrétt í Beruvík, Snæf. laugardaginn 28. sept. Mýrdalsrétt í Hnappadal seinni réttir sun. 13. okt. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. seinni réttir sun. 6. okt. kl. 10.00 Ósrétt á Skógarströnd, Dal. laugardaginn 5. okt. kl. 10.00 Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. seinni réttir 6. okt. kl. 14.00 Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. seinni réttir sun. 29. sept. kl. 14.00 Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal. seinni réttir sun. 29. sept. kl. 13.00 Svarthamarsrétt á Hvalfj.str., Borg. seinni réttir sun. 29. sept. Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr. seinni réttir mán. 30. sept. og mán. 7. okt. Vörðufellsrétt á Skógarströnd, Dal. seinni réttir sun. 13. okt. kl. 13.00 Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. seinni réttir mán. 23. sept. og mán. 30. sept. Ölkeldurétt í Staðarsveit, Snæf. laugardaginn 28. sept. Vestfirðir Miðhús í Kollafirði, Strand. seinni réttir sun. 6. okt. Suðurland Kjósarrétt í Kjós seinni réttir sun. 13. okt. kl. 15.00 Krýsuvíkurrétt v. Suðurstrandarveg, Gullbr. laugardaginn 28. sept. kl. 13.00 Landréttir við Áfangagil, Rang. fimmtudaginn 26. sept. kl. 12.00 Árhólarétt í Unadal, Skag. föstudaginn 27. sept. Deildardalsrétt í Deildardal, Skag. föstudaginn 27. sept. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardaginn 28. sept. Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 5. okt. kl. 13.00 Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardaginn 5. okt. Unadalsrétt í Unadal við Hofsós, Skag. föstudaginn 27. sept. Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardaginn 5. okt. kl. 11.00 Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 5. okt. kl. 10.00 Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardaginn 28. sept. kl. 12.30 Stóðréttir haustið 2019 Mikill áhugi er fyrir stóðréttum ekki síður en fjárréttum. Bænda- blaðið tekur líka saman lista yfir þær stóðréttir á landinu sem upplýsingar lágu fyrir um þegar blaðið fór í prentun. Upplýsingar um viðbætur og leiðréttingar sendist á netfangið tb@bondi.is. Uppfærslur á listanum eru gerðar jafnóðum og leiðrétt- ingar berast á vef Bændablaðsins, bbl.is. /TB Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Sími 480 0480 byggingar@jotunn.is // www.jotunn.is Tilbúin hótelherbergi Gerum tilboð í herbergiseiningar fyrir hótel og gistiheimili. Frekari upplýsingar í síma 480 0480 Frá Hrunaréttum. Mynd / MHH Frá Melgeðismelum. Mynd / MÞÞ Íslenska sauðkindin er harð- ger, úrræðagóð og ævintýra- gjörn, það vita allir sem hana þekkja. Í nýrri bók Guðjóns Ragnars Jónssonar og Aðalsteins Eyþórssonar sem kallast Kindasögur eru rifjaðar upp sögur af íslenskum kindum að fornu og nýju, afrekum þeirra, uppátækjum og viðureignum við óblíða náttúru og kapps- fulla smala. Í bókinni kynnumst við meðal annars Herdísarvíkur-Surtlu, Eyvindarmúla-Flekku, villifé í Tálkna, hrútnum Hösmaga í Drangey og forystusauðnum Eitli. Útgefandi er Sæmundur. Í eftirfarandi texta grípum við niður í sögu af Herdísarvíkur- Surtlu. Herdísarvíkur-Surtla „Veturinn 1951 til 1952 var frekar snjóþungur. Hugðu menn þá gott til glóðarinnar að ná Surtlu því vel ætti að sjást til svartrar kindar á hvítri hjarnbreiðunni. Um veturinn var því farinn sérstakur leiðangur til að handsama hana. Ekki tókst það fremur en áður en þó náðist lambið í þessari ferð með hjálp hunda. Á útmánuðum var þess enn freistað að ná Surtlu. Í þann leiðangur fór Sæmundur Eyjólfsson, bóndi á Þurá í Ölfusi, við annan mann. Um þá viðureign sagði hann í viðtali við Morgunblaðið: Við fundum hana og ég vildi setja hundinn strax á hana því ég var viss um að það væri eina leiðin til að ná henni. Sá sem var með mér vildi ekki fara þannig að henni strax. Ekki hafði Surtla lengi haft vitneskju um okkur þegar hún tók á sprett undan okkur og það get ég svarið að ég hef aldrei séð neina skepnu hlaupa eins og hana. Hún hreinlega kom tæpast við jörðina og víst er það þurfti fótfráan mann til að fylgja henni eftir. Við misstum Surtlu í þetta skiptið. Sumarið 1952 var allt gert til að ná Surtlu, lifandi eða dauðri, enda styttist nú óðum í að nýtt fé frá ósýktum landshlutum yrði flutt á svæðið. Gekk það svo langt að fengin var meistaraskytta frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli til að reyna að skjóta ána. Lá skotmaðurinn við í tjaldi í fjall- lendinu ofan við Herdísarvík og beið færis, en allt kom fyrir ekki. Sagan segir að hann hafi ekki hleypt af einu einasta skoti í hálfan mánuð því aldrei komst hann í færi við hina ljónstyggu og fótfráu Surtlu. Að hálfum mánuði liðnum á hann að hafa skotið á vörðu, svona til þess að sjá hvort vopnin virkuðu ekki, en í sömu mund skaust Surtla fram undan vörðunni og var óðara horfin sjónum. Þá gafst bandaríski byssumaðurinn upp og frábað sér frekari viðskipti við íslenskt sauðfé.“ /VH Kindasögur: Íslenskt sauðfé að fornu og nýju BÆKUR&MENNING

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.