Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 2019 43 Easy Swing gripaburstar fyrir velferð dýranna Í samstarfi við Finneasy í Finnlandi býður BYKO nú upp á Easy Swing gripabursta af ýmsum stærðum án mótora. Burstarnir henta gripum allt frá ungum kálfum upp í fullorðin naut. Burstarnir eru smíðaðir með mikið álag í huga. Easy Swing gripaburstarnir eru auðveldir í uppsetningu og kosta mun minna en rafmagnsdrifnir kúaburstar. Hafðu samband: bondi@byko.is byko.is GRIPABURSTAR sem meðalbúið er með 93 árskýr. Þar á eftir koma íslensku búin með 49 árskýr, þá þau finnsku með 42 árskýr og norsku búin reka lestina með ekki nema 27 árskýr að jafnaði. Meðalbúið með 598 þúsund kíló Ársframleiðsla norrænu kúabúanna er auðvitað nátengd bústærðinni en að jafnaði lagði hvert bú inn 598 þúsund lítra á síðasta ári sem er aukning um 41 þúsund lítra á einu ári eða um 7,4% frá fyrra ári. Eins og við er að búast fylgist innvigtunin nokkuð vel kúafjöldanum þó svo að afurðasemi kúnna hafi þar auðvitað töluverð áhrif. Eins og undanfarin ár bera dönsku búin höfuð og herðar yfir önnur bú á Norðurlöndunum og raunar í allri Evrópu en þau voru að jafnaði að leggja inn 1,9 milljónir lítra sem er tífalt meira mjólkurmagn en norsku búin voru að leggja inn að meðaltali, en þau eru að framleiða langminnsta mjólkurmagnið á Norðurlöndum og meðalinnlögnin þar er ekki nema 192 tonn á ári. Kúnum fækkar líka Samhliða fækkun kúabúa hefur kúnum líka fækkað en afurðasemin hefur þó aukist að sama skapi. Þannig fór fjöldi þeirra úr 1.402 þúsund kúm í árslok árið 2017 í 1.377 þúsund kýr í árslok 2018 sem er þó ekki nema fækkun um 1,8% á milli ára. Mest fækkaði sænskum og finnskum kúm en heldur minni fækkun varð í Noregi og Danmörku. Ísland er eina landið sem stóð í stað á milli ára þegar horft er til fjölda á mjólkur kúm. Meðalkýrin að skila 8.947 kg í afurðastöð Þegar horft er til afurðasemi kúnna á milli landanna er staðan nokkuð ólík eftir því hvaða land á í hlut enda hefur þar áhrif bæði kúakynið sem er notað við framleiðsluna og það umhverfi sem kúabúin starfa við. Þannig er t.d. kvótakerfi bæði í Noregi og á Íslandi en framleiðslan í hinum löndunum er frjáls sem getur haft sín áhrif á það hvernig bændurnir stýra sínum búum. Þegar meðalafurðir eru metnar er oft notast við skýrsluhaldsafurðir, þ.e. uppgefnar afurðir búa sem taka þátt í skýrsluhaldi og þá er ekki tekið tillit til heimanota á mjólk eða mögulegra áfalla vegna sjúkdómameðhöndlunar svo dæmi sé tekið. Í samanburði NMSN er hins vegar notast við upplýsingar um alla innvegna mjólk til afurða­ stöðvanna í löndunum og svo heildarfjölda skráðra mjólkurkúa í löndunum. Þegar þetta er reiknað þannig út kemur í ljós að sem fyrr eru mestar afurðir að finna í Danmörku, þar sem hver kýr er að skila að jafnaði 9.851 kílói í afurðastöð. Vegna þess hve danska mjólkurframleiðslan vegur þungt á norræna vísu er meðaltal Norðurlandanna hátt, eða 8.947 kíló. Á eftir dönsku kúnum koma þær finnsku með þó nærri einu tonni minna mjólkurmagn, eða 8.917 kíló og þar á eftir eru sænsku kýrnar með 8.818 kíló. Norsku kýrnar eru þær fjórðu afurðamestu með 7.054 kíló en þær íslensku eiga nokkuð í land með að ná dönsku kúnum með ekki nema 5.630 kíló að jafnaði. Heimild: Tæknihópur NMSM Mjólkurframleiðsla Norðurlandanna - ýmsar stærðir 2017 2018 2017 2018 2017 2018 2017 2018 2017 2018 2015 2016 2017 2018 Fjöldi kúabúa alls 2.971 2.953 6.806 6.250 573 556 8.154 7.481 3.614 3.350 24.730 23.442 22.118 20.590 Fjöldi kúabúa með mjaltaþjóna 702 722 1.075 1.138 181 197 1.841 2.012 1.012 1.118 4.444 4.629 4.811 5.187 Fjöldi mjaltaþjóna 2.055 2.132 1.593 1.729 222 249 1.957 2.052 1.926 2.065 7.179 7.447 7.753 8.227 Fjöldi mjólkurkúa, þúsundir 575 570 271 264 27 27 208 204 322 313 1.453 1.411 1.402 1.377 Meðalbústærð 194 193 40 42 47 49 26 27 89 93 59 60 63 67 Heildarmjólkurframleiðsla, milljónir kg. 5.494 5.615 2.366 2.354 151 152 1.495 1.439 2.817 2.760 12.285 12.297 12.323 12.320 Meðalframleiðsla pr. bú, þúsundir kg 1.849 1.901 348 377 264 273 183 192 779 824 497 525 557 598 Meðalinnvigtun mjólkur í afurðastöð pr. kú 9.554 9.851 8.731 8917 5.593 5.630 7.188 7.054 8.748 8.818 8.455 8.715 8.790 8.947 NorðurlöndinDanmörk Finnland Ísland Noregur Svíþjóð ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK SÍMI: 540 4980 info@yamaha.is www.yamaha.is GRIZZLY 700 EPS DRÁTTARVÉL SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á WWW.YAMAHA.IS Tilboðsverð: 2.390.000,- Fullt verð: 2.550.000,- Örfá eintök til afhendingar strax! Kerhólsskóli í Grímsnes- og Grafningshreppi: Danskur skólahópur frá 127 manna eyju í heimsókn Nemendur og starfsmenn Kerhóls skóla í Grímsnes- og Grafningshreppi fengu nýlega skemmtilega fjögurra daga heimsókn þegar danskir grunnskóla nemendur frá eyjunni Anholt heimsóttu skólann. Íbúar eyjunnar eru aðeins 127 en hún liggur á milli Danmerkur og Svíþjóðar. Anholt skole er minnsti skólinn í Danmörku en í skólanum eru 14 nemendur í grunnskóladeild og 3 börn í leikskóladeild. Hann er eins og Kerhólsskóli að því leyti að í báðum skólum er leik­ og grunnskóladeild. Öll börn grunnskóladeildarinnar komu ti Íslands ásamt kennurum og nokkrum foreldrum, alls 31. „Þau höfðu samband við okkur í fyrra og langaði að koma af stað samstarfi. Við sóttum um styrk úr Nordplus en fengum ekki, þannig að þau söfnuðu fyrir sinni heimsókn í tvö ár hingað. Við ætlum að sækja um aftur á næsta ári og erum að skoða hvort við komumst þá til þeirra í heimsókn,“ segir Alice Petersen, kennari í Kerhólsskóla. Starfsmenn Kerhólsskóla skipulögðu fjölbreytta og skemmtilega dagskrá á meðan heimsóknin stóð, bæði í skólanum og svo var farið í nokkrar skoðunarferðir. Þema yngsta stigsins var söngur og samvera, miðstigið var með þjóðsögur og náttúruna og unglingastigið tók fyrir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Út frá þemunum var ákveðið að fara saman í ferðir en farið var einn daginn á Þingvöll og annan dag var farið að skoða orkusýninguna í Ljósafossvirkjun. Þá var farið í sund á Borg. „Þar sem Kerhólsskóli er talinn lítill skóli með 73 nemendur í grunnskóla­ og leikskóladeild fannst okkar börnum gaman að heyra frá gestunum, hvað væri gaman að vera í svona stórum skóla þar sem næðist í góð lið í fótboltanum. Nemendur og starfsmenn skólanna náðu vel saman og stefnir Kerhólsskóli á að heimsækja Anholt skole ef fást styrkir til fararinnar,“ segir Jóna B. Jónsdóttir, skólastjóri Kerhólsskóla. /MHH Dönsku og íslensku nemendurnir skemmtu sér vel. Mynd / MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.